Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2021, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2021, Blaðsíða 34
Stærstu hneyksli konungs fjölskyldunnar Það er erfitt fyrir meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar að hnerra vitlaust án þess að það komi fram í fjölmiðlum, svo mikil er athyglin á þeim. Þegar upp koma hneyksli innan konungsfjölskyldunnar er púðrið ekki sparað og má sjá fréttir af nýjasta skandalnum á forsíðum bresku pressunnar. 34 FÓKUS 2002 HARRY BRETAPRINS Í MEÐFERÐ Þegar Harry Bretaprins var sautján ára viðurkenndi hann fyrir föður sínum að hann hefði prófað kannabis. Prinsinn eyddi einum degi á meðferðarstofnun í London. Í yfirlýsingu frá konungs­ fjölskyldunni kom fram að Harry hefði samþykkt að heimsækja meðferðarstofnunina „til að læra um mögulegar afleiðingar þess að byrja að nota kannabis“. 2005 NASISTABÚNINGUR Það er erfitt að gleyma einum stærsta skandal konungsfjöl­ skyldunnar, þegar Harry Breta­ prins fór í búningapartí klæddur sem nasisti. Breska blaðið The Sun birti mynd af Harry á for­ síðunni. Harry var tvítugur og gaf fljótlega út yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar á gjörðum sínum. 2019 PERSÓNULEGT BRÉF Thomas Markle opinberaði per­ sónulegt bréf sem Meghan sendi honum eftir brúðkaupið. Hann sendi það til bresku pressunnar sem birti hluta úr bréfinu. Megh­ an stendur nú í málaferlum við Associated Newspapers, eiganda miðlanna Mail on Sunday og Mail­ Online vegna bréfsins og segist Thomas vera tilbúinn að bera vitni gegn dóttur sinni. 2012 NAKINN Í PARTÍI Harry Bretaprins virðist koma oft við sögu þegar litið eru yfir hneyksli síðustu áratuga. Árið 2012 náðust myndir af honum nöktum í partíi. Hann var þá 27 ára í fríi í Bandaríkj­ unum og birti The Sun myndirnar á forsíðu. Harry hafði fækkað fötum í einhvers konar strippútgáfu af billjarðsleik. Samkvæmt heimildarmanni The Sun hafi öryggisteymi Harry verið með­ vitað um að fólk væri að taka myndir. „Enginn bað okkur um að afhenda síma eða sagði eitthvað við okkur þegar við mættum. Það var augljóst að fólk var að taka myndir,“ sagði heimildarmaðurinn. Harry baðst afsökunar á atvikinu. „Þegar allt kemur til alls þá hef ég líklega brugðist sjálfum mér. Ég hef brugðist fjölskyldu minni og ég hef brugðist öðrum. Þetta var líklega klassískt dæmi þess að ég hagi mér aðeins of mikið sem hermaður, en ekki nægilega mikið eins og prins,“ sagði Harry í kjölfarið. Á þessum tíma gegndi hann her­ skyldu og náðist téð mynd af honum skömmu áður en hann hélt með her­ deild sinni til Afganistan. 2019 ANDREW SEGIR AF SÉR Andrew Bretaprins dró sig í hlé frá konunglegum skyldum sínum í nóv­ ember 2019. Hann sendi frá sér yfir­ lýsingu þar sem hann kvaðst hafa fengið leyfi frá Elísabetu Bretlands­ drottningu til að draga sig í hlé frá öllum konunglegum skyldustörfum til frambúðar. Ástæðan fyrir því var aukin gagn­ rýni á vináttu hans við auðkýfinginn og barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Nokkrum dögum áður en Andrew sagði af sér kom hann fram í við­ tali þar sem hann tjáði sig um kynni sín af Jeffrey og ásakanir á hendur honum um að hann hafi haft mök við ungar stúlkur sem Jeffrey Epstein gerði út í vændi. Það er óhætt að segja að viðtalið hafi valdið talsverðu fjaðrafoki og kom Andrew einstaklega illa út úr því. Sumir líktu viðtalinu við kjarn­ orkusprengingu. 2012 KATE MIDDLETON Í SÓLBAÐI Á sama tíma og nektarmyndir af Harry Bretaprins voru að gera allt vitlaust voru Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton í fríi. Óprúttnir ljósmyndarar tóku myndir af Kate, án hennar vitneskju, þar sem hún var ber að ofan í sólbaði. Hertoga­ hjónin kærðu franska fjölmiðilinn Closer sem birti myndirnar og unnu málið. Closer var gert að borga hjónunum fimmtán milljónir króna. 2020 MEGXIT Það má auðvitað ekki gleyma Megxit sem tröllreið fjölmiðlum allt síðasta ár. Brottför Harrys og Meghan úr konungsfjölskyldunni fékk nafnið Megxit í breskum fjölmiðlum, frekar lýsandi fyrir hegðun og viðhorf bresku press­ unnar til Meghan. Harry og Meg­ han sögðust vilja eiga meira einkalíf og þess vegna hefðu þau tekið þessa ákvörðun. En hvort það hefur gengið eftir er erfitt að meta. Þau voru stöðugt á milli tannanna á fólki allt árið og vildi stór hluti Breta að hjónin yrðu svipt titlunum hertogi og hertoga­ ynja af Sussex. 2018 EIN UPP AÐ ALTARINU Meghan Markle gekk ein upp að altarinu í maí 2018. Faðir hennar, Thomas Markle, mætti ekki og töldu margir heilsuleysi hans vera ástæðuna. En það kom í ljós að samband þeirra feðgina væri afar stirt og talaði Thomas gegn dóttur sinni í nokkur skipti í viðtölum við bresk dagblöð. Það vakti gríðar­ lega athygli þegar paparazzi­ myndir af Thomasi undirbúa sig undir brúðkaupið reyndust vera falsaðar. Hann hafði sjálfur hringt í ljósmyndarana og sett myndirnar á svið. MYND/GETTY MYND/GETTY MYND/GETTY MYND/BBC MYND/THE SUN 8. JANÚAR 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.