Morgunblaðið - 03.09.2020, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2020 5
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir laust embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Leitað er eftir leiðtoga með kraft og metnað til að vinna að markmiðum stofnunarinnar. Náttúrufræðistofnun Íslands stundar
m.a. undirstöðurannsóknir í dýrafræði, grasafræði og jarðfræði landsins og annast skipulega heimildasöfnun um náttúru
Íslands. Stofnunin hefur víðtækt vöktunar- og fræðsluhlutverk.
Umhverfis- og auðlindaráðherra skipar forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands til fimm ára í senn. Forstjóri stýrir stofnuninni,
mótar stefnu í störfum hennar og ber ábyrgð á rekstri hennar. Hjá stofnuninni starfa um 55 starfsmenn.
Helstu verkefni stofnunarinnar eru:
• Stunda vísindalegar rannsóknir á náttúru Íslands
• Varðveita náttúrugripi og vísindaleg heimildasöfn
• Skrá kerfisbundið einstaka þætti íslenskrar náttúru
• Vöktun lykilþátta íslenskrar náttúru
• Öflun og miðlun upplýsinga og þekkingar sem varða
íslenska náttúru
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun með meistaragráðu sem nýtist í starfi
• Þekking á verksviði stofnunarinnar
• Reynsla af stjórnun- og rekstri
• Reynsla af vinnu við stefnumótun og áætlanagerð
• Leiðtogahæfileikar og hæfni til að leiða fólk til samvinnu
og árangurs
• Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
• Gott vald á íslensku og góð kunnátta í ensku
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og stutt kynningarbréf um ástæðu umsóknar auk upplýsinga um árangur
sem viðkomandi hefur náð í starfi og telur að nýtist í embættið. Þriggja manna valnefnd skipuð af umhverfis-
og auðlindaráðherra metur hæfni og hæfi umsækjenda og skilar greinargerð til ráðherra.
Umsóknarfrestur er til og með 14. september nk.
Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið uar@uar.is.
Nánari upplýsingar um starfið eru á Starfatorgi – starfatorg.is.
Upplýsingar um embættið veitir Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri
í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu (sigridur.arnardottir@uar.is).
Forstjóri
Náttúrufræðistofnunar Íslands
Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is
Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum
við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan
bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini
til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri.
Að gera betur í dag en í gær
er drifkraftur nýrra hugsana
og betri árangurs.
Starfsmenn eru lykill
að árangri allra fyrirtækja.
Rannsóknir auka þekkingu
og gera ákvarðanir markvissari