Bæjarins besta


Bæjarins besta - 30.09.1986, Page 4

Bæjarins besta - 30.09.1986, Page 4
4 BÆIARINS BESTA Hákur.... (VI Guðmundur H. Ingólfsson beðinn afsökunar Eru framámenn almenningseign? Það sem Hákur skrifar, skiptir minnstu máli í umræðunni. Eftir stendur það, að menn verða metnir af verkum sínum eins og þau birtast almenningi. Almenn- ingur er oft óvæginn dómari. Því verður seint breytt. Almenningur ætlar sér það vitandi eða óaf- vitandi að fá að ræða um þá menn sem standa í sviðljósinu. Flestir slíkra taka því með þögn- inni og sætta sig við þau óþægindi sem fylgja. Það mundi æra óstöðugan að hrökkva stöðugt við þegar nafn hans berst í tal. Menn með margra ára eða jafnvel áratuga reynslu af stjórnmálum gera sér flestir grein fyrir þessari staðreynd. Lesendur geta rétt ímyndað sér hvernig Steingrímur Hermannsson, Al- bert Guðmundsson eða Guð- mundur J. Guðmundsson gerðu eitthvað annað en það eitt, að lesa eða hlusta á umsagnir um sig, ef þeir hrykkju við í hvert skipti, er nöfn þeirra heyrðust nefnd. Þessir þrautreyndu menn virðast oftast láta slíkt sem vind um eyru þjóta. Hinu er ekki að neita, að stundum hljóta þeir og aðrir að hrökkva við. Þessir um- töluðu menn, svo ekki séu fleiri dæmi tekin, hafa gert sér grein fyrir því, að þeir eru almennings- eign í vissum skilningi. Þeir virðast hafa tekið þann kostinn að haga sér í samræmi við það. Menn sem telja sig hafa hæfi- leika og getu til þess að vera í forsvari eru margir. Sumir hafa hvorutveggja í raun. Því fylgir böggull skammrifi. Þeir verða að sætta sig við umtalið, nánast möglunarlaust. Þeir verða að sætta sig við þetta undarlega eignarhald almennings. Það er fólgið í ýmsu. Hinn almenni LANGLOKUR BLÖÐ OG TÍMARIT PÍTUR OG KORNSTANGIR TVISVAR TIL ÞRISVAR í VIKU GOSlsf Mánagötu 2, sími 4275 Hákur hefur oft skrifað bæði um menn og málefni. Dómar Háks um menn eru fátíðir og afar var- færnislegir. Hitt er svo annað mál, að stundum hefur ýmislegt verið haft eftir. Þá hefur ekki verið hirt um að geta heimilda. Oftar en ekki hefur verið tekið upp það, sem Gróa á Leiti hefur sagt. Götuhornatal tíðkast um of í þéttbýli við Djúp. Nú hefur svo slysalega tekist til, að vel kynntur maður hér vestra telur að sér vegið. Guðmundur H. Ingólfs- son, Holti, Hnífsdal, er beðinn afsökunar. Það kann að reynast varhugavert að færa í letur orð- róm eins og þann, sem gerður var að umtalsefni í síðasta tölu- blaði. Svo reyndist í umrætt sinn. Hins vegar skal því ekki neitað, að í máli þeirra sem færðu Háki þessa sögusögn gætti aðdáunar. Háki þótti hugmyndin góð. Það var ekki tilgangurinn að gera lítið úr Guðmundi H. Ingólfssyni. Það væri fáránlegt. Maðurinn hefur hlotið víðtækari kynningu á undanförnum áratugum en svo, að það hvarfli að nokkrum skyn- sömum manni að hafa uppí til- burði í þá áttina, hvað þá meira. Eftir stendur þá það, að Guðmundur telur að þau orð, sem viðhöfð voru og tengdust nafni hans, séu óviðeigandi. Þess vegna er rétt að biðja einnig hina þrjá, sem nefndir voru, afsökunar á því, að þeir skuli tengjast umræðunni með þess- um hætti. borgari telur sig eiga, með réttu eða röngu, aðgang að forystu- mönnum sínum. í þeim rétti, ef rétt má kalla, telja margir að óvægin gagnrýni kunni að vera fólgin. Ýmsir framámenn hafa ótrúlega mikið um hagi samborgara sinna að segja. Þeir ráða jafnvel með ýmsum hætti örlögum fólks. Stjórnmálamenn hafa langoftast hlotið traust sam- borgara sinna til stjórnmálastarfa í almennum kosningum. Þannig eru þeir með vissum hætti orðnir almenningseign. Við því er ekkert annað að gera en horfast í augu við raunveruleikann og sætta sig við staðreyndir. Staðreyndin virðist sú, að framámenn, ekki síst stjórnmála- menn, teljist vera almennings- eign. Því verða menn að sæta hvort sem þeim líkar betur eða verr. Aftur að upphafinu Svo vikið sé að því, sem gaf tilefni til þessarar efnisumfjöllun- ar, þá er það ekki og hefur aldrei verið tilgangur þessara skrifa, að gera hlut nokkurs manns minni en hann er í raun. Nær væri að segja hið gagnstæða. Fólk sem tekur þátt í opinberri baráttu fyrir frama sínum verður sjálft að hefja hlut sinn á loft. En því má ekki gleyma að við þær aðstæður, sem ríkja þegar efnt er til prófkjörs í jafnstórum flokki og Sjálfstæðisflokknum, er allt skoðað í smásjá, sem varðar einstaka frambjóðendur. Þetta veit fólk sem lagt hefur fyrir sig félagsmálastörf. Þegar fólk veit að menn sækjast eftir fjárforræði í al- menningsþágu vill það vita margt. Það hugsar margt og segir ýmislegt, sem betur mætti kyrrt liggja. Ekki síst ef það á völina. Fjárforræði bar einnig á góma í tengslum við bæjarsjóð ísafjarð- ar í síðasta tölublaði. Hákur vonar svo sannarlega að enginn hafi farið meiddur út úr þeirri umfjöllun. SAMLOKUR (heitar og kaldar) PIZZUR ÍS GOS SÆLGÆTI SNAKK KEX KONFEKT í POKUM PYLSUR HAMBORGARAR Fyrírtækjaþjónustan Rekslrarráðgjöf—Bókhaldsstofa — Framlalsaðstoð Ragnar Haraldsson Posthólf 210 415 Bolungarvík Sími 7570

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.