Bæjarins besta - 09.11.1988, Page 2
Kaupfélag ísfiröinga:
2
BÆJARINS BESTA
Kaupir Sambandið
húsnæði K.Í.?
Kaupfélagid stokkar upp reksturinn.
Ræður ekki við gamlar skuldir og
fjármagnskostnað
Stjórn Kaupfélags ísfirðinga
er nú að stokka upp rekstur fyr-
irtækisins og koma á aukinni
hagræðingu og sparnaði. Sam-
kvæmt óstaðfestum heimildum
blaðsins kemur sterklega til
greina að Samband íslenskra
samvinnufélaga kaupi húsnæði
kaupfélagsins við Austurveg 2
og endurleigi því síðan húsið.
Kjartan P. Kjartansson for-
stöðumaður fjárhagsdeildar
Sambandsins kvaðst ekki vilja
ræða „innri málefni kaupfélag-
anna við blöðin" og vísaði á
stjórn K.í. Hann sagðist hvorki
staðfesta né hafna því að þetta
væri rétt.
„Við erum að vinna við koma
á aukinni hagræðingu og stokka
upp allan reksturinn í samvinnu
við Sambandið, annað get ég
ekki sagt á þessu stigi“ sagði
Guðríður Matthíasdóttir kaupfé-
lagsstjóri í samtali við BB.
„Það er ekki búið að ganga frá
neinu ennþá og við vitum ekki
hvað verður gert en línurnar
skýrast um næstu mánaðamót.“
Hvernig er rekstrarstaða
Rekstur Kaupfélags ísfirðinga er í endurskoðun vegna erfið-
leika í fyrirtækinu.
Kaupfélagsins núna?
„Rekstur þessa fyrirtækis er
búin að vera 10 ára samfelld
sorgarsaga og það hefur þurft að
selja margar eignir undanfarin
ár til þess að haldast á floti. Síð-
asta ár sýndi þó að hægt er að
reka Kaupfélagið með hagnaði
þó lítill sé.
Hvemig staðan er á þessu ári
má ég ekki upplýsa fyrr en að
loknum aðalfundi.
Málið er að við drögumst með
margra ára skuldahala sem er
með vöxtum og verðbótum. Við
ráðum ekkert við þessar gömlu
skuldir og þennan mikla fjár-
magnskostnað, frekar en önnur
fyrirtæki í dag.“
Bæjarsjóður hefur flutt skrif-
stofur sínar úr leiguhúsnæði K.í.
Hvað þýðir það fyrir fyrirtækið?
„Við misstum rúmar 140.000
krónur í leigutekjur á mánuði
þegar bæjarsjóður flutti. Við
erum að reyna að fá aðra leigj-
endur en þau mál eru ekki frá-
gengin.“
Lögreglan:
Yfir 1000
mál upplýst
Líkamsárásum hefur stórfjölgað á árinu
Lögreglan á ísafirði og í ísa-
fjarðarsýslu hefur fengið 1082
mál til meðferðar á tímabilinu
frá áramótum til októberloka og
upplýst þau öll nema 32, sem eru
í vinnslu.
„Eftir að hafa starfað í lög-
reglunni í 10-11 ár þá tek ég helst
eftir því í ár að líkamssárásarmál-
um hefur stórfjölgað en þau eru
orðin 20 núna“ sagði Jónas Eyj-
ólfsson yfirlögregluþjónn í sam-
tali við BB.
Þjófnaðir voru 41 talsins þessa
tíu mánuði, eldsvoðar 11 og
skjalafölsunar-og svikamál 10.
55 sinnum voru menn kærðir fyr-
ir meinta ölvun við akstur og er
það svipaður fjöldi og síðustu
ár.
66 voru kærðir fyrir ölvun. 75
karlar voru settir í fangahúsið á
ísafirði en aðeins 6 konur.
Hvorki meira né minna en 71
skemmdarverk voru framin.
Umferðarlagabrot eru stór
hluti þessarra 1000 mála sem
hafa komið upp á árinu eða 434.
Stór hluti þeirra brota eru
hraðakstur að sögn Jónasar.
Umferðarslys og óhöpp tengd
umferðinni voru 110. „Það vek-
ur athygli hversu mikill fjöldi
þetta er og það þrátt fyrir að
menn gera oftast upp málin sín á
milli með tjónatilkynningum"
sagði Jónas. „Ég vil því benda
ökumönnum á að fara varlega í
umferðinni og sýna tillitssemi,
sérstaklega þegar hálka er á göt-
um.“
Hjá rannsóknardeild lögregl-
unnar komu 173 mál inn til rann-
sóknar þessa tíu mánuði.
71 skemmdarverk hefur verið framið það sem af er árinu.
Til sölu
Til sölu er lítið einbýlishús að Urðarvegi 13.
Húsið er 85m2 á einni hæð og kjallari undir
hálfu húsinu.
Skipti á stærra húsi koma vel til greina.
Upplýsingar gefur Inga
í síma 4071