Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2020 Í slensk stjórnmál eiga ekki langa samfellda sögu. Fyrra tímabil hennar stendur í ljóma, þótt á ýmsu hafi gengið. Stundum er atburða- rásin ævintýraleg, og jafnvel reyfarakennd og væri sagan kvikmynd yrði hún bönnuð fyr- ir börn. Glæstur tími Þetta tímabil var um leið uppspretta sagnanna góðu. Íslenska þjóðin studdi sig lengi við þær til að þrauka og standa sæmilega upprétt þegar ok og farg knúði á um að hún paufaðist hokin í gegnum mótdrægt aldarfar. En einmitt vegna þeirra varð þessi fámenna konungs- lausa þjóð stórveldi á öfundsverðu sviði, þótt heiminum væri lengst af ókunnugt um það. Á þrengingarskeið- um, mörgum og löngum, nærðist þjóðin á arfinum og gálgagrínistar þreyttust ekki á að rifja upp að stundum hefði hann satt sárasta hungrið og ekki einungis það andlega. Þær dimmu aldir þegar þjóðin lá neðst mælt á alla afkomukvarða mátti hún enn muldra í barm sinn að ekki hefði hún lifað til einskis. Þjóðsögurnar voru annars konar haldreipi og athyglisvert var að helsti jöfur íslenskra fræða, Sigurður Nordal, valdi fyrir sig þær tvær alíslensku bækur sem þjóðin gæti síst án verið, Njálu og Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Stundum gangast menn upp í því að draga sannleiksgildi Njálu og systra hennar í efa. Það þarf ekki að taka slíka snúninga á hitt val Nordals. Þegar höfundur Njálu tilkynnir að hann ljúki sögu sinni hefði verið til þæginda að fá birta heimildaskrá. Sú hefði þó ekki getað tekið til prentaðs eða birts efnis. Og þá er ekki annað eftir en að nefna sannorða menn og fróða til sögunnar. En ekki er þó endilega líklegt að einhverjir fróðari höfundinum hafi verið tiltækir. Bættur skaði Hitt er rétt að sagan hefði verið lágreistari hefði höf- undur hvergi getið í eyður eða öllu heldur skáldað það sem í senn var líklegast og snjallast í atburðarás, sam- tölum og hugsun. Allt fellur það vel að persónunum sem eiga í hlut, landinu sem er sviðið og ekkert bendir til annars sem væri líklegra. Um þessar persónur flestar er töluvert vitað, áa þeirra og afkomendur og reyndar furðu mikið svo um- hendis sem það var að varðveita þekkingu þá. En góð saga hefur átt það sameiginlegt með kór- ónuveirunni vondu að hún hefur smitast vel á milli manna, ekki síst þeirra sem mundu langt fram og þekktu aðstæður og staðhætti lands síns betur en aðrir og áttu skáldlegan neista í brjósti sínu sem var bróðir og sambýlismaður ástar á sannleikanum. Í þessu umhverfi gætu leikmenn, sem lítið vita, þó ímyndað sér að einmitt þeir eiginleikar sem þurftu til sköpunar, sem væri þó samferða sannleiksleitinni, hafi verið einkar dýrmætir og hafi þess vegna þroskast og styrkst og mikil spurn verið eftir þeim. Við þekkjum nú orðið andstæðuna. Á gúgultímum telja fæstir sig þurfa að muna mikið annað en aðgangs- orðið sitt. Enda sé það eins og úr sér genginn kækur að setja almennan fróðleik á minnið, svo ekki sé minnst á símanúmer eða ætt og uppruna þegar harði diskurinn er viskubrunnur sem ætíð er innan seilingar. Það er svo sem ekki alvont að svona sé komið, enda eykst þá væntanlega tíminn sem gefst til að draga ályktanir af fróðleiknum fyrst söfnun hans og geymsla hefur verið falin öðrum. En nýtur sú umgjörð trausts? Á þessum tímum er það til verulegs angurs að fölsun fróðleiks og frétta er stóriðnaður og skúrkarnir eru ekki einir um að stunda hann. Þegar nokkuð liggur við standast jafnvel virðulegustu fjölmiðlar ekki freisting- arnar og sýna stundum ótrúlegan fræknleik. Innistæðulaus verðlaun Verðlaun á borð við Pulitzer hafa einatt þótt nokkur álitsauki enda til þess fallin að auka virðingu og vægi og þar með tekjur. NYT fékk slík verðlaun fyrir að „upplýsa“ um samsæri