Breiðholtsblaðið - 01.11.2020, Qupperneq 12
12 Breiðholtsblaðið NÓVEMBER 2020
FALLEGIR LEGSTEINAR
Verið velkomin
Opið: 11-16
alla virka daga
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Látra Björg komin á kreik í Breiðholti
Bókaútgáfan Hólar í Breið
holti hefur sent frá sér bókina
Látra Björg. Bókin er í grunninn
skrifuð af Helga Jónssyni frá
Þverá í Dalsmynni í Fnjóskadal.
Bók Helga kom út árið 1949
og er hér um endur útgáfu
að ræða enda verið ófáan
leg í áratugi. Í bókinni eru
umtalsverðar viðbætur auk
þess sem öll helstu kvæði
Bjargar eru birt. Í sérstökum
viðauka er Látrabréfið birt en
líkur eru til að sé eini varðveitti
prósa textinn eftir Björgu og
er einhver kynngimagnaðasti
orðagaldur sem um getur.
Bréfið er sagt hafa fundist
í skemmuvegg á Látrum
árið 1740.
Látra Björg var umtöluð
persóna á sinni tíð og löngu
síðar. Hún er talin fædd í Stærra
Árskógi á Árskógsströnd en
farið með foreldrum sínum,
Margréti Björnsdóttur og Einari
Sæmundssyni að Látrum á
Látra strönd í Fjörðum árið 1722.
Foreldrar hennar fluttu þaðan
aftur þremur árum síðar en Björg
varð eftir þá níu ára. Hún átti að
líkindum heima á Látrum fram
um miðjan aldur og var kennd
við þann stað alla tíð. Hún var
sögð stórskorin kona og mikil
vexti og þótti karlmannsígildi til
verka. Hún mun hafa stundað
erfiðisvinnu og þar á meðal
sjóróðra á sínum yngri árum. Á
síðari hluta ævinnar gerðist hún
förukona og flakkaði milli bæja
og sveita á Norðurlandi. Hún
lést á vergangi í Svarfaðardal í
Móðuharðindunum 1784 og talin
jarðsett að Upsum sem er gamall
kirkjustaður í útjaðri Dalvíkur.
Til er þó sögn um að hún hafi
fengið legstað í Höfðagrafreit.
Bólu Hjálmar taldi hana grafna
þar og kvað.
Dauð frá Látrum borin Björg
byggir leg að Höfða.
Að Gimlasátrum gáfnamörg
gekk með hlátrum sálin fjörg.
Fagurt er í Fjörðum
Kveðskapur Bjargar gerði
hana þekkta og hefur haldið
nafni hennar á lofti allt til þessa
dags. Vísur Látra Bjargar eru
margar hverjar sérkennilegar,
kraftmiklar og stundum
kaldhæðnar. Oft snúast þær um
daglegt líf og baráttu manna
við náttúruöflin. Eftir hana
liggur fjöldi vísna um sveitir
norðanlands, um Fnjóskadal,
Fjörður, Melrakkasléttu og fleiri
byggðir. Þar ber hún gjarnan lof
á sumar en last á aðrar. Meðal
þekktustu kvæða Látra Bjargar
er Fagurt er í Fjörðum.
Fagurt er í Fjörðum,
þá frelsarinn gefur veðrið blítt,
hey er grænt í görðum,
grös og heilagfiskið nýtt.
En þá veturinn að þeim tekur
sveigja,
veit ég enga verri sveit
um veraldarreit.
Menn og dýr þá deyja.
Orgar brim á björgum
bresta öldu hestar,
stapar standa tæpir,
steinar margir veina.
Þoka úr þessu rýkur,
þjóð ei spáir góðu.
Halda sumir höldar
hríð á eftir ríði.
