Morgunblaðið - 29.08.2020, Blaðsíða 20
Búnaðurinn meðhöndlar fiskinn af nákvæmni og nærgætni til að hámarka gæði.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Þ
egar kórónuveirufarald-
urinn brast á kom sér vel
að Marel hefur byggt upp
víðfeðmt þjónustunet og
hafði sérfræðinga til taks
í öllum heimsálfum. „Fyrir vikið
áttum við auðveldara með að hjálpa
viðskiptavinum okkar að halda öllu
gangandi og tryggja þannig fram-
boð öruggra gæðamatvæla til neyt-
enda,“ segir Valdimar Ómarsson,
yfirmaður vöruþróunar. „Okkar
hlutverk í þessari mikilvægu virð-
iskeðju er að tryggja að við-
skiptavinir okkar geti starfað á
fullum afköstum og alþjóðlegt þjón-
ustunet okkar gerði það að verkum
að við gátum sinnt viðhaldi og við-
gerðum með eðlilegum hætti, þrátt
fyrir að flugsamgöngur á milli
landa röskuðust og landamæri lok-
uðust.“
Allt ferlið sjálfvirkt
Starfsemi Marels vex jafnt og þétt
og er fyrirtækið með mörg áhuga-
verð verkefni í pípunum. Á undan-
förnum mánuðum stendur m.a.
upp úr afhending heildarkerfis
fyrir stóra laxavinnslu í Noregi.
„Við höfum átt í mjög góðu sam-
starfi við fiskvinnslufyrirtækið
Inka í þessu verkefni og spenn-
andi vöruþróun hefur átt sér stað
við hönnun og smíði vinnslukerf-
isins,“ segir Valdimar. „Í fyrsta
skipti er hægt að láta laxinn fara í
gegnum vinnsluna með nærri því
alsjálfvirkum hætti. Eftir hausun
og flökun fara flökin í sjálfvirkt
gæðaeftirlitskerfi sem metur hvert
flak og bita og kemur manns-
höndin ekki nærri nema að sjálf-
virka gæðamatið greini að laga
þurfi minniháttar galla. Þá er flak-
ið sent áfram annaðhvort á snyrti-
borð þar sem flakið er snyrt eða
sent í skurðarvél þar sem það er
hlutað í neyslueiningar og
skemmdin skorin frá.“
Marel skaffar allt vinnslukerfið
og er ferlið tæknivætt frá upphafi
til enda: frá því slægður laxinn
berst í hús þar til róbótar raða
bitum í neyslupakkningar. „Við af-
hendum lausnir sem hafa marg-
sannað sig víðsvegar um heiminn í
bland við ný vöruþróunarverkefni.
Við þróum allar okkar lausnir í
nánu samstafi við okkar við-
skiptavini og er þetta verkefni
gott dæmi um það,“ útskýrir
Valdimar. „Með sjálfvirku gæða-
eftirlitskerfi þar sem allar loka-
afurðir eru skoðaðar og metnar
getur Inka fullvissað sína kaup-
endur um að þeir séu alltaf að fá
gæðavöru.“
Sjálfvirkni til að
tryggja rekstraröryggi
Nýja laxavinnslan ætti að geta
skapað betri forsendur fyrir full-
vinnslu á eldislaxi í Noregi en
vegna hás launakostnaðar þar í
landi er algengt í dag að eftir slátr-
un sé norskur eldislax sendur til
frekari verkunar í löndum sunnar
og austar í álfunni. Með því að
sjálfvirknivæða vinnsluna eins og
Inka hefur gert þarf færri hendur
til að vinna laxinn á sama tíma og
hámarksgæði eru tryggð. „Í stað
slítandi og einhæfra starfa við t.d.
snyrtingu og pökkun verða til störf
fyrir sérfræðinga sem vakta bún-
aðinn og tryggja að allar vélar
virki sem skyldi,“ bætir Valdimar
við.
