Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2021, Blaðsíða 2
Listin að vera óþolandi
Svarthöfði lá makindalega uppi í sófa í vikunni þegar annað afkvæmið
ákvað að raska ró hans. Af
kvæmið var að hefja skóla
göngu í nýjum skóla og kom
á daginn að því var eitthvað
umhugað um að koma þar vel
fyrir. „Pabbi, hvernig fæ ég
krakkana til að kunna vel við
mig og hvernig kemst ég hjá
því að vera óþolandi?“ Svart
höfði var ekki lengi að blása út
brjóstkassann og opna munn
inn, reiðubúinn að deila visku
sinni með næstu kynslóðinni
en gerði sér þá skyndilega
ljóst að hann átti engin góð ráð
til að þessu sinni. Svarthöfði
hefur aldrei lagt það á sig að
reyna að vera næs.
Hann hefur heldur treyst á
þá tölfræði að svo lengi sem
hann geti haldið uppi sam
ræðum við tvo af hverjum tíu
sem hann rekst á á lífsleiðinni
þá hafi hann enga ástæðu til
taka til í mannasiðum sínum,
þó svo átta af hverjum tíu séu
lítt hrifnir.
En Svarthöfði gefst ekki upp
svo auðveldlega. Fartölvan var
rifin upp í snatri og leitað á
náðir Gúggels hins vitra um
hvað afkvæmið gæti gert til
að létta sér lífið og lágmarka
líkurnar á félagslegri útskúf
un.
Gúggel brást ekki frekar en
fyrri daginn: Hvernig á að fá
fólki til að líka við þig, listar
yfir óþolandi eiginleika og alls
konar lífsreglur.
Ekki tyggja með opinn
munninn, ekki hlusta á of háa
tónlist, ekki grípa fram í, ekki
bölva í umferðinni, ekki klára
mjólkina og setja fernuna
aftur inn í ísskáp, ekki slúðra,
ekki kvarta, ekki tuða, ekki
nöldra og svo endalaust fram
vegis.
Afkvæmið og Svarthöfði
sátu sveitt við tímunum sam
an til að reyna að komast til
botns í þessu. Afkvæmið tók
niður glósur af svo miklum
móð að blýanturinn hafði
rýrnað um rúmlega helming.
Fjöldi mismunandi greina
og úttekta benti til þess að
helsta leiðin til að vinna hjörtu
viðmælenda sinna væri að
segja sem minnst. Alls ekki
tala um sjálfan sig heldur fá
viðmælandann heldur til að
tala um sjálfan sig. Eins þykir
mikilvægt að vera kurteis og
jákvæður og snyrtilegur. Öll
ráðin voru á þessa leið – hlusta
– brosa – þegja.
Svarthöfði var farinn að sjá
fyrir sér hryllinginn ef tvær
manneskjur sem væru út
lærðar í listinni að vera við
kunnanlegur myndu hittast.
Þær sætu þá fastar til eilífðar
nóns að reyna að beina talinu
að hinni manneskjunni sem
umsvifalaust beindi því aftur
til baka. Alveg eins og kurt
eisustu manneskjur heims
mættust eitt sinn í dyragætt
og létu þar báðar lífið. Þær
stóð og sögðu „nei, þú fyrst“
þar til þær létu lífið úr vökva
skorti.
Afkvæmið virtist bugað
eftir þessa heimildavinnu.
Að lokum fleygði það frá sér
glósubókinni og tilkynnti
þreytulega: „Það er eiginlega
meira óþolandi að reyna að
vera ekki óþolandi heldur en
að vera bara óþolandi.“ Svart
höfði táraðist lítillega. Greini
lega kippir afkvæminu í kyn
ið. Það er miklu betra að vera
bara maður sjálfur, jafnvel
þó sjálfið sé óviðkunnanlegt,
jafnvel óþolandi á tímum. n
SVART HÖFÐI
Aðalnúmer: 550 5060
Auglýsingar: 550 5070
Ritstjórn: 550 5070
FRÉTTA SKOT
550 5070
abending@dv.is
Gömul saga og ný
F
réttirnar af stjórnleysi og sturlun í
Bandaríkjunum hafa enn á ný minnt
á hversu stuttur vegarkafli liggur frá
jafnvægi yfir í stjórnleysi. Ótrúlegt
ástand en samt svo fyrirsjáanlegt þegar
horft er til gegndarlausrar persónu
dýrkunar á vanhæfum forseta þar í landi.
Síðastliðið ár hefur einkennst af mikilli þörf fyrir
stjórnun og reglur sem skerða einstaklingsfrelsið.
Það hefur sýnt sig að það þarf að hafa vit fyrir fólki.