Níðskáldið Látra Björg
Látra-Björg beitti oft níði þegar
hún orti um menn sem henni
geðjaðist ekki að. Af þeim sökum
var hún talin kraftaskáld og kom
það fyrir að henni voru eignaðar
ófarir eftir að hún hafði ort
níð um menn. Til dæmis töldu
margir að Jón Benediktsson
sýslumaður á Rauðuskriðu
í Þingeyjarsýslu hefði lagst
banaleguna eftir að Björg
heitaðist við hann í vísu eftir að
hann dæmdi hana fyrir vergang.
Áður en hann lést hugði hann
vandlæta um háttu hennar, en þá
á Látra-Björg að hafa kveðið.
Táli pretta örgu ann,
aldrei sóma stundar;
máli réttu hallar hann,
hvergi dóma grundar.
Grundar dóma, hvergi hann
hallar réttu máli.
Stundar sóma, aldrei ann
örgu pretta táli.
Látra Björg beitti stundum
bragar hætti sem kallast
sléttubönd en þá er vísa
kveðin áfram og síðan aftur á
bak eins og sjá af vísunni sem
ætluð var Jóni á Rauðuskiðu.
Samtíðarmenn hennar óttuðust
hana því með kvæðum sínum
var hún sögð geta flutt til fjöll,
laðað að sér fisk og deytt menn
eða fært þeim gæfu. Í þessari bók
frá Hólum eru öll helstu kvæði
Látra Bjargar birt og um leið
skýringar Helga og samantekt
hans á æviferli hennar. Ljóst má
vera að þrátt fyrir stórkallalegar
lýsingar á útliti hennar og atgervi
hefur henni verið ýmislegt til
lista lagt. Það sýnir kveðskapur
hennar og ljóðagerð svo vart
verður um villst því hún hefur
tæpast notið mikillar menntunar
utan lestrarkunnáttu og skriftar.
Trúlega hefur atgervi hennar og
æði ekki fallið að viðurkenndum
skilgreiningum samfélagsins á
þeim tíma. Vel er því til fundið
að efna til útgáfu á sögu þessarar
konur og verkum hennar. Þessi
saga fellur að umræðum dagsins
í dag. Hún á fullt erindi til
nútímans þótt meira en tvær og
hálf öld skilji að.
Kápa bókarinnar um
Látra Björgu sýnir manneskju
berjast á móti vindi í hríðarbyl.
Líkt eftir hugmyndum um
hinstu ferð Bjargar um
Svarfaðardal.
- Hólar hefur endurútgefið sögu hennar og ljóð í nýrri bók
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted
Guðjón Samúelsson
húsameistari
Guðjón Samúelsson húsameistari var frumkvöðull á
mörgum sviðum og átti veigamikinn þátt í nútímavæðingu
íslensks samfélags.
Í þessari bók skoðar höfundurinn, Pétur H. Ármannsson,
verk og hugmyndir Guðjóns út frá sérstöðu hans sem
háskólamenntaðs arkitekts.
Bókina prýðir fjöldi mynda og teikninga.
Nemendur í 10. bekk
Seljaskóla unnu
lokaverkefni um Korku
sögu eftir Vilborgu
Davíðsdóttur fyrir vetrarfrí.
Nemendur unnu saman
tveir og tveir, fengu
úthlutað einum kafla og
áttu að útbúa myndasögu
úr kaflanum.
Útkoman varð hreint
stórkostleg og fóru
myndirnar upp á vegg
í húsi tvö nú í vikunni.
Íslenskukennarar urðu svo
ánægðir með nemendur
sína að þeir ákváðu að
senda stuttan texta og
myndir af verkefnunum til
höfundarins. Vilborg varð
svo hrifin af vel unnum
myndasögunum að hún bað
um leyfi til að birta þær á
Fésbókarsíðu sinni og að
sjálfsögðu veittu nemendur
það leyfi góðfúslega. Vilborg talaði um hversu gaman væri að sjá ólíka túlkun á bókinni og bað fyrir
hlýjar kveðjur og vildi koma því til nemenda hvað hún væri hrifin af verkum þeirra.
Unnu lokaverkefni um Korku
Myndir unnar af nemendur 10. bekkjar upp úr sögunni um Korku.