Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Side 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Side 29
rætt málið persónulega við nokk- urn mann. Hvernig er það fyrir egó rithöf- undarins að fá aldrei viðurkenn- ingu samfélagsins? Egóið mitt er í fantaformi! Ég hef auðvitað alltaf þurft að hafna alls konar umstangi sem fylgir því gjarnan að gefa út bækur sem margir lesa, þar á meðal boðum um að sækja glæpasöguhátíðir í ýmsum löndum og eins að mæta í sjónvarpsviðtöl hér og erlendis, að ég tali nú ekki um að lesa kafla úr bókum mínum fyrir almenning. Líklega væri gaman að geta spjall- að við aðra glæpasagnahöfunda, innlenda og erlenda, en í mínum huga er það samt aukaatriði. Það sem gefur mér fyrst og síðast ánægju sem rithöfundur er að skipuleggja og skrifa nýjar bækur um þessa frábæru söguhetju. Hvað eru margir á Íslandi sem vita raunverulegt nafn þitt? Þeir voru örfáir í upphafi, líklega tveir, en þeim hefur fjölgað lítillega með árunum, meðal annars vegna þess að útgefandi bókanna, Mál og menning, hefur stundum skipt um eigendur og stjórnendur. Mér finnst það aðdáunarvert að þeir sem hafa fengið að vita leyndar- málið vegna starfa sinna í útgáfu- bransanum hafa allir ákveðið að halda leiknum áfram. Góð tilraun, en nei Hvað er erfiðast við það að vera huldumaður/huldukona? Það er stundum pirrandi að geta ekki rætt um bækurnar við vini og kunningja. Og ég þarf auðvitað að passa mig þegar ég lendi á kjafta- törn við fólk sem þykist vita allt um Stellu Blómkvist og bækurnar hennar! Hefur þú einhvern tímann verð- ur nálægt því að verða afhjúpuð/ afhjúpaður? Eiginlega ekki. Að vísu hef ég nokkrum sinnum fengið þá spurn- ingu í samtölum við fólk sem ég þekki hvort það geti verið satt að ég hafi skapað Stellu Blómkvist, en hingað til hefur mér tekist að leiða viðmælendur á villigötur að hætti pólitíkusa. Er ekki tilvalið að svipta hulunni af Stellu í þessu viðtali? Góð tilraun, en þar sem ég er enn að skrifa sögur um Stellu Blómkvist verða slíkar játningar að bíða enn um sinn. Framhald á sjónvarpsefni Ertu byrjaður/byrjuð að skrifa tólftu bókina? Já. Ég sé á skjánum hjá mér að fimmtán kaflar næstu bókar eru að mestu klárir. Um hvað fjallar hún? Tólfta sagan segir frá nokkrum gátum sem þarf að leysa, þar á meðal morði sem framið er á höf- uðborgarsvæðinu, en nánari lýsing á morðstaðnum verður að bíða betri tíma. Þar sem prúðupiltunum við Hlemm virðist fyrirmunað að upplýsa málið lætur Stella til sín taka og henni tekst að venju að hræra hressilega upp í veröldinni. Er á dagskrá að búa til meira sjónvarpsefni úr nýju bókunum eins og gert var fyrir nokkrum ár- um? Mér fannst margt takast ágæt- lega í sjónvarpsröðinni og Heiða Rún var mjög sannfærandi í aðal- hlutverkinu. Þar var fyrst og fremst byggt á tveimur fyrstu bók- unum um Stellu þannig að enn er eftir að kvikmynda fjölbreytta efn- isþræði níu Stellubóka. Það er því af nógu að taka. Sjónvarpsröðin um Stellu Blómkvist fékk góðar móttökur hér og erlendis. Saga- Film sýndi strax áhuga á að halda áfram og það birtust jafnvel fréttir á netinu um að ný röð væri vænt- anleg. Ég hef vissulega átt í við- ræðum um hugsanlegt framhald, en samkomulag liggur ekki enn fyrir. Hressileg rússíbanareið Eitthvað sem Stella vill segja að lokum? Ferðalag Stellu Blómkvist hefur til þessa verið fjandi hressileg rússíbanareið. Og þar sem Stella man alltaf ráðleggingar móður sinnar, gerir hún sér grein fyrir því að mesta ánægja lífsins felst alls ekki í því að komast á ein- hverja endastöð, samanber eftirfar- andi ummæli í Morðið í Sjónvarp- inu: „Það er alltaf mest gaman á leið- inni. Sagði mamma.“ Enginn veit enn hver Stella Blómkvist er. Höf- undur segist afhjúpa nafn sitt þegar síðasta bókin lítur dagsins ljós. Colourbox 17.5. