Bæjarins besta - 02.03.1988, Blaðsíða 2
2
BÆJARINS BESTA
Horft fram eftir skrokknum.
ísafjörður:
„Nýr“ Páll Pálsson
í smíðum
Skipið væntanlegt í sumar
er nú nýlokið við að setja leng-
inguna í skipið, 8.80 metra
langa. Næst verður farið í það
að skera stefnið af því, það er
alveg frá ankerisklussunum og
aftur í lest, fyrir ofan sjólínu,
og þar beint niður. Þar kemur
ný pera á skipið. Og búið er
að skera af framgálga og
brúna. Það er bókstaflega allt
farið.“
Pannig að það verður
minnst afþví skipi sem kemur
til baka í sumar úr því skipi
sem fór?
„Þetta er nýtt skip. Það er
ekkert verið að tala um gamla
skipið. Það eina sem er gamalt
í skipinu er útsíðan þar sem
hún ekki var dælduð, og
böndin. Það er það eina sem
eftir er af skipinu. Allt annað
er nýtt. Þetta er bara nýtt skip
sem lítur svipað út eins og
gamla skipið.“
Skipstjórinn á skrifstofunni
sinni í Póllandi.
D
Guðjón A. Kristjánsson skipstjóri stendur íbygginn á svip með
skip sitt í baksýn.
Páll Pálsson ÍS 102, skuttogari
Hraðfrystihússins h.f. í Hnífs-
dal, hefur nú verið frá veiðum
frá því um mánaðamótin okt-
óber-nóvember. Ástæðan er
sú að skipið hefur verið í svo
yfirgripsmikilli klössun í Pól-
landi, að nánast má segja að
verið sé að smíða nýtt skip.
Þessar endurbætur sem nú
er verið að vinna á Páli eru í
tengslum við sams konar
endurbætur sem verið er að
gera á öðrum japönskum
togurum íslendinga, sem
keyptir voru til landsins um
svipað leyti og Páll Pálsson.
Um var að ræða sameiginlegt
útboð fyrir öll skipin og var
samið við skipasmíðastöð í
Gdynia í Póllandi um að taka
verkið að sér.
í upphaflegri áætlun var gert
ráð fyrir því að skipið kæmi
heim í maí. Nú er ljóst að af
því getur ekki orðið og er
reiknað með að skipið verði
afhent í sumar.
En hvað er það í raun og
veru, sem verið er að gera við
skipið? Hvað hefur þegar ver-
ið gert? Hvað er eftir?
Guðmundur Ó. L. Krist-
jánsson vélstjóri á Páli Páls-
syni sagði að verkinu miðaði
vel áfram. Orðrétt sagði hann:
„Skipið var komið út 29. okt-
óber. Þá var byrjað að rífa, og
allt rifið innan úr skipinu, bók-
staflega hvert einasta snitti.
Allar innréttingar, öll rör, all-
ar dælur, vélar og einangrun
úr síðunum. Það var bara bert
járnið eftir. Af þessu bera
járni voru síðan allar skemmd-
ir skornar í burtu, eins öll bog-
in bönd og þess háttar. Síðan
var skipið skorið í sundur og
.í: "
Verið að vinna við að ná
brúnni af.
VEGAGERÐIN
UPPLÝSINGAR UM FÆRÐ,
SÍMSVARAR: Patreksfjörður s. 94-1348
ísafjörður S. 94-3958
Hólmavík s. 95-3105