Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.07.1986, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 01.07.1986, Blaðsíða 7
EÆIARiNS BESTA 7 Glæsilegur árangur keppenda í sundi (og foreldranna líka) Um helgina fór fram á ísafirði Meistaramót Vestfjarða í sundi. Þrjú félög tóku þátt í því og urðu heildarúrslit þessi: Sunddeild Vestra 485 stig. Umf. Bolungarvíkur 167 stig. Umf. Grettir Flateyri 66 stig. Stigahæstu einstaklingarnir urðu þessir: í karlaflokki Ingólfur Arnarson Vestra með 730 stig fyrir 100 m skriðsund á 54.8 sek. Það er Vestfjarðamet karla og pilta. í kvennaflokki Helga Sig- urðardóttir Vestra með 773 stig fyrir 100 m skriðsund á 59.7 sek. Þetta er annað skipti sem íslensk kona nær betri tíma en einni mínútu. Tíminn er að sjálfsögðu Vestfjarðamet kvenna og stúlkna. í flokki sveina Hlynur Tryggvi Magnússon Vestra með 336 stig fyrir 50 m skriðsund á 32.4 sek. í flokki meyja Halldóra Svein- björnsdóttir UMFB með 435 stig fyrir 50 m skriðsund á 33.8 sek. Ólafur Þór Gunnlaugsson þjálfari Vestra sagði að fram- kvæmd mótsins hefði verið til mikillar fyrirmyndar, en hún var í höndum foreldra keppendanna i Vestra. Hann sagði að annars staðar væri jafnan basl að ná saman fólki til að vinna við mót, tímavörðum og dómurum, en hér gegnir öðru máli. Þetta starf foreldranna er mjög ánægjulegt. Áhugi þeirra og stuðningur á vafalaust mikinn þátt í glæsilegum árangri keppendanna. „Gömlu mennirnir“ í B.í. velgja þeim yngri undir uggum í 4. deiidinni Badmintonfélag ísafjarðar starfar vissulega í samræmi við nafnið, en í sumar á það sér einnig aðra tilveru. Undir nafni B.í. keppir eitt af fótbolta- liðunum í Vestfjarðariðli 4. deildar. Þarna eru á ferðinni menn, sem eru að réttu lagi hættir keppni. Þar á meðal eru ýmsir gamlir leikmenn f.B.Í. Þessir menn hafa í mörg ár verið að leika sér að sparka, hafa alltaf æft og leikið æfingaleiki.-Nú tóku þeir sig saman og mynduðu lið til að stuðla að því að hgegt yrði að vera með sérstakan riðil í 4. deildinni á Vestfjörðum, en ákveðinn lágmarksfjölda þarf til þess. Eitthvað varð þetta lið svo að heita í bókum Í.S.Í., svo að nafn B.í. var fengið til afnota. Það er ekki óeðlilegt, því að margir liðsmenn eru virkir badminton- menn. Af leikmönnum B.í. í fótbolta má nefna Pétur Guðmundsson markvörð, sem sagður er geta leikið allar greinar íþrótta, Sigga í Blómabúðinni, Óla Reyni Ingi-• marsson, Tryggva Sigtryggsson, Jakob Ólason, Arnór Jónatans- son og Jóhann Torfason, sem reyndar hefur ekki getað leikið nema einn leik í sumar. Liðs- menn vonast til að Björn Helga- son sem raunar er formaður B.í. nái sér fljótt og vel af bak- meiðslum, því að hann á öruggt sæti í liðinu þegar hann er heill heilsu. Líklega er varla eins mikil alvara á bak við þátttöku B.í. og annarra liða. Þannig er enginn sérstakur þjálfari og búningamál eru ekki í föstum skorðum. Sumir halda því að þátttaka B.í. í 4. deildinni sé hálfgert grín, en óhætt er að segja að það var ekkert grín fyrir Höfrung á Þing- eyri og Stefni á Súgandafirði að fá B.