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 HÁDEGISMATUR alla daga ársins Bakkamatur fyrir fyrirtæki og mötuneyti Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum, sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt, einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum. Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is SKÚTAN Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is BÆKUR Efnisveitan Netflix greindi frá því í vikunni að fyrirhuguð væri gerð þátta eftir nýjustu skáldsögu Elenu Ferrante í samvinnu við ítalska framleiðandann Fandango. Skáld- sagan heitir La vita bugiarda degli adulti (Lygaralíf hinna fullorðnu) og kom út í nóvember á ítölsku. Napolí-fjórleikur Ferrante rok- seldist. Ferrante er dulnefni. Ítalskur blaðamaður hélt fram að höfund- urinn væri þýðandi frá Róm, Anita Raja, en því hefur hvorki verið neitað né játað. Þættir eftir nýrri bók Ferrante La vita bugiarda degli adulti Bókar- kápa nýjustu bókar Elenu Ferrante. BÓKSALA 6.-12. MAÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Dagbók Kidda klaufa 12 – flóttinn í sólina Jeff Kinney 2 Hryllilega stuttar hrollvekjur Ævar Þór Benediktsson 3 Morðin í Háskólabíó Stella Blómkvist 4 Þess vegna sofum við Matthew Walker 5 Milljarðastrákurinn David Walliams 6 Sumarbókin Tove Jansson 7 Í vondum félagsskap Viveca Sten 8 Elskuleg eiginkona mín Samantha Downing 9 Skólaráðgátan Martin Wildmark 10 Afnám haftanna Sigurður Már Jónsson 1 Samhengi hlutanna Eygló Jónsdóttir 2 Stelpur sem ljúga Eva Björg Ægisdóttir 3 Helköld sól Lilja Sigurðardóttir 4 Sjálfstætt fólk Halldór Laxness 5 Tilfinningabyltingin Auður Jónsdóttir 6 HKL ástarsaga Pétur Gunnarsson 7 Hvítidauði Ragnar Jónasson 8 Kokkáll Dóri DNA 9 Delluferðin Sigrún Pálsdóttir 10 Barn náttúrunnar Halldór Laxness Allar bækur Skáldverk og hljóðbækur Ég er einn af þeim sem safna upp bókum á náttborðinu. Það skýr- ist ef til vill af því að ég hef mjög gaman af því að kaupa mér bæk- ur en kemst síðan ekki yfir það að lesa þær allar. Ég læt mér þá oft nægja að glugga í þær eða lesa útvalda kafla þá sérstaklega í fræðibók- menntunum en það virkar ekki alltaf eins vel með aðrar bók- menntir. Ég hef ætíð haft mikinn áhuga á flestu sem tengist sál- fræði, tónlist eða kvikmyndum og oftar en ekki reyni ég að sækja mér inn- blástur í mín störf í gegnum áhugaverðar bækur. Efst á listanum er líklega bókin Creativity Inc. eftir Ed Catmull. Hún gefur ein- staklega góða innsýn í sköp- unarferli hins magnaða fyrirtæki Pixar. Þá hef ég alltaf haft gaman af því að skyggnast inn í heim frumkvöðla samhliða sköp- uninni og fannst mér bókin How Google works einkar áhuga- verð í því sam- hengi. Fróðlegt að sjá hvernig þau hjá Google hugsa hlutina. Get einnig mælt með bók- unum Blink og Tipping point eftir Malcolm Glad- well fyrir þá ör- fáu sem hafa ekki lesið þær enda mjög vin- sælar. Lét loks- ins verða að því að lesa þær en Malcolm er góð- ur penni sem kemur fræðilegu efni vel frá sér. Þegar kemur að skáldsögum þá hef ég ekki verið eins dugleg- ur. En ég las bók- ina hans Dóra DNA, Kokkáll, um daginn. Mæli eindregið með henni og hlakka til að lesa fleiri bækur frá hon- um. Skemmti- lega fersk. Kvikmyndatónlistin hefur spil- að stórt hlutverk í mínu lífi síð- ustu ár og hefur John Williams haft mikil áhrif á mig, eins og lík- lega öll tónskáld sem ólust upp við kvikmyndir með tónlistinni hans. Fyrir þá sem kunna að meta hann þá mæli ég með bókinni John Williams’ Film Mu- sic. Hún gefur mjög góða innsýn í hans tónsmíðar. LESARI VIKUNNAR Safna upp bókum á náttborðinu Kristján Sturla Bjarnason er tónlistar- maður.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.