Kórónaveirufaraldurinn hefur
verið mikil áskorun fyrir mat-
vælaiðnaðinn á heimsvísu og segir
Valdimar að stöðugt framboð
öruggra matvæla hafi aldrei verið
jafn mikilvægt og nú. Líklegt er að
faraldurinn muni flýta enn frekar
tækniframförum í matvælageir-
anum því faraldurinn hefur sýnt að
ákveðið rekstraröryggi felist í sjálf-
virknivæddum vinnsluferlum.
Valdimar segir að í þeim geirum
sem eru hvað tæknivæddastir, s.s.
sjávarútvegi og kjúklingarækt, hafi
vandamál vegna kórónuveirunnar
verið fátíð en í slátrun og vinnslu
stórgripa – þar sem tæknistigið er
lægra – hafi orðið röskun á fram-
leiðslu vegna hópsmita. „Framleið-
endur standa því frammi fyrir því í
dag að meta þarf ávinninginn af
sjálfvirknivæðingu út frá fleiri for-
sendum en áður.“
Tæknivæðing bætir rekstraröryggi
Faraldurinn sýndi að mat-
vælaframleiðendur sem
nýta sjálfvirkar lausnir
hafa forskot á hina.
„Í fyrsta skipti er hægt að láta laxinn fara í
gegnum vinnsluna með nærri því alsjálf-
virkum hætti,“ segir Valdimar um lausnirnar
sem smíðaðar voru fyrir Inka í Noregi.
Aukin sjálfvirkni í snyrtingu og pökkun á laxi skapar allt aðrar forsendur fyrir því
að fullvinna vöruna á hálaunasvæðum eins og í Noregi. Sama gildir um Ísland.
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2020
Þær tækniframfarir sem orðið hafa í
sjávarútveginum á undanförnum
þremur áratugum eru ævintýri lík-
astar. Jafnt og þétt hefur tæknifyrir-
tækjum tekist að þróa nýjar og hug-
vitsamlegar leiðir til að hámarka
gæði, afköst og nýtingu svo að sum-
um gæti þótt vandséð að hægt væri
að gera mikið betur. Valdimar segir
að markmið Marels hafi í raun ekkert
breyst í þau 40 ár sem fyrirtækið
hefur starfað. Frá upphafi hafi sýn
Marels verið að umbreyta matvæla-
vinnslu á heimsvísu með nýsköpun
og gagnagreiningu að vopni til þess
að auka nýtingu og gæði.
Enn er ærið verkefni fram undan
og ýmsar áskoranir bíða úrlausnar
og segir Valdimar Marel t.d. núna
leggja mikla áherslu á leiðir til að
gera vinnslurnar sjálfbærari með því
að lágmarka rafmagns- og vatns-
notkun við vinnslu á fiski og há-
marka nýtinguna hvort sem er í flök-
un, roðflettingu, vatnsskurði eða
vigtarnákvæmni í kassa. „Þá munu
sjálfvirku snyrti- og skurðartækin
halda áfram að taka framförum svo
að æ hærra hlutfall flaka geti farið í
gegnum vinnslulínur án þess að
mannshöndin komi þar nærri.“
Valdimar segir þess líka að vænta
að vinnslutæki muni tala meira sam-
an og safna gögnum sem hægt er að
greina í þaula. „Þá á FleXicut-
vatnsskurðarvélin t.d. í samskiptum
við forsnyrtilínuna fyrir framan og
bendir á flökunargalla eða bein sem
ekki hafa verið snyrt, og eru gögnin
notuð til að „þjálfa“ forsnyrti-
starfsfólkið og bæta vinnsluna þann-
ig enn frekar.“
Öflun og greining gagna mun líka
hjálpa mikið við viðhald. „Í stað þess
að nálgast viðhald út frá forvarnar-
sjónarmiði (e. preventative mainten-
ance) verður þá hægt að nota svo-
kallað forspárviðhald (e. predictive
maintenance) þar sem við notum
hlutanetið (e. IoT, internet of things)
til að meta ástand íhluta og skipta
þeim út á hárréttum tíma, og getum
með því móti lágmarkað líkurnar á
óvæntum truflunum.“
Meiri sjálfbærni og
ný hugsun í viðhaldi
Laxabitar á leið
ofan í kassa.