Morgunblaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 45
og efni. Síðan stilli ég því öllu upp og sýni viðskiptavini og út frá því gerast hlutirnir.“ Hvaða ráð gefur þú foreldrum fermingarbarna þegar kemur að skreytingum? „Ég myndi byrja tímanlega að huga að þema, ég mæli með að kíkja á Pinterest, að skoða hönnunarblöð og ákveða þema fyrir veisluna. Út frá þemanu myndi ég ákveða liti, hvernig skreytingar eiga að vera og finna hluti sem tengjast fermingarbarninu. Ef fólk er vanmátt- ugt gagnvart þessu, þá má alltaf heyra í okkur,“ segir hún og hlær. Áttu uppáhaldsveislurétt að bjóða upp á í veislum eins og fermingu? „Ég er mikill aðdáandi Lindu Ben og hef bakað og eld- að mikið frá henni. Það er allt gott sem kemur frá henni að mínu mati. Þegar ég held afmæli eða veislur þá er rétt- urinn hennar – pepperóní-brauðréttur; uppskrift frá mömmu í miklu uppáhaldi hjá okkur. Auðvelt að búa til skreytingar Svava er sérfræðingur í að búa til fallega hluti úr nánast öllu. Sem dæmi gerir hún rósir og fleira úr viskastykkjum í gluggum KOKKU svo dæmi séu tekin. „Blómin sem við gerðum fyrir KOKKU eru gerð úr viskastykki. Það er auðvelt að gera þau. Það eina sem þarf er gaffall og viskastykki. Þú setur viskastykkið á borðið hjá þér, slettir úr því og stingur gafflinum í miðjuna og snýrð upp á, þangað til það er byrjað að myndast rós. Svo stingur þú endanum inn í og þá helst hún eins og hún á að vera. Það þarf ekki endilega að nota viskastykki, það er líka hægt að nota efnisbúta eða tauservéttur.“ Hvað getum við notað heiman frá sem fáum myndi detta í hug sem skraut? „Það er margt hægt að nota heiman frá, eins og gamlar myndir af fermingarbarninu, blómavasa, kertastjaka, kampavínsglös ef sett er blóm ofan í þau. Brjóta saman gamlar bækur og tímarit. Margir eiga fallegar diskamottur. Hægt er að setja þær hlið við hlið í miðjuna á borðinu. Pottaplöntur eru líka flottar í skreytingar. Einnig má nota dót, hluti sem fermingarbarnið á og fleira.“ Aukavinnan var farin að taka yfir aðalvinnuna Svava segir söguna á bak við fyrirtækið hennar vera þannig að hún hafði lengi unnið í búðarbransanum við hin ýmsu störf en tók reglulega aukaverkefni við útstillingar fyrir hinar ýmsu verslanir. „Þegar aukavinnan var orðin meiri en aðalvinnan mín þá vissi ég að það væri mikil eftirspurn á markaðinum. Ég ákvað að stíga svo skrefið. Árið 2019 var það ár sem ég ætl- aði að láta þennan draum rætast að stofna mitt eigið skreyt- inga- og útstillingafyrirtæki. Ég var að vinna hjá H&M í út- stillingadeildinni, þegar ég ákvað að taka stökkið, sagði upp vinnunni og stofnaði Listræna ráðgjöf. Ég var ekki búin að vinna nema í eina viku hjá sjálfri mér í draumastarfinu þeg- ar ég komst að því að ég var ólétt að mínu öðru barni. Eins og allir segja þá er ekki hægt að plana þessar barneignir. Þetta var smá áfall, en mikil gleði hér á bæ og núna er Magnús Ingi orðinn yngsti meðlimurinn í LR - teyminu. Einstaklingar jafnt sem fyrirtæki geta ráðið mig og mitt teymi til að skreyta fyrir hvaða tilefni sem er.“ Fermingarborðsskreyt- ingar að hætti Svövu. Svava hefur skreytt fyrir margskonar veislur og er dugleg að skreyta fyrir aðra. Þegar kemur að hennar eig- in heimili þá er sagan eilítið önnur. „Það er svolítð fyndið, þar sem ég vinn við skreytingar þá er ég ekki voða dugleg að skreyta heima. Eins og fyrir jólin, þá er svo bilað að gera hjá mér að gera bæði skreyt- ingar og gluggaútstillingar fyrir verslanir að ég set varla upp jólatré.“ Hugmyndaborð eru góð byrjun Notar þú hugmyndaborð áður en þú skreytir í veislum? „Já, ég geri það fyrir öll verkefnin sem ég geri. Þá ákveð ég þema fyrir verkefnið, vinn hugmyndavinnu, finn myndir sem mér finnst passa við þemað. Finn liti, form Hægt er að setja ljósmynd af fermingarbarni og blóm inn í bókaskreytingar. FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 2020 MORGUNBLAÐIÐ 45 uppskrift frá mömmu 1 bréf pepperóní 2-3 beikonsneiðar ½ blaðlaukur 1 hvítlauksrif 10 sveppir 16 brauðsneiðar 10 sólþurrkaðir tómatar 600 ml rjómi frá Örnu 1 stk. kryddostur frá Örnu mjólkurvörum með beik- oni og papriku 1 stk. kryddostur frá Örnu mjólkurvörum með hvít- lauk eða svörtum pipar Rifinn ostur frá Örnu mjólkurvörum Steikið beikonið þar til það er stökkt og gott, takið af pönnunni og skerið það í litla bita. Steikið blaðlauk og sveppi saman á pönnu, bætið pepperóníinu og hvítlauk á pönnuna og steikið létt. Skerið brauðið í teninga og raðið þeim í tvö eldföst mót, hellið blöndunni af pönnunni yfir brauðið. Sker- ið sólþurrkaða tómata og bætið út á ásamt ólífum og beikoninu. Skerið kryddostana niður í bita og setjið í pott ásamt rjómanum, hitið þar til allt hefur bráðnað sam- an. Hellið rjómanum yfir blönduna í eldföstu mót- unum og dreifið svo rifna ostinum yfir. Hér er hægt að geyma réttina yfir nótt, pakkið þeim vel inn í plastfilmu og geymið inni í ísskáp. Kveikið á ofninum, stillið á 180ºC, bakið inni í ofni í u.þ.b. 20 mín. eða þar til osturinn fer að verða gullin- brúnn. Fallegt að setja smá svartan pipar yfir þegar rétturinn kemur úr ofninum, berið strax fram. Pepperóní-brauðréttur KRINGLAN OG SMÁRALIND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.