Morgunblaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020 Á slaug segir að hún vakni í mesta fjörið að gera veislur á sama tíma og náttúr- an. „Þegar náttúran vaknar og þangað til hún kveður, þá get ég tínt alls konar góðgæti fyrir auga, munn og maga. En langmesta uppáhaldið mitt er að vinna með náttúrunni. Þá set ég mat á greinar. Bý til blómavatn, kerfilpestó og lengi mætti áfram telja. Allra mesta skemmtunin mín er að heimsækja Mosskóga og leika mér að feg- urðinni þar. En Nonni staðarhaldari og ræktandi er ómissandi í veisluhöldunum mínum.“ Sameinar alls konar listgreinar Áslaug er ekki einvörðungu þekkt fyrir listræna mat- argerð, ljósmyndir hennar hafa einnig vakið at- hygli víða. Hún sam- einar allskonar list- form í störfum sínum og segir það skemmtilegast í heimi. „Fegurð, inn- lifun og gleðileg ást sameinar allar listgreinar í full- komna hamingju, það sem lífið snýst í raun og veru um. Við ættum öll að borða meiri ást!“ Áslaug elskar að poppa upp veislur. „Í raun snýst þetta allt um fólkið sem leitar til mín. Þannig að saman vinnum við að því að gera ógleymanlega stund, full- komna fegurð í samvinnu. Ég er mikið fyrir frjálst flæði, fegurð, vel- líðan og gleði. Ég er eins með mikinn áhuga á að poppa upp gömlu fermingarhefðina. Þá er brauðtertan í einstaklingsformi með Miðjarðarhafs- tvisti ásamt sætmetinu. Smá- skammtastíll er alltaf skemmti- legur.“ Áslaug segir mikilvægt að gera fermingarveislur í góðri samvinnu við fermingarbarnið. „Það er alltaf gott að byrja á staðsetningu og prjóna út frá því. Það er algjört uppá- hald að finna taktinn með fermingarbarni, krakkar eru svo sniðugir og frjóir í hugsun.“ Gott að vinna með slökum foreldrum Þegar kemur að minnisstæðum veislum frá því í fyrra segir Ás- laug allar veislur sem hún hafi komið að ein- stakar. „Mig langar að nefna ógleym- anlega ferm- ingaveislu hjá Ernu Maríu í Garðabæ. For- eldrarnir voru slakir sem er mikil gæfa. Mig langar þó að leggja áherslu á að allar veislur eru ein- stakar. Mitt markmið er alltaf að búa til efsta stigs fegurð og fjör sem hægt er að út- færa án mikils til- kostnaðar. Ég hannaði þrjár veislur í fyrra; í heima- húsum og sal. Þær voru allar standandi með möguleika að tylla sér. Það er allur gangur á veiting- unum, oft taka vinir þátt í að útfæra góðgæti en rest Færir fermingarveislur í nútímalegra horf Áslaug Snorradóttir matarævintýrakona er snillingur í að gera veisl- ur og aðra viðburði eftirminnilega. Fermingarveislur eru engar undantekningar á því. Hún segir frábært að vinna með fermingar- börnum, enda séu þau skapandi og skemmtilegt fólk. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Krakkar á góðri stundu. Girnilegur matur settur fram á listrænan hátt. Bleikir og grænir drykkir í fermingu. Sætt í bland við salt. Tómatar með grænni skreytingu. Bleikar prins- essukökur úr Ikea eru snið- ugar í veislur. Áslaug segir fermingarbörn einstök að vinna með. fabrikku- borgarinn Í dúnmjúku brauði með bræddum osti og Fabrikkusósu. Fabrikkusmá- borgararnir slá í gegn í öllum veislum. 25 borgarar á hverjum bakka! 7 gómsætar tegundir í boði! WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575 Ferköntuð fermingarveisla ÞÚ PANTAR - VIÐ GRILLUM - ÞÚ SÆKIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.