Bæjarins besta - 09.11.1988, Síða 13
BÆJARINS BESTA
13
Sj úkraflutningarnir:
Tillaga um nýtt
fyrirkomulag
Haraldur L. Haraldsson bæj-
arstjóri hefur sent stjórn Heilsu-
gæslustöðvar á ísafirði bréf þar
sem hann setur fram tillögu að
nýju fyrirkomulagi sjúkraflutn-
inga á svæði stöðvarinnar. Þar
leggur hann til að gerður verði
samningur við ísafjarðarbæ um
að starfsmenn slökkviliðsins
sinni sjúkraflutningum í dag-
vinnutíma og sjái um þrif og við-
gerðir á sjúkraflutningabílunum.
Fjórðungssjúkrahúsið greiði
föst laun eins slökkviliðsmanns,
eins og verið hefur, og tveir
starfsmenn sjúkrahússins sinni
bakvöktum ásamt slökkviliðs-
mönnum og vakthafandi lækni
við Heilsugæslustöðina. Á bak-
vakt verði einn maður ásamt
vakthafandi lækni.
Stjórn heilsugæslustöðvarinn-
ar hefur ekki gefið svar sitt við
tillögunni. Þess má geta að for-
maður hcnnar er Haraldur L.
Haraldsson.
Bæjarstjórinn leggur til að starfsmenn sjúkrahúss og slökkvi-
liðs skipti með sér bakvöktum vegna sjúkraflutninga.
ísafjörður:
Yerkmenntahús
á Torfnesi
Grunnskólinn á ísafirði:
Kurteisi
kostar ekkert
Sérstök kurteisisvika verður
haldin í Grunnskólanum á ísa-
firði vikuna 14. - 18. nóvember.
Alla vikuna verður lögð sérstök
áhersla á almenna kurteisi og
umgengnisreglur.
Kennarar skólans óska eftir
aðstoð frá foreldrum, verslunar-
fólki og hverjum þeim úti á
vinnumarkaðinum sem hefur
samskipti við börn og unglinga.
Tilgangur kurteisisvikunnar er
að efla jákvæð samskipti manna
á meðal, sýna fram á gildi kurt-
eisi og þess að menn umgangist
hvern annan af umburðarlyndi
og sýni eigum annarra virðingu.
Bæjarstjórn ísafjarðar ákvað
á fímmtudag að ráða Elísabetu
Gunnarsdóttur arkitekt til þess
að teikna verkmenntahús sem
mun væntanlega rísa á Torf-
nesi á milli heimavistar mennta-
skólans og tónflistarskólans. El-
ísabet hlaut sex atkvæði
bæjarstjórnar en Vilhjálmur
Hjálmarsson þrjú.
„Ástæðan fyrir því að byggja
þarf verkmenntahús er sú að
Iðnskólinn missir það leiguhús-
næði í Neðstakaupstað sem hann
hefur haft undir verklega
kennslu eftir 1-2 ár“ sagði Björn
Teitsson í samtali við BB, en
hann á sæti í byggingarnefnd-
inni.
„Nýja húsið verður ekki mjög
stórt en það þarf að hýsa grunn-
deild rafiðna og grunndeild
málmiðna í samvinnu við vél-
stjórnarbrautina og loks þyrfti til
stofna til viðbótar grunndeild
tréiðna sem er ekki fyrir og vant-
ar mjög.“
Ekki er enn ákveðið hvenær
hafist verður handa við verkið.
A TILBOÐSVERÐI
0
0
0
Sprite l,51ítri.
Spriteídósum.
Fanta 1,5 lítri.
Fantaídósum.
t) Mandarínur.
t) Kiwi.
t) Blómkál.
Opnunartími:
Mánud.-fimmtud kl. 9-18
Föstudaga kl. 9-20
Laugardaga kl. 10-13.