Breiðholtsblaðið - 01.11.2020, Page 6
6 Breiðholtsblaðið NÓVEMBER 2020
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gert nokkar athugasemdir
við breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur þar sem auglýstir eru
nýir reitir fyrir íbúðabyggð og hverfiskjarna. Þar á meðal eru
Arnarbakki í Neðra Breiðholti, Eddufell, Völvufell og Suðurfell í
Efra Breiðholti og Rangársel í Seljahverfi.
Heilbrigðiseftirlitið segir í umsögn sinni að í hverfiskjörnum
fyrir reiti við Arnarbakka, Eddufell, Fellagarða og Rangársel sé
gert ráð fyrir að hægt verði að vera með umfangsmikla áfengisve
itingastaði samkvæmt ákvörðun í deiliskipulagi eða hverfisskipu
lagi. Bent er á að slíkir staðir leiki háværa tónlist og kalli á meira
eftirlit og löggæslu. Eftirlitið leggst gegn því að slíkir staðir verði
leyfðir í íbúðabyggð eða nærri íbúðabyggð vegna neikvæðra
grenndaráhrifa.
Vill ekki vínveitingastaði
í hverfiskjörnunum
Hverfiskjarninn við Eddufell er á miðri mynd á milli stóru
blokkanna.
FLOORING SYSTEMS SÍÐUMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 510 5510
Stoppar 90% óhreininda
Dyra og hreinsimottur
Bílasmiðurinn hfBarnabílstólar í úrvali
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík - Sími: 567 2330 - www.bilasmidurinn.is
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
Norður hluti Árbæj ar lóns fyr ir ofan stífl una í
Elliðaán um hefur verið tæmt. Lónið var tæmt í
sam ráði við Hafrannsóknastofnunina en stofnunin
hef ur lagt til að komið verði á nátt úru legu rennsli
í gegn um stífl una allt árið. Í til kynn ingu frá Orku
veitu Reykja vík ur kemur fram að ástæður þess ar ar
breyt ing ar séu niðurstöður vatns gæðamæl ing a sem
gerðar voru í ánni neðan stífl unn ar á meðan tæm
ingu stóð í vor.
Í niður stöðum þeirra mælinganna kom fram að
þessi ár lega tæm ing á lón inu sé ekki æski leg fyr ir
líf ríkið. Í hinu nýja fyr ir komu lagi eru hags mun ir líf
rík is ins hafðir að leiðarljósi enda Elliðaár og dal ur inn
all ur ein stök nátt úru og úti vistarperla í borg. Við
tæm ingu lóns ins fær ast árn ar nær sinni nátt úru legu
mynd til fram búðar seg ir í til kynn ing u Orkuveitunnar.
Ástæða þess að lónið hefur verið tæmt á vor in
er til að opna fyr ir fisk gengd í gegn um stífl una. Á
haustin var fyllt upp í lónið og það sett á yf ir fall yfir
vet ur inn. Nú hefur verið horfið frá þessu fyr ir komu
lagi enda stífl an rek in út frá hagsmunum líf rík is ins
eft ir að raf orku vinnslu í Elliðaár stöð var hætt.
Skipta skoðanir
Skoðanir eru skiptar um þessa ákvörðun. Kvartað
hefur verið undan því að ekkert samræða hafi
verið haft við íbúa á þeim svæðum sem liggja næst
Elliðaánum. Ein þeirra sem ekki er sáttur er Þorkell
Heiðars son, líf fræðing ur og formaður íbúaráðs í
Árbæ. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir
skömmu að tæm ing Árbæj ar lóns til fram búðar væri
van hugsaða ákvörðun sem tek in hafi verið án sam
ráðs við íbúa á svæðinu. „Þetta er mál sem kem ur
íbú un um við, þetta er um hverfi íbú anna í þessu
hverfi,” sagði hann í sam tali við blaðið.
Fuglalíf ætti ekki að verða fyrir miklum
áhrifum
Í tilkynningu Orkuveitunnar kemur fram að gert sé
ráð fyr ir að bera fræs lægju á svæðið en þá er grasið
slegið með fram bökk um og dreift yfir þann hluta sem
var und ir lón inu til að flýta fyr ir nátt úru legri fram
vindu staðar gróðurs. Þetta er aðferð sem hef ur verið
notuð á at hafna svæði OR sam stæðunn ar með góðum
ár angri. Í tilkynningunni kemur fram að fugl um á lón
inu muni fækka en þeir muni mögu lega færa sig upp
með ánni. Að öðru leyti ætti fugla líf ofan lóns ins og
fyr ir neðan Árbæj ar stíflu ekki að verða fyr ir mikl um
áhrif um af þess ari breyt ingu.
Árbæjarlón tæmt
Vesturhlíð 2 | Fossvogi
s. 551 1266 | utfor@utfor.is
utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM
ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Elliðaárstífla.
breidholt.is