Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.11.1988, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 09.11.1988, Blaðsíða 9
Hótel ísafjörður: BÆJARINS BESTA 9 w í safj arðarkaupstaður Orðsending frá íbúaskrá ísafjarðar Nú vinnur hagstofa íslands að gerð þjóðskrár m.v. l.desember 1988 og eru því síðustu forvöð að tilkynna breytingu á búsetu. Tilkynningar þurfa að hafa borist í síð- asta lagi 15. nóvember n.k. Bent er á að rangt heimilisfang veldur töfum á afgreiðslu skattkorts. Forðist óþægindi, hringið í síma 3722 eða komið. ÞAÐ ER ÖLLUM í HAG AÐ VERA Á RÉTTUM STAÐ Manntalsfulltrúinn á ísafirði. Frá Sundhöll ísafjarðar Starfsmann vantar (konu) til afleysinga í mánuð. Upplýsingar í síma 3722. íþróttafulltrúi Húsmæðraskólinn Ósk Starfræktur verður hefðbundinn 5 mánaða húsmæðraskóli eftir áramót. Námið er metið til eininga í framhalds- skólakerfinu. Umsóknir og upplýsingar í skólanum í síma 94-3025. Skólastjóri Elliheimili - laus störf Starfsfólk vantar nú þegar á elliheimilið við Mánagötu Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 3110. Skuldar gjöld og söluskatt. Hótel ísafjörður: Á von á láni til að greiða skuldirnar. Hótel ísafjörður skuldar 3 milljónir í söluskatt og um 1.5 milljónir í þinggjöld frá þessu og síðasta ári. Bæjarráð ísafjarðar hefur óskað eftir viðræðum við stjórn hótelsins vegna þessa máls. Að sögn Björns Hermanns- sonar, formanns stjórnar hóteis- ins, hefur verið unnið að því að útvega lán til þess að greiða upp þessar skuldir og aðrar, sem eru til komnar vegna 8 milljóna króna halla á rekstrinum á síð- asta ári. „Pessi skuld er angi af tapinu í fyrra og við byrjuðum í febrúar að leita eftir lánum til að greiða það. Við erum að fá afgreitt lán frá Landsbanka íslands og þá getum við gert upp stóran hluta af þessum skuldum sem við höf- um verið með“ sagði Björn í samtali við BB. „Við erum núna í viðræðum við Framkvæmdasjóð íslands um að fá lán fyrir afganginum í gegnum aðra aðila og erum bún- ir að fá góð orð fyrir að það ná- ist. Þegar það fæst þá erum við á grænni grein því reksturinn hef- ur gengið mjög vel að undan- förnu.“ Sorpið við Sundahöfn: Enginn verksamningur Bæjaryfirvöld vinna nú aö því að fá verktakann Sigurð Sveins- son, sem tók að sér urðun óbrennanlegs sorps við Sunda- höfn, til að skrifa undir formleg- an verksamning. Gerður var samningur við hann í vor en hann aldrei undirritaður. Verktakinn á að urða sorpið daglega en hefur ekki gert það. Ekki er hægt að sækja hann til ábyrgðar vegna þessa þar sem enginn hefur skrifað undir verk- samning við hann. „Ábyrgðina á því að þetta er ekki búið verður að skrifa á reikning tæknideildar og líka á þennan mann“ sagði Eyjólfur Bjarnason bæjartæknifræðingur í samtali við BB. „Við höfum verið að vinna í þessu að undan- förnu og við vonumst til að það taki ekki aðra fimm mánuði.“

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.