Morgunblaðið - 16.07.2020, Side 4
1 búnt aspas
2 pakkar Serrano-hráskinka
1 dl rifinn parmesanostur, fæst t.d. í ostaborðinu í Hagkaupum
✽ Endarnir eru brotnir af aspasnum og honum
velt upp úr olíu. Aspasinn er þá grillaður á
háum hita í um það bil 4 mínútur, þá er hann
tekinn af og hráskinkan vafin utan um hann
og aspasinn settur aftur á grillið í 2-3 mínútur.
Þá er hann færður af beinum hita, settur
á efri grindina eða til hliðar á grillið og
parmesanostinum stráð yfir. Síðan er
grillinu lokað og ostinum leyft að bráðna.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Grillaður
aspas
með parmaskinku og parmesan
1 stk. rauðlaukur
½ askja kirsuberjatómatar
1 stk. grænn kúrbítur
1 stk. gulur kúrbítur
2 stk. sæt paprika
1 pakki rósmarín
✽ Grænmetið allt skorið í svipað stóra bita. Best er
að stinga í gegnum alla bitana með grillprjóni fyrst
áður en þeir eru þræddir upp á rósmaríngreinarnar.
Þá er olíu og salti sáldrað yfir spjótin og þau grilluð
á háum hita í um það bil 5 mínútur.
Grænmetisspjót
1 stk. halloumi-ostur
olía
kryddblanda að vild,
ég notaði Eðalsteik og
grillkrydd frá Pottagöldrum
✽ Halloumi-osturinn er skorinn í 0,5-1 cm sneiðar. Honum er síðan
velt upp út olíu og hann kryddaður á báðum hliðum. Þá er osturinn
grillaður á miðlungshita í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Ostinn er best að
borða meðan hann er heitur.
Halloumi-ostur
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 2020
Verð frá499kr/stk
• Black Garlic
• Ítölsk parmesan
• Pipar
• Roasted Garlic
GÓMSÆTAR
STEIKARSÓSUR