Breiðholtsblaðið - 01.11.2020, Side 10
10 Breiðholtsblaðið NÓVEMBER 2020
Hrekkjavaka í Hellinum félagsmiðstöðinni
við Kleifarsel. Í vikunni föndruðu krakkarnir
hrekkjavökuskraut, skáru út grasker, skreyttu
félagsmiðstöðina og gerðu sér glaða daga í tilefni
hrekkjavökunnar.
Mikil og sterk hefð er fyrir hrekkjavökunni
í Hellinum þar sem krakkar og starfsfólk taka
virkan þátt í hátíðarhöldunum og klæða sig upp í
skemmtilega og jafnframt hræðilega búninga. Það
er óhætt að segja að vikan hafi farið vel fram og
skemmtu börn jafnt og fullorðnir sér virkilega vel og
mátti sjá nornir, Svarthöfða og marga aðra óvætti
bregða fyrir í Hellinum. Krakkarnir bíða spennt eftir
næstu hrekkjavöku.
Hrekkjavaka í Hellinum
Vorönn 2021
Húsasmiðabraut
Sjúkraliðabraut
Rafvirkjabraut
Íslenska
Danska
Enska
Stærðfræði
Sálfræði
Upplýsingatækni
Skyndihjálparnámskeið
Skráning á www..is
Kennsla hefst 5. janúar 2021
Allar nánari upplýsingar á www..is og kvold@.is
Grasker eru hluti hrekkjavörkunnar.Svarthöfði mættur á svæðið.
As We Grow
blæs til sóknar
Íslenska fatahönnunarmerkið As We Grow er að
blása til sóknar. Fyrirtækið stendur undir nafni og
stækkar nú verslun og vörulínu As We grow hefur
vaxið jafnt og þétt síðastliðin ár og er nú búið að
festa sig í sessi sem eitt helsta barnafatamerkið á
markaðnum í dag. Sagan um peysuna sem íslensk
móðir prjónaði á son sinn og fór á flakk um heiminn
í áraraðir, er á margra vitorði í dag, en peysan er enn
í notkun.
Þetta var kveikjan að stofnun As We Grow árið 2012,
en frá upphafi hefur fyrirtækið haft nærgætni við
umhverfið og sjálfbæra framleiðslu að leiðarljósi. As
We Grow er eina íslenska fatahönnunarmerkið sem
hefur hlotið Hönnunarverðlaun Íslands, sem eru æðstu
verðlaun á sviði hönnunar og jafnframt hlotið hin virtu
Junior Design Awards mörg ár í röð bæði fyrir hönnun
og umhverfisvitund.
Fyrirtækið hefur nú blásið til sóknar og fékk nýverið
einn hæsta styrkinn frá Hönnunarmiðstöð Íslands til
að þróa nýja fullorðinslínu, en hingað til hefur mesta
áherslan verið lögð á barnafatnað.
Verslunin í Garðastræti 2 hefur nú verið stækkuð
ásamt auknum umsvifum erlendis, en merkið hefur
vakið mikla athygli víða erlendis og þá einkum í
Asíu. Þá er gaman að segja frá því að eitt þekktasta
tískumerki í heimi hafði samband í sumar og tók upp
auglýsingu með fatnaði frá As We Grow, sem er mikil
viðurkenning og hvatning.
Mikil vinna hefur verið lögð í að þróa og bæta
íslenska vefverslun As We Grow undanfarna mánuði
og hefur netsalan margfaldast í kjölfarið. Með því hefur
fyrirtækinu tekist að koma enn frekar til móts við þarfir viðskiptavina, en til
jóla verður boðið upp á fríar heimsendingar sem hafa mælst mjög vel fyrir.
WWW.ASWEGROW.IS
W W W . A S W E G R O W . I S
GARÐASTRÆTI 2 REYKJAVÍK
Umhverfisvæn íslensk hönnun
Menntasjóður námsmanna hefur brugðist við þeim aðstæðum sem hafa skapast vegna corona
veirufaraldursins. Þar á meðal hefur umsóknarfrestur fyrir námslán fyrir haustönn 2020 verið
framlengdur til 1. desember nk.
Einnig hefur verið ákveðið að námsmenn geti óskað eftir því að tekjur sem aflað er á árinu
2020 vegna vinnu í bakvarðarsveitum heilbrigðis- og velferðarþjónustunnar og bakvarðarsveit
lög reglunnar verði undanskildar og komi ekki til frádráttar við útreikning á framfærslu námsmanns
skólaárið 2020 til 2021. Sækja verður um lækkun tekna við útreikning námslána vegna launa
við vinnu í bakvarðarsveit og vegna úttektar á séreignarsparnaði með því að senda tölvupóst á
menntasjóður@menntasjóður.is. Að síðustu má nefna að þeir sem sækja um námslán eftir námshlé
eða hafa ekki verið á námslánum á síðasta skólaári fá fimmfalt frítekjumark.
Menntasjóður námsmanna bregst við covid