Morgunblaðið - 20.10.2020, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ | 15
JEPPADEKK
OG FELGUR
DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR Í SÍMA 540 4900
Vönduð amerísk jeppadekk sem henta
frábærlega fyrir íslenskar aðstæður.
Stærðir 29 - 44”.
KANNAÐU ÚRVALIÐ! VERSLUN.ARCTICTRUCKS.IS
Arctic Trucks Ísland ehf Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími: 540 4900 Netfang: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is
Útreikningar benda til þess að
Þjóðverjar muni ryðja Frökkum úr
vegi sem helsta framleiðslulandi
rafbíla í ár.
Eftir tvö ár áætla Þjóðverjar að
smíða 600.000 rafbíla eða helming
allra rafbíla í Evrópusambands-
löndunum (ESB).
Og árið 2025 halda þeir því
fram að rafbílasmíði þeirra muni
nema 1,1 milljón bíla á ári. Verði
þá annar hver rafbíll í Evrópu
smíðaður í samtals 35 þýskum bíl-
smiðjum.
Í nýliðnum septembermánuði
voru nýskráðir 27.500 rafbílar sem
var 5.000 fleiri bílar en í ágúst-
mánuði. Af þeim voru 15.200
hreinir rafbílar, 12.300 tengiltvinn-
bílar og fjórir vetnisknúnir bílar.
Frá því byrjað var að nið-
urgreiða rafbílakaup með ýmsum
ívilnunum í Þýskalandi árið 2016
nema umsóknir um þær 257.046.
Af þeim eru umsóknir vegna
hreinna rafbíla 176.298 talsins.
Þjóðverjar hafa velt fyrir sér
horfum í rafbílasmíði og reynt að
sjá fyrir þróunina næstu árin og
áratugina. Mun rafbílavæðingin
ganga hratt fyrir sig og sex millj-
ónir rafbíla verða í umