Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2020, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 29.07.2020, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 29. jÚLÍ 202022 Þegar ég verð stór ætla ég...? Spurning vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Nökkvi Leó Guðmundsson „Að vera fótboltastrákur.“ Stefanía Hrönn Sigurðardóttir „Að vera bakari.“ Sigurgeir Erlendsson „Að vera atvinnumaður í fót- bolta.“ Sigurþór Kristjánsson „Að vera stærri.“ Örn Einarsson „Að vera flugverkfræðingur.“ Lið Skallagríms og Ísbjarnarins skildu jöfn þegar þau mættust í sjö- undu umferð fjórðu deildar karla á Skallagrímsvelli síðastliðið þriðju- dagskvöld. Í umferðinni á undan tapaði Skallagrímur gegn Hamars- mönnum en Ísbjörninn gerði jafnt- efli við KFB. Leikurinn var jafn allan tím- ann og mikið boltahnoð einkenndi leikinn. Liðin skiptust á að senda knöttinn sín á milli en hvorugt náði að sækja af einhverri alvöru. Furðu- legt atvik átti sér stað á 40. mínútu. Þá fékk Vladimir Panic, leikmaður Ísbjarnarins, gult spjald fyrir brot. Flóð af tuði frá gestunum rigndi yfir dómarann sem endaði með rauðu spjaldi á samherja Vladim- ir, David jean Ibarra, sem þurfti að víkja af velli. Leikur hófst loks að nýju, Ísbjörninn einum manni færri, en eitthvað hafa Borgnesing- ar ekki verið búnir að stilla sig aftur inn í leikinn því einni mínútu síðar skoraði Orats Reta Garcia og kom gestunum yfir. Héldu þeir foryst- unni þegar flautað var til leikhlés. Liðin héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik. Sendu boltann mik- ið á milli sín án þess að ógna marki andstæðingsins að ráði. Þegar líða tók á leikinn fóru heimamenn að pressa og sækja meira á gestina. Stundarfjórðungur var til leiksloka þegar Sigurjón Ari Guðmunds- son skoraði með föstum skalla sem söng í neti gestanna. Skallagríms- menn fengu svo dauðafæri rétt undir lokin en spyrnan fór langt framhjá rammanum. Lokaniður- staðan 1-1 og liðin með sitthvort stigið í vasanum. Nú þegar sjö umferðir eru búnar í C riðli fjórðu deildar eru Skalla- grímsmenn í þriðja sæti með 13 stig og Ísbjörninn rétt á eftir í fjórða sæti með 12 stig. Næsti leikur Skallagríms verður úti gegn Samherjum í kvöld, mið- vikudaginn 29. júlí kl. 19:00. glh Listahátíðin Plan-B í Borgarnesi hefur verið haldin árlega í Borg- arnesi frá árinu 2015. Hátíðin í ár fagnar því fimm ára afmæli en hún fer fram dagana 6.-9. ágúst nk. Listafólkið er þegar farið að tín- ast inn í bæinn til að undirbúa og setja upp verkin, tengjast í samtali og upplifa umhverfið. Plan-B var stofnuð af skapandi grasrót Borgnesinga vegna eftir- spurnar eftir meiri fjölbreytni í listaflórunni. Hátíðin stækkar og dafnar með hverju árinu og í hvert skipti sem hún er haldin flykk- ist að upprennandi listafólk ásamt þeim reyndari í Borgarnes og sýð- ur saman bræðing af innsetningum, gjörningum og hljóðverkum, ásamt hefðbundnari miðlum. „Það er eitt- hvað fyrir alla og engin ástæða til þess að láta hátíðina framhjá sér fara af feimni. Það eru fjölbreytt verk í gangi og fegurðin við nú- tímalistina er sú að það þarf ekki að skilja allt. Það er líka gott að finna, skynja og upplifa. Listin er svo fal- leg á þann hátt að hið talaða og rit- aða mál er ekki endilega nauðsyn- legt til að skilja nokkurn skapaðan hlut. Listin er tungumál út af fyrir sig og hverjum og einum er algjör- lega frjálst að upplifa hana á eigin forsendum,“ segir Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir, einn af skipuleggj- endum hátíðarinnar, í samtali við Skessuhorn. Sjálfboðavinna Á bakvið listahátíð eins og Plan-B er mikil vinna og undirbúningur. Þessi vinna hefur einkennst af mik- illi savinnu, samhug og sjálfboða- vinnu. „Við erum mjög þakklát fyrir stuðning og velvild sem nær- samfélagið hefur sýnt og eru aðil- ar eins og Landnámssetrið, Olgeir Helgi í Fjölritunar- og útgáfuþjón- ustunni, Hótel B59, Arion banki, Bónus, ábúendur í Einarsnesi og Martin Miller’s Gin ómetanlegur stuðningur, svo fáeinir séu nefnd- ir. Allir þessir aðilar eru svo verð- mætir fyrir menningarstarfsemi eins Plan-B, en án þeirra væri róð- urinn mun erfiðari,“ segir Guð- laug þakklát. Allir skipuleggjendur hátíðar- innar starfa í sjálfboðavinnu og af hugsjón og hátíðir eins og Plan-B eru kostnaðarsamar. „Mjög mikil- vægt er orðið fyrir framtíð hátíð- arinnar, sem stækkar og dafnar, að fá inn meiri stuðning í formi fjár- magns, en allir vita að hugsjónir og fegurð borga ekki reikningana né salt í grautinn. Erum við mjög bjartsýn á að það muni takast enda er hátíðin einstök í sínum geira og eflandi kraftur fyrir svæðið allt,“ bætir Guðlaug við. Covid-19 hefur einnig sett sinn lit á hátíðina sem og aðra viðburði ársins og bregðast skipuleggj- endur hátíðarinnar við samkvæmt því. „Við ákváðum að halda ótrauð áfram og gerum þær ráðstafan- ir sem þarf til að forðast smit og efla gesti okkar til sóttvarna. Fólk ber auðvitað líka ábyrgð á eigin heilsu og hvetjum við alla til að sýna hvoru öðru tillitssemi og var- kárni,“ segir Guðlaug að endingu. glh Íslandsmót golfklúbba sem spila í fyrstu deild karla og kvenna fór fram dagana 23.-25. júlí. Keppt var á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og á Urr- iðavelli hjá Golfklúbbnum Odda. Golfklúbbur Reykjavíkur bar sig- ur úr býtum í 1. deild kvenna og Golfklúbbur Kópavogs og Garða- bæjar í 1. deild karla. Golfklúbb- urinn Leynir á Akranesi varð í 8. sæti í karlaflokki og fellur því nið- ur í 2. deild. Ekkert lið af Vestur- landi keppti í 1. deild kvenna að þessu sinni. mm Plan-B listahátíðin fagnar fimm ára afmæli Á meðfylgjandi mynd eru skipuleggj- endur Plan-B árið 2020, á myndina vantar Agnar Frey Stefánsson: Frá vinstri Logi Bjarnason, Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir, Bára Dís Guðjónsdóttir, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, Sigrún Gyða Sveinsdóttir og Sigthora Óðinsdóttir. Ljósm. Plan-B. Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir. Ljósm. glh. Listafólk sem tekur þátt í hátíðinni í ár. Ljósm. Plan-B. Keppnislið Golfklúbbsins Leynis, en það fellur nú niður í 2. deild. Ljósm. golf.is Skagamenn falla niður í aðra deild í golfinu Jafntefli á Skallagrímsvelli Jöfnunarmark Skallagrímsmanna kom á 75. mínútu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.