Bæjarins besta - 01.07.1986, Síða 13
R-EIARINS BESTA
13
BB fer um borð í
sovéskt farþegaskip
Sovéska skemmtiferðaskipið
Aserbajdsjan frá Odessa kom til
ísafjarðar á miðvikudaginn var og
lagðist við akkeri nokkuð langt úti.
Skipið kom hingað frá Reykjavík
og síðan var ferðinni heitið til
Akureyrar og Húsavíkur.
Tíðindamenn BB fóru út í skipiö,
skoðuðu það og ræddu við fólk.
Vestur-þýska ferðaskrifstofan
Touropa hefur skipið á leigu og far-
þegarnir eru Þjóðverjar. Ahöfnin er
aftur á móti sovésk. Um borð hittum
við ekki aðeins Úkraínumenn, heldur
einnig Rússa, Hvítrússa, Grúsíu-
menn og fólk víðar úr Sovétríkjunum.
Um 260 farþegar voru um borð.
Áttatíu þeirra voru á vegum útgáfu-
fyrirtækisins Jaumann, sem m.a.
gefur út lítil héraðsblöð, eins konar
BB og Vestfirska í Suður-Þýskalandi.
Sumir voru starfsmenn forlagsins, en
flestir voru úr hópi lesenda. M.a.
hittum við að máli Hans Peter
Brombacher frá Jaumann-forlaginu,
Helmut Schröder lesanda og eftir-
launamann og Hans Thome frá
Stuttgart. Það sem þeim var efst í
huga var nekt og hrjúfleiki hins
skóglausa Islands og dýrtíðin hér á
landi. Auðvitað þekktu þeir Ásgeir
Sigurvinsson og höfðu orð á því.
u \
Hans Peter Brombacher
Aserbajdsjan frá Odessa
Um borð í Aserbajdsjan kemur út
vikublað á þýsku fyrir farþegana.
Aðalfréttin á forsíðunni var af merkri
ræðu Gorbatsjofs um efnahagsþróun
í Sovétríkjunum á fundi miðstjórnar
sovéska kommúnistaflokksins. Ef
pláss leyfir vonumst við til að geta birt
ræðuna í heild í næsta BB.
Skipið kemur til íslands á vegum
ferðaskrifstofunnar Atlantik. Með í
ferðinni hér var íslenskur leið-
sögumaður, indæl kona sem heitir
Kristbjörg. Á ísafirði var samvinna
um móttöku skipsins á milli Hans
Haraldssonar, umboðsmanns Atlan-
tik, og Ferðaskrifstofu Vestfjarða.
Sverrir Hestnes sagði að slíkar
heimsóknir útlendra farþegaskipa til
Isafjarðar væru frá einni og upp í
þrjár fjórar á sumri. I flestum tilvikum
væri sáralítið samráð eða samband
haft við heimamenn, þótt í þetta skiþti
hefði það verið í góðu lagi. Farið var
með hluta farþeganna i skoðunarferð
um bæinn og til Súðavíkur. Sitthvað
sem okkur þykir hversdagslegt og við
sjáum tæpast, er framandi og merki-
legt í augum útlendra ferðamanna.
Að sögn Sverris er mikilsvert að
komast inn í prógrammið hjá þeim
Kristbjörg fararstjóri hjá
Atlantic
sem skipuleggja ferðir skemmti-
ferðaskipa til Islands.
Öðrum útlendum ferðamönnum
sem koma til ísafjarðar hefur fjölgað
mikið undanfarin ár. Einkum eru þar
á ferðinni Þjóðverjar, Svisslendingar,
Bretar og Bandaríkjamenn.
z
rtaðiir 1. •rj^tn ^ .
' * * Fr«tW* fylU^í
M 20. Ji»- ( banka*-
' - rÆtP ’•
1886.
í júní 1886.
Hvað finnst þér best að fá að
borða?
Þórólfur Ingólfsson:
Mér þykir nú allt svo gott. Ættum
við samt.ekki að skella okkur á
góða nautasteik með öllu til-
hevrandi?
Guðmundur Þórarinsson:
Kjöt og fiskur, bæði saltkjöt og
nætursaltaður fiskur. Annars þykir
mér allur matur góður.
Arnaldur Sævarsson:
Pulsur með öllu. Og svo hangikjöt
og saltkjöt.
Bjarnþór Gunnarsson:
Hákarl og brennivín.