Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.03.1988, Side 4

Bæjarins besta - 02.03.1988, Side 4
4 BÆJARINS BESTA BB SPYR Hvað finnst þér um að farið er að beita sektum ef ekki eru notuð öryggisbelti? Guðjón Ólafsson: Mér líst vel á það. Ég nota þau alltaf. Jón Guðmundsson: Ég er algerlega á móti því. Fólk á landsbyggðinni á að ráða því sjálft, eins og var í Noregi. Stefán Dan Óskarsson: Það er nú sennilega það eina sem dugir ef það á að hafa þetta sem reglu. Gunnar Þórðarson: Ég myndi telja það vera í lagi. En ég er ekkert yfir mig hrifinn, mér finnst að menn eigi aði vera sjálfráðir með þetta. ísafjörður: Skátafélagið Einherjar 60 ára Dansað og sungið fyrir utan Skátaheimilið á afmælisdaginn. Á hlaupársdag var haldið uppá 15. afmælisdag skátafélagsins Einherja, en félagið var stofnað þann 29. febrúar 1928. Það var Gunnar Andrew sem var aðal- hvatamaðurinn að stofnun fé- lagsins og var hann félagsforingi fyrstu árin. Hafsteinn O. Hannesson tók við af Gunnari, þá Gunnlaugur Jónasson, þá Jón Páll Halldórsson, þá Kjartan Júlíusson, og núverandi félags- foringi er Gísli Gunnlaugsson. Að sögn Gísla hefur starfið verið í svipuðum dúr frá upp- Það er fyrir löngu komin hefð fyrir Sólrisuhátíð Menntaskól- ans á ísafirði, lista- og menn- ingarviku nemenda. Sólrisu- hátíðin hefst formlega n.k. mánudag 7. mars en þó mun útvarp Sólrisunnar, MÍ- flugan, hefja útsendingar á föstudaginn, 4. mars. Útsend- ing hefst klukkan 15 og verður útvarpað stanslaust fram á sunnudagskvöld. Virka daga Sólrisuvikunnar mun MÍ-flug- an senda út frá klukkan 15 til 24. í spjalli við BB sagði Birgir Finnsson menningarviti og for- hafi, haldnir félagsfundir, farið í útilegur, og unnið saman að hugsjónum skátahreyfingarinn- ar. Strax á öðru starfsári félags- ins var farið út í það að reisa útileguskála félagsins í Tungu- dal, Valhöll, og hefur hann nýst félaginu vel æ síðan. Skátaheimilið við Mánagötu keypti félagið af ísafjarðarbæ árið 1947. Þá hafði það gegnt hlutverki íþróttahúss en var selt er núverandi íþróttahús var tek- ið í gagnið. Einherjum er skipt niður í maður útvarpsráðs, að dagskrá Sólriskuhátíðar verði fjölbreytt að vanda. Má þar m.a. nefna að Jón L. Árnason stórmeistari teflir fjöltefli í heimavist MÍ á mánudaginn. Mikil áhersla verður lögð á útvarpið og verður sérstök dagskrárgerðardeild, sem hlotið hefur nafnið Skóreimin, með „magasínþátt“ á milli klukkan 15 og 20 alla daga. Væntanlega verða fréttir úr bæjarlífinu en ekki er endan- lega búið að ákveða á hvaða tíma þær verða. sveitir og í dag eru starfandi ylf- ingasveit, skátasveit, dróttskáta- sveit, rekkasveit og hjálparsveit. Fundir eru yfirleitt haldnir viku- lega. Fjölmennt afmæli En nú var verið að halda upp á 60 ára afmæli félagsins og var það gert með glæsibrag. Á sunnudaginn var haldinn varð- eldur í Skátaheimilinu og buðu ylfingar, ljósálfar, og skátar, foreldrum sínum að vera með og sitja í kringum eldinn. Á mánudagskvöldið var sjálf afmælishátíðin. Afmæliskaffi var drukkið í Skátaheimilinu og var mjög fjölmennt. í tilefni afmælisins bárust fé- laginu miklar og góðar gjafir frá fyrirtækjum og einstaklingum. Afmælinu verða gerð betri skil í sumar með veglegu skátamóti sem halda á í Vatnsfirði á Barða- strönd dagana tíunda til fjórt- ánda ágúst. Vonast Einherjar til þess að margir komi og hafa þeg- ar fengið tilkynningu frá Finnsk- um skátum sem segir að 30 skát- ar úr þeirra röðum hafi í hyggju að láta sjá sig. BB óskar Einherjum til ham- ingju með afmælið. SMÁAUGLÝSINGAR Lada Sport Til sölu Lada Sport árgerð 1987, 5 gíra. Ekin 7.500 km. Útvarp og segulband. Bíliinn er enn í ábyrgð hjá umboði. Upplýsingar í síma 3924. Land Rover Til sölu er Land Rover diesel árgerð 1976. Sandspyrnudekk á felgum fylgja. Upplýsingar í síma 4835. Til leigu Til leigu er þriggja til fjögurra herbergja íbúð á besta stað í bænum. Laus strax. Upplýsingar í síma 3606. Benz 240 D Til sölu er Benz 240 D árgerð 1982. Verð kr. 500.000. Skipti á ódýrari bíl möguleiki. Uppl. í síma 7735, Flateyri. Toyota Mark II Til sölu er Toyota Mark II, árgerð 1974. Góður bíll á góðu verði. Upplýsingar í síma 3553 (heima) og 3837 (vinna). Kristján. Sólrisuhátíð Menntaskólans: MÍ-flugan hefur útsend- ingar á föstudag á FM101

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.