Trumps og Pútíns um að stela forsetaembættinu frá verðugum sigurvegurum. Þegar verðlaunin voru veitt var sérstaklega nefnt í fjöl- miðlum sem voru á sömu vegferð að enn væri skýrsla sérstaka saksóknarans Roberts Muellers ókomin út og þar sem verðlaunablaðamenn hefðu gætt varfærni í ályktunum sínum væri líklegt að þar kæmu enn verri sakir upp á yfirborðið. En saksóknarinn sá, sem þó var augljóslega allur af vilja gerður og með fjölda þekktra hjálparkokka úr röðum ákafra stuðningsmanna demókrata, fann ekki það sem ýmsir höfðu talið formsatriði að leita að. Leiðtogar Demókrataflokksins hefðu raunar getað sagt Mueller að leitin væri óþörf af öðrum ástæðum. Því á daginn kom að þeir höfðu fengið Breta nokkurn, gamlan fyrrverandi njósnara, til að semja fyrir sig „leyniskýrslu“ gegn góðri greiðslu. Á henni byggðist öll vitleysan sem svo marga dreymdi um að væri sönn og hlyti eiginlega að vera sönn. Þeir vissu ekki að hinn aðkeypti sögusmiður hafði dregið efnið í hana með hjálp rússneskra kunningja sinna úr bransanum og hann kryddaði liðugt sjálfur eftir hentugleikum kaup- andans! Týndir Nú er því víða spurt hvar þeir séu allir þessir óyggj- andi heimildarmenn sem létu NYT og WP fá allar sín- ar „áreiðanlegu“ fréttir sem birtar voru vikulega eða oftar. Væri ekki sjálfsögð refsing fyrir slíka að blöðin myndu nú birta nöfn þeirra undir feitum fyrirsögnum? Fjölmiðlar vernda sína „heimildarmenn“ en ekki þá sem ljúga fjölmiðilinn fullan. Fjölmiðillinn hlýtur að birta nöfn slíkra svo almenningur megi vara sig á þeim og gera það um leið og hann biður lesendur sína afsök- unar á að hafa haft þá að fíflum. Ef engin slík viðbrögð verða má álykta að annaðhvort hafi ekki verið neinn raunverulegur utanaðkomandi heimildarmaður fyrir fréttinni eða blaðið hefur fallið fyrir pólitískum snún- ingamönnum. Og af hverju féllu svo hæfir og virðingarverðir menn? Sennilega vegna þess að þá langaði svo til að trúa því sem borið var á borð. Flestir hafa lent í því að trúa frekar því sem fellur bærilega að lífsskoðun þeirra eða mótaðri afstöðu til manna og málefna. En með tíð og tíma hafa flestir innbyggðan vara á, einkum í slíkum tilvikum. Kingsað í kjólfötum Og hver kannast ekki við að hafa lent í því að upp komi spurning eða álitaefni sem viðkomandi telur sér skylt að þekkja vel til, en er samt úti á þekju? Sjálfsagt fækkar slíkum tilvikum eftir að gúgultíð rann upp og gripið er í símann hvernig sem á stendur. Bréfritari á minni um lítið dæmi þessa úr nýliðinni fornöld. Það varð í virðulegri veislu sem íslenski forsetinn hélt fyrir stöllu sína, forseta Írlands. Í samtali þeirra tveggja komu Grágásarlög til tals. Gesturinn spurði gestgjafa sinn að því hvers vegna lögbókin forna héti Grágás. Forsetinn svaraði því til að þetta væri ekki hennar svið, en svo vel vildi til að forsætisráðherrann, sem væri innan seilingar, væri lögfræðingur. Var sá nú spurður. Hann hefur sjálfsagt roðnað pínulítið og talið sig eiga að vita þetta eins og hann vissi til dæmis að 2 plús 2 væru 4 og það væri eiginlega óafsakanleg hneisa að vita ekki þetta sem allir lögfræðingar vissu. Kannski hefur flögrað að honum að nefna fuglinn til sögunnar, enda bæði merki og verndari félags laga- nema við HÍ. En hann átti betri kost. Við borð ráðherrans voru forseti þingsins sem var einnig löglærður og sjálfur þá- Engin skömm að vita ekki það sem enginn veit ’ Á þessum tímum er það til verulegs angurs að fölsun fróðleiks og frétta er stóriðnaður og skúrkarnir eru ekki einir um að stunda hann. Þegar nokkuð liggur við standast jafnvel virðulegustu fjölmiðlar ekki freisting- arnar og sýna stundum ótrúlegan fræknleik. Reykjavíkurbréf15.05.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.