Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.07.1986, Qupperneq 4

Bæjarins besta - 01.07.1986, Qupperneq 4
4 BÆfARINS BESTA Umferðardagur - ökuleikni Umferðardagur Bindindisfélags ökumanna er árlegur viðburður. Á sunnudaginn kemur stendur ísafjarðardeild félagsins fyrir keppni á þríhjólum og kassa- bílaralli fyrir yngstu ökumennina, en fyrir þá eldri er keppni á reiðhjólum, vélhjólum og bílum. Á bílum er um að ræða lands- keppni undir nafninu Ökuleikni ’86 og reiðhjólakeppnin er líka landskeppni. ísafjarðardeild B.F.Ö. mun bjóða ýmsum aðilum í bænum, svo sem bæjarstjórn og yfir- mönnum löggæslu og heilsu- gæslu til þátttöku, annað hvort í hjólreiðakeppninni eða ökuleikn- inni, nú eða báðum, og verður þar um forkeppni að ræða. Undanfarin ár hafa ísfirðingar verið afar sigursælir í akstri, bæði á innlendum og erlendum vett- vangi. Keppt er í riðlum karla og kvenna. Reynir Ingason annast undirbúninginn og skráir þátt- takendur með góðum fyrirvara. Tilboð opnuð Tilboð í frágang neðri hæðar Menntaskólans voru opnuð í Reykjavík á fimmtudaginn var. Hér er um að ræða frágang á 5-6 kennslustofum, einu kennara- herbergi og snyrtingu. Tvö tilboð bárust. Hið lægra var frá Jóni Friðgeir Einarssyni upp á kr. 3.501 þús. en hitt frá ísverki upp á kr. 3.627 þús. Kostnaðaráætlun nam kr. 3.840 þús. að núvirði. Verkinu á að Ijúka fyrir 1. október. Líklegt má telja að Jón Friðgeir fái verkið, enda er hann gamal- kunnugur í byggingu Mennta- skólans. Iðnskólinn gengur í Menntaskólann Nýlega var gerður samningur milli Menntaskólans á ísafirði og ísafjarðarkaupstaðar fyrir hönd Iðnskólans, þess efnis að Iðn- skólinn fái þegar í haust afnot af húsnæðinu sem gengið verður frá í sumar á neðri hæð Menntaskólans. Reyndar munu upphaflegar hugmyndir ekki standast, því að húsnæðið verður ekki tilbúið fyrr en kennslutími er hafinn. Ástæðan er mikill dráttur á ísfirðingar — nágrannar! Hótel Bjarkalundur er tilvalinn áningar- og gististaður á leið suður eða að sunnan. Sparið bensínið og akið stystu leið suður. Vinsamlegast pantið gistingu með fyrirvara. Tjaldstæði — Veiðileyfi — Bátaleiga — Verið velkomin HÓTEL BJARKALUNDUR Sími 93-4762 útboðinu, sem verður að skrifast á reikning Innkaupastofnunar ríkisins. Ekki er nýtt að fjárhundar ríkisins vilji helst koma öllum út- gjöldum á seinni hluta ársins, en nú mun staða rikissjóðs vera óvenju hrikaleg. Ekki verður heldur sagt að full- trúar Menntamálaráðuneytis og ísafjarðarkaupstaðar hafi svitnað af kappsemi við samnings- gerðina. Aldarafmæli í þessu blaði gerum við aldar- afmæli Landsbankans góð skil. Nú bíður Högni með óþreyju eftir að fá samskonar umfjöllun í BB á hundrað ára afmæli Útvegs- bankans. Það verður árið tvö þúsund og þrjátíu. Sjóís Sjóstangaveiðifélag ísfirðinga var stofnað í fyrravor. Nú á föstudag og laugardag stendur það fyrir miklu veiðimóti, þar sem jafnframt er keppt um íslands- meistaratitilinn. Þátttakendur verða væntanlega milli 50 og 60 og keppa í fjögurra manna sveitum. Hingað koma sveitir frá Vestmannaeyjum, Reykjavík og Akureyri. Ein bresk sveit er væntanleg og líklega kemur ein af Keflavíkurvelli. Auk þess er von á sænskum blaðamanni til að fylgjast með mótinu. Ekið verður frá ísafirði til Bolungarvíkur árla morguns báða dagana og lagt frá bryggju um kl. 7. Líklega verður helst veitt undir Stigahlíð og út af Ritnum og Aðalvíkinni. Aftur verður komið að landi kl. 3-4 síðdegis. Helstu veiðidýrin eru þorskur, ýsa, lúða, lýsa og steinbítur. íslandsmeistarinn verður krýndur á laugardagskvöld. Eins og áður sagði er Sjó- stangaveiðifélag ísafjarðar (SJOÍS) ungt félag, aðeins rúm- lega ársgamalt. Formaður þess er Ingimar Halldórsson, ritari er Úlfar Ágústsson og gjaldkeri Kolbrún Halldórsdóttir. Einnig er félag í Vestmanna- eyjum og á Akureyri hefur sjó- stangaveiðifélag starfað í tvo áratugi. Á vertíð íslenskra sjóstanga- veiðimanna eru haldin þrjú mót. í byrjun september ár hvert er mót á Akureyri, Hvítasunnumót er haldið í Vestmannaeyjum og lokamótið er haldið hér fyrstu helgina í júlí. Stöðugleiki í M.í. Nú er kennaralið M.í. stöðugra og betra ástand í ráðninga- málum en menn eiga að venjast. Allir fastir kennarar skólans, tíu talsins, munu verða áfram. Enn vantar þó í hálfa stöðu dönsku- kennara og eina stöðu stærð- fræðikennara. Væntanlega verður leyst úr því með stunda- kennslu í dönskuunni og með yfirvinnu fastra kennara og stundakennslu í stærðfræðinni. H-PRENTSF. Öll almenn prentun Sími4560 VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN HF. AÐALSTRÆTI 24, 400 ISAFIRÐI Útboð Hraðfrystihúsið Norðurtangi hf. óskar eftir til- boðum í að mala að utan nýbyggingu sína við Sundahöfn á ísafirði. Verkið felst í málun allra veggflata og glugga. Útboðsgögn verða afhent hjá V.S.T. hf., Aðal- stræti 24, 400 ísafirði, frá og með 1. júlí 1986, gegn 1.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 11. júlí 1986 kl. 11. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN HF. AÐALSTRÆTI 24, 400 ÍSAFIRÐI

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.