Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Síða 17
verandi forseti Hæstaréttar. Ekki rekur minni til að þeir góðu menn hafi roðnað eins og ráðherann, en jafn fátt varð um svör. En í vandræðum er hjálpin stundum nærri. Í salnum sá ráðherra glitta í prófessor Sigurð Líndal. Hann var ekki aðeins prófessor í lögum heldur með fróðustu mönnum landsins og var raunar sama hvar var borið niður. Sigurður var og gamall lærifaðir og frændi ráðherrans og myndi örugglega taka honum vel. Forsætisráðherrann kjagaði nú í mörgæsarbún- ingnum til að fá upplýsingar um grágæs hjá prófessor Líndal. Hann sagði prófessornum vandræði sín og treysti því að lærifaðirinn góði gæti leyst sig úr snöru fáviskunnar. „Það er ekki mikið mál,“ sagði prófess- orinn, og jók það heldur vanmetakenndina en hitt. Var nú Líndal beðinn um að koma persónulega að háborð- inu og greiða úr þessu álitamáli. Stikuðu nú lærifað- irinn og nemandinn þangað. Sigurður: „Mér er sagt að um það sé spurt hvers vegna Grágásarbálkurinn beri þetta nafn. Því er mjög auðvelt að svara. Það veit ekki nokkur lifandi maður.“ Nú léttist mjög brún handhaf- anna löglærðu, sem sluppu með skrekkinn og reyndar brast á hlátur mikill við háborðin. Dómur veldur jarðskjálfta En þar sem athyglin hefur dregist að lögfræði þá varð mikill viðburður á því fræðasviði nú í vikunni. Þýski stjórnlagadómstóllinn í Karlsruhe tók Evrópudómstól- inn í Brussel og Seðlabanka Evrópu hvorn í sína nös. Stjórnlagadómstóllinn hefur reyndar áður fengið slík mál til meðferðar og af texta í aðdraganda dóma hans hefur stundum virst að hann ætlaði að spyrna við fótum en svo heykst á því. Það gerði hann ekki í þetta sinn og hefur það valdið miklum skjálfta innan stofnana ESB. Glöggur lögvísindamaður hugsaði upphátt, bréflega þó, við bréfritara um þessa óvenjulegu stöðu og með svo athyglisverðum hætti að hann stenst ekki mátið að birta hugleiðinguna: „Auðvitað er rangt að tala um „stofnanir“ í þessu samhengi. Auðvitað eru það menn af holdi og blóði sem stjórna. En hverjir eru þessir menn? Í umboði hverra starfa þeir? Viðbrögð stofnanaveldis ESB við nið- urstöðunni frá Karlsruhe voru mjög harkaleg og al- gjörlega afdráttarlaus. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, fór a.m.k. ekki eins og „grautur í kringum heitan kött“ þegar hún hótaði því að höfðað yrði samningsbrotamál gegn Þýskalandi með vísan til þess að „síðasta orðið í Evrópurétti er alltaf sagt í Lúxemborg. Hvergi annars staðar.“ Hér er ekki verið að skafa utan af því – og það gerði dómstóllinn í Karlsruhe ekki heldur. Í niðurstöðu sinni 5. maí sl. hafnaði dómstóllinn því sem talin hefur verið afdráttarlaus skylda dómstóla í aðildarríkjunum, þ.e. að þeim beri að fylgja forúrskurðum Evrópudómstóls- ins, með þeim orðum að niðurstaða síðarnefnda dóm- stólsins væri „algjörlega óskiljanleg“. [Starfshættir Evrópudómstólsins eru þó engin ráðgáta, því allir vita að dómsúrlausnir þaðan falla ESB í vil, a.m.k. í öllu sem máli skiptir. Rökin eru svo týnd til eftir á]. Staðan minnir á gömlu kúrekamyndirnar, þar sem allir eru flúnir inn nema löggan og bófinn. Nú standa þeir hvor á móti öðrum á auðu strætinu þýski dóm- arinn Huber annars vegar og Ursula hins vegar. Bæði telja sig sjálfsagt vera með hvíta hattinn á höfðinu. Hvorugt lítur á sig sem bófann. Fulltrúar smáþjóð- anna kúra sig bak við luktar dyr og bíða átekta. Ein- staka maður gægist út um gluggatjöldin, náfölur af ótta. Afstaða þýsku dómaranna er alveg skýr: ESB er ekki sambandsríki og meðan svo er, þá hafa stofnanir þess ekki heimild til að fara út fyrir það umboð sem að- ildarþjóðirnar hafa sannanlega veitt þeim. Evr- ópudómstóllinn hafi heldur ekkert umboð til að víkka út þessar valdheimildir. Umboð stofnana ESB tak- markist