í. á móti sér. Gömlu mennirnir lögðu bæði þessi lið að velli, 3-0 og 2-0. Auk þess tapaði B.í. fyrir Reyni í Hnífsdal 0-1, en fyrir Bolvíkingum (U.M.F.B.) tapaði liðið ansi stórt, 2-8. En þegar á heildina er litið hefur fótboltalið B.í. staðið sig með sóma, hvernig sem á það er litið. (Byggt á spjalli við Jakob Ólason í Frábæ). Fyrsti sigur Í.B.Í. - og síðan tap í síðustu viku fékk annarrar deildar lið Í.B.Í tvær heimsóknir. Á þriðjudag kom Völsungur frá Húsavík og loksins vann lið Í.B.Í. sanngjarnan . sigur - fyrsta sigur sinn í sumar (2-0). Guðmundur Gíslason skoraði bæði mörkin. Á sunnudag kom lið Selfoss. Þá gekk ekki eins vel því að gestirnir unnu 3-1. í fyrri hálfleik var einstefna að marki Í.B.Í. og Guðmundur Gíslason skoraði Jón G. Bergs öll mörk Selfyssinga. Seinni hálfleikur var miklu skárri hjá ísfirðingum. Þeir sóttu öllu meira en gestirnir, sem áttu þó hættulegar skyndisóknir á milli. Eina mark hálfleiksins skoraði Guðmundur Jóhanns- son. Nýr hópur í Öldungadeild Nýr hópur mun hefja nám í Öld- ungadeild M.í. í haust. Nærri þrjátíu hafa þegar látið skrá sig og enn er pláss. Hins vegar eru umsóknir um vist í 1. bekk dagskólans óvenju- fáar eða ekki nema um 40. Við því var þó búist, því að 9. bekkur var sérlega fámennur. Bankastarfsmaður óskar eftir að taka 2-3 herbergja íbúð á leigu sem allra fyrst. Upplýsingar í síma 4175. Til sölu er Datsun Cherry árgerð 1983. Skipti á ódýrari bíl koma til greina. Upplýsingar í síma 3642 eftir kl. 6. Seglbretti Til sölu sem nýtt Hi-Fly seglbretti. Upplýsingar gefur Grétar Þór í síma 6121. Húsnæði óskast Húsnæði óskast til leigu á ísafirði eða I Bolungarvík. Upplýsingar í síma 99-3496. Húsnæði óskast 3-5 hjerbergja íbúð óskast á leigu frá ágúst/september n.k. I 12-18 mán. Fyrirframgreiðsla. Upplýsingar í síma 4554. Heimabingó Jæja bingóspilarar! Þegar þetta birtist hlýtur einhver að vera kominn með BINGÓ. fyrir þá sem hafa misst einhverjar tölur úr eða ekki getað fylgst með, þá ætlum við nú að birta allar tölur sem dregnar hafa verið út frá upphafi. Dragið nú fram spjöldin ykkar og farið yfir. Tilkynnið BINGÓ í sima 3650. I-23 G-53 0-72 B- 4 1-17 G-49 N-40 N-41 G-54 0-71 G-46 0-66 B-13 0-75 0-61 1-18 N-36 N-44 B-15 N-35 B- 8 N-43 N-32 I-24 1-19 0-74 N-37 G-48 I-29 B- 2 N-33 I-28 0-68 0-63 0-70 N-31 B- 9 B-14 B-10 I-20 N-39 I-25 0-67 I-30 G-60 B- 1 G-47 G-55 G-51 N-45 0-69 G-56 B- 6 B- 5 0-73 0-65 B-11 G-50 I-26 N-38 Óska eftir góðum, öruggum starfsmanni á útkeyrslubíl. Upplýsingar í síma 7148 Vöruflutningar Ármanns Leifssonar Bolungarvik. Tapast hefur hvítt seðlaveski á leiðinni Brúarnesti - Holtahverfi. Upplýsingar I síma 3552 Fundarlaun Hermann Leiguskipti. 3 herb. íbúð í Reykjavík óskast I skiptum fyrir 3 herb. íbúð á ísafirði. Upplýsingar í síma 4040. Smáauglýsirig í BB er góð auglýsing. Smáauglýsing í BB kostar ekkert.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.