Bæjarins besta - 30.09.1986, Page 7
RÆIARINS BESTA
7
Keðjuhús á
Stakkanesi
Guðjón Harðarson og Jón Gíslason við nýju húsin á reisugildisdaginn.
Um daginn var reisugildi inni á
Stakkanesi, þar sem Guð-
mundur Þórðarson bygginga-
meistari er að byggja raðhús,
eða öiiu heldur keðjuhús.
Flaggað var á þremur húsum
að þessu sinni. Þau heita
Stakkanes 8, 10 og 12, og eru
þegar seld. Að auki hefur Guð-
mundur undirbúið grunna fyrir
næstu þrjú hús, sem verða nr. 2,
4 og 6.
Keðjuhús þessi eru einkum
merkilegt að því leyti, að þar erallt
rými nýtt svo sem framast er
kostur. Og það eru fleiri en Elías
og Ásthildur Þórðar sem vilja
lengja sumarið og hafa garðinn í
húsinu hjá sér. Húsunum hans
Guðmundar fylgja garðstofur,
þar sem sumarið ríkir tólf mánuði
á ári.
Guðmundur Þórðarson hefur
byggt mikið á ísafirði, nú síðast
Aðalstræti 20, þar sem svalirnar
frægu voru sagaðar af. Ýmislegt
annað basl var í kerfinu út af því
húsi.
Þeir Guðjón Harðarson og Jón
Gíslason hafa unnið mest við
nýju húsin á Stakkanesinu, en
þeim til aðstoðar var Óskar
Ármannsson háskólanemi. Verk-
ið hafur gengið mjög vel, að sögn
Guðmundar Þórðarsonar, og
þakkaði hann það fyrst og fremst
þessum úrvalsmönnum sem hjá
honum vinna.
Um dreifingu BÐ
Það kemur sjaldan fyrir, sem
betur fer, að verulegur mis-
brestur verði á dreifingu blaðsins
okkar. En ef þið þurfið að koma
einhverju á framfæri varðandi út-
burðinn, þá er einfaldast og
árangursríkast að ræða milliliða-
laust við þá sem sjá um hann.
En að öðru leiti minnum við á
símann okkar 4560. Þess vegna
birtum við hér skrá um þá, sem
annast dreifingu í einstök hverfi.
Sigríður Gunnarsdóttir, Kjarr-
holti 3, sími 4213: Holtahverfi
efra; Stórholt, Sunnuholt, Móholt,
Lyngholt, Kjarrholt.
Eyþór Valgeirsson, Sunnuholti
4, sími 3421: Holtahverfi neðra;
Árholt, Brautarholt, Fagraholt,
Góuholt, Hafraholt.
Bjarni Heimisson, Árvöllum 5,
sími 3918:Hnífsdalur
Bertha Sigmundsdóttir, Stakka-
nesi 18, sími 4113: Aðalstræti,
Hafnarstræti, Grundargata,
Skólagata, Norðun/egur, Pól-
gata, Mjallargata, Mánagata.
Jens Andri Fylkisson, Fjarðar-
stræti 15, sími 3745: Fjarðar-
stræti, Mjógata, Austurvegur,
Sundstræti.
Halldóra Ó. Brynjólfsdóttir,
Miðtúni 37, sími 3813: Miðtún,
Sætún, Seljalandsvegur frá
Engjavegi.
Ragnheiður Grétarsdóttir, Urð-
arvegi 49, sími 4244: Túngata,
Krókur, Eyrargata, Sólgata,
Hrannargata.
Sigríður Erlendsdóttir, Urðar-
vegi 49, sími 4191: Hlíðarvegur,
Hjallavegur
Heiðrún Tryggvadóttir, Urðar-
vegi 21, sími 3981: Urðarvegur,
Engjavegur, Dvalarheimilið Hlíf.
Kristjana Magnúsdóttir, Sund-
stræti 15, sími 3658: Silfurgata,
Tangagata, Skipagata, Brunn-
gata, Þvergata.
Alfhildur Jónsdóttir, Vitastíg
15, sími 7336: Bolungarvík.
^ Kaupfélag ísfirðinga
Nýkomið!
SPAR-vörur á góðu verði
Hille-kremkex, 3 teg. 46.90
Kike sjampó
Kike hárnæring
Borðklútar
Gólfklútar
Viskustykki
Eldhúsrúllur
72.40
124.00
31.00
31.00
39.70
125.00
Vorum að taka upp gömul
kerti á góðu verði!
Spáðu í verðið og kertin -
þau eru eitt af því fáa sem
verður betra með aldrinum.
VERIÐ VELKOMIN!
KAUPFELAGISFIRÐINGA