Bretland er annað land sem stjórnleysi hefur
leikið grátt síðustu mánuði en þó á annan hátt. Þar
voru sett boð og bönn en eftir þeim er ekki farið af
mikilli dyggð. Íslenskur viðmælandi DV í Bretlandi
segist upplifa að Bretar hafi misst trúna á stjórn
völdum sem gripu seint og illa inn í faraldurinn. Í
Bretlandi hafa yfir 77.000 manns látist úr COVID19
– þar af yfir 1.000 manns í gær, fimmtudag. Landið
hefur farið verst allra í Evrópu út úr
faraldrinum þrátt fyrir að hafa í upphafi
alla burði til að takast á við yfirvofandi
veirustríð.
Bandaríkin hafa að sama skapi
farið ákaflega illa út úr faraldr
inum og þar eru flest dauðsföll í
heiminum. Í miðju dauðsfallanna
og umhyggjuleysisins snýst bros
andi maður í hringi. Hann heldur á
síma sem hann sendir skipanir úr
eins og í tölvuleik og virkjar alls
konar fólk – með alls konar
bresti.
Bang – allt sem þú lest er
lygi – bang – gerðu eins og
ég segi þér – bang – annars
rek ég þig – bang –
COVID19 er bull – bang
– ég hætti aldrei!
Það er fyrir löngu
orðið ljóst að maðurinn
á toppi sirkustjaldsins
gengur ekki heill til
skógar. Hvort sem það er illska,
fáfræði eða andlegir brestir
– eða allt þetta í einum hræri
graut sem knýr hann áfram í
tortímingardansi sínum, þá
mun hann ekki hætta af sjálfsdáðum. Hann getur
það ekki. Hann þarf aðstoð – það þarf að hafa vit
fyrir honum.
Tortímingardansinn mun á endanum ná honum
sjálfum en spurning er hvað hann tekur með sér
ofan í svörtu holuna.
Þessi saga er ekki ný. Við höfum séð hana áður
og oft með skelfilegum afleiðingum. Einræðislegir
tilburðir, vöntun á samkennd og siðferði, umhyggju
leysi, valdafíkn og ofsóknaræði. Grafa skal undan
fjölmiðlum og máttarstólpum sem ekki þóknast
sirkusstjóranum. Burt – bang!
Það er í raun ótrúlegt að maðurinn hafi ekki verið
stoppaður fyrir löngu. Nái einstaklingur að koma
sér fyrir í mjög valdamiklu starfi virðist það duga
til þess að hann haldist þar óásættanlega lengi þvert
á augljós brot í starfi og aðgerðir sem sýna van
hæfni hans og grimmd.
Er hægt að gasljóstra heila þjóð og stjórnkerfi?
Það erfiðasta er að horfa upp á stjórnleysið og vita
að það mun endurtaka sig. Ekki sömu leikmenn og
leikborð en engu að síður er þetta gömul saga og ný.
Það er hinn allra mesti harmleikur. n
UPPÁHALDS
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is
AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ágúst Borgþór Sverrisson, agustb@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Sigurbjörn Richter,
sigurbjorn@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000.
Spurningarmerki hafa verið sett við andlega heilsu
Trumps. MYND/GETTY
Sigmundur Ernir Rúnars-
son, rithöfundur og sjón
varpsstjóri Hringbrautar, er
þekktur fyrir að vera alltaf
flottur til fara. Hann deilir
með okkur fimm uppáhalds
fataverslunum sínum.
1 Fjallakofinn
Uppáhaldsútivistarbúðin mín
fyrir fjallaferðir, hjólreiðar
og skíðaleiðangra af því að
vörurnar eru fyrsta flokks
og þjónustan byggð á reynslu
og fagmennsku.
2 Herrafataverslun
Kormáks og Skjaldar
Konungsríki karlmennskunn
ar og einfaldlega samkomu
staður sem leyfir manni að
vera maður sjálfur án þess
að skammast sín.
3 Verslun Guðsteins
Eins og að ganga inn í besta
tímann af sjálfum sér,
sannkölluð friðarhöll minn
inganna með fötum sem gera
mann jafnvel bara fallegan.
4 JMJ
Á pari við þessar tvær sem
ég nefni að ofan, enda snyrti
mennskan allsráðandi í þess
ari einni sögufrægustu fata
búð Akureyrar – og svo er
samtalið við Ragga ókeypis.
5 Farmers Market
Bergþóra hönnuður Guðna
dóttir er náttúrlega bara
snillingur – og í búðinni
hennar fær skáldið í mér að
klæðast til fulls og lyfta sér
á kreik.
FATAVERSLANIR
2 EYJAN 8. JANÚAR 2021 DV