Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.11.1988, Síða 6

Bæjarins besta - 09.11.1988, Síða 6
6 BÆJARINS BESTA BB SPYR Af hverju ferð þú í bíó? Jón Karlsson: Tilbreyting, dægrastytting, skoða þetta bíóhús. Viðar Ægisson: Það er gaman að því. Veigar Guðbjömsson: Til að sjá góðar myndir. Jakob Tryggvason: Ekkert annað að gera. HÁKUR... Fyrir hálfum mánuði birtist viðtal við bæjarstjórann á ísafirði í Vestfirska frétta- blaðinu. Viðtöl við bæjar- og sveitarstjóra eru engin nýlunda. Ber þar ýmislegt til eins og forvitni um hag þcirra sveitarfélaga, sem í hlut eiga, og eitthvað gott fréttaefni kynni að slæðast mcð. Hin mikla áfergja fslendings í upplýsingar um náungann ræður einnig miklu. En því verður þó ekki neit- að, að mörg viðtölin við framafólk á íslandi eru mjög fátækleg þótt efnismikil séu. Oft er mikilvægi viðtalsins í öfugu hlutfalli við plássið sem það telur í fjölmiðlum, blöðum eða ljósvökum. Upp- slátturinn er oft í sama hlut- falli, því hærra sem viðtali er gert undir höfði, því minni eru gæðin. Nú er það svo að lesendur blaðaviðtala meta viðfangs- efnin mismunandi. Eitt finnst öðrum gott en hinum ekki. Kann þar að ráða fyrirfram mótuð skoðun lesandans, hvort sem hún byggist á al- mennu viðhorfi hans til lífsins eða afstöðu til einstakra mála. Fáir halda því fram nú til dags, því miður, að full- komin ástæða sé til þess, að krefjast meira af því fólki, sem fer fyrir í þjóðfélaginu. Áður fyrr taldi almúginn sjálfsagt og eðlilegt að fyrir- menn væru öðrum gott for- dæmi um góða siðu og háttu. Með aukinni menntun hefði þessi krafa átt að verða ríkari en fyrr. En margir halda því fram að núorðið sé þessu öfugt farið. Stjórn- málamenn, alþingismenn og sveitarstjórnarmcnn og margir fleiri líta nú út eins og vítin sem beri að varast. Til þeirra geti almcnningur ckki sótt fyrirmyndir nema með sárafáum undantekningum. Nægir að nefna endalok síð- ustu ríkisstjórnar og þann skort á hreinsskiptum sam- skiptum sem þar opinberast berlega. Hvað koma þessar hug- leiðingar málinu við? Aðalatriði og aukaatriði í viðtalinu langa sem getið var um í upphafi er mestu púðrinu eytt í hugleiðingar um aðra menn en viðmæl- andann. Vissulega geta viðtöl verið góð ef sagðar eru sögur af skemmtilegum viðkynnum þess, sem fyrir svörum situr, af fólki sem hefur orðið á leið hans. Einkanlega ef það hefur auðgað umhverfi sitt með ein- hverjum hætti eða skorið sig úr fjöldanum og haft eitt- hvað til málanna að leggja. En því miður virðist sá ekki vera tilgangurinn í okk- ar tilviki. Tveggja manna er einkum getið. Þeirra Ólafs Kristjánssonar bæjarstjóra í Bolungarvík og Gísla Hjart- arsonar ritstjóra Vestfirð- ings. Hver lesandi verður að meta fyrir sig. En sá dómur og þær einkunnir sem þcir fé- lagar fá er með þeim hætti að vekur nokkra undrun. Með logandi Ijósi leitar margur lesandinn að ástæðu og ef hún er ekki auðfundin þá er að lesa aftur og greina að aðalatriði og aukaatriði og enn vandast mörgum hugur. Hver var þá tilgangur við- talsins? Vissulega má finna undir lokin upplýsingar um hin margumræddu laun, sem nú virðast fullkomið aukaat- riði. Reyndar eru þau svo mikið aukaatriði að þau taka minnsta plássið, í dálksenti- metrum mælt, af öllu því sem var prentað. Og hið sama virðist viðmælandinn sjálfur segja með öllu viðtalinu. Ef skoðanir þeirra Gísla og Ólafs skiptu svo miklu hefði þá ekki verið nær að eiga viðtal við þá? Ef blaðið átti í hlut og taldi framlag þeirra mikilsvert hefði verið nær- tækast að birta viðtöl við þá félaga. Ella hefði viðmæl- andinn átt að eiga við þá einkaviðtal. Að vega mann og annan í allri fjölmiðlaflórunni hafa ýmsir stjórnmálamenn, sem vilja rétta sinn hlut í aug- um almennings, séð sér leik á borði. Vitandi af hinu óseðj- andi hungri almennings í fréttir af því, sem miður fer hjá náunganum, koma þeir í fjölmiðla til að tala um aðra, ekki hugsjónir sínar eða hug- myndir, ekki einu sinni dauða hluti. Nei, þeir koma til að lýsa fyrir almenningi skoðunum sínum á samstarfs- mönnum og andstæðingum, öllum, sem þeir telja sig eiga grátt að gjalda. Nægir í þessu efni að minna á umtal stjórnmálafor- ingja hvers um annan, eink- um foringja Alþýðuflokks og Framsóknarflokks um fyrr- verandi forsætisráðherra. Mönnum er einnig hollt að rifja upp ummæli Ólafs Ragnars um hina tvo fyrr- nefndu.. Er ekki tilgangurinn aug- ljós?

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.