í stuttu máli af stjórnarskrám aðildarríkjanna, þar sem innlendum stofnunum er falið ákvörðunarvald og mælt fyrir um að embættismenn sæti lýðræðislegu aðhaldi og valdþættir ríkisins séu tempraðir af öðrum þáttum ríkisvaldsins. Þetta er sú hefðbundna mynd af ríkisvaldi sem kennd hefur verið í skólum á Vesturlöndum síðustu aldir. ESB gefur sig á hinn bóginn út fyrir að vera fyr- irbæri „sérstaks eðlis“ (lat. sui generis) og hefur á þeim grunni forðast að láta hólfa sig inn í hefðbundin viðmið og kenningar um landsrétt og þjóðarétt. Þetta hefur reynst ESB og markmiðum þess vel því það hef- ur getað leikið tveimur skjöldum og fært víglínuna nær aðildarríkjunum „í skjóli nætur“, þ.e. án þess að menn hafi veitt ásælni þess í innlendan rétt réttmæta eft- irtekt og viðeigandi viðnám. Hvað hefur breyst? Eftir dómsniðurstöðuna í Karlsruhe getur ESB ekki lengur læðst með veggjum og dulið ásetning sinn eða leynt því hvert eðli þess og markmið eru í raun. Nú þegar æðsti dómstóll valdamesta aðildarríkisins hefur sett ESB stólinn fyrir dyrnar þurfa menn þar á bæ að herða sig upp í að leggja óljóst tal um „sérstakt eðli“ ESB á hilluna og segja beint út hvað ESB stendur fyr- ir, hvert raunverulegt markmið þess er og hverjir stýra því í reynd. Það stefnir sem sagt í löngu tímabært uppgjör. Með- an ekki hefur verið leyst úr átökunum sem að baki búa blasir við stjórnskipuleg óvissa sem aldrei hefur áður verið svo greinileg. Ógerningur er að spá fyrir um hver úrslitin verða, þ.e. hvort það flýtir fyrir því að ESB umbreytist í raunverulegt sambandsríki eða liðast í sundur. Af ytri aðstæðum leiðir að þetta uppgjör getur ekki dregist lengi. Niðurstaðan þýðir að Evrópski seðla- bankinn getur ekki haldið áfram (stjórnlausri) pen- ingaprentun fyrr en leyst hefur verið úr þessu með ein- hverjum hætti og umboð hans nánar skýrt. Það þýðir að fjárhagsvandræði Suður-Evrópuríkja sem hingað til hefur verið hægt að sópa undir teppið/ýta inn í óræða framtíð munu koma fram í dagsljósið – og það verður ekki sársaukalaust, hvorki fyrir þær þjóðir né ESB. Jafnframt er ljóst að skattgreiðendur í Norður- Evrópuríkjunum munu ekki að öllu óbreyttu sætta sig við að fjármunir þeirra séu rýrðir með því að prenta sí- fellt meira af peningum svo breiða megi yfir efnahags- legar þrautir ríkja eins og Grikklands og Ítalíu. Síðast- nefnd ríki eru meðal þeirra sem sitja föst í myntbandalagi ESB án þess að hafa nokkurt aðgengi að úrræðum sem þjóðir eins og Íslendingar, sem hafa sína eigin mynt, geta nýtt sér þegar efnahagslægðir skella á. Hvernig úr þessu öllu spilast er ómögulegt að sjá. Springur myntbandalagið með hvelli? Liðast ESB í sundur? Eða verður þessi krísa notuð til að þröngva aðildarþjóðunum síðasta skrefið inn í formlegt sam- bandsríki með seðlabanka sem sætir engum takmörk- unum þjóðríkjanna og fær að beina fjármunum úr sameiginlegum sjóðum frá ríkari löndum til þeirra sem höllum fæti standa? Hagfræðingar/sérfróðir menn verða að svara því hvort slíkar aðgerðir eru til þess fallnar að leysa hin undirliggjandi vandamál. En svo er það kannski ekki markmiðið í sjálfu sér, heldur að koma öllum stjórnartaumunum endanlega í hendurnar á embættismönnum ESB?“ Allt er þetta athyglisvert ekki síst hér á landi í ljósi þess að utanríkisráðuneytið og aðkeyptir ráðgjafar þess virðast hafa kippt burtu neitunarvaldi Íslands varðandi færibandssendingar fyrirmæla frá Brussel. Það neitunarvald var ein meginforsenda þess að samn- ingurinn var samþykktur á Alþingi. Auðvitað stendur neitunarvaldið enn, en það verður ekki brúkað af Ís- lands hálfu á meðan þessar beinlausu undirtyllur bú- rókrata í Brussel fá enn einhverju ráðið. Morgunblaðið/Árni Sæberg 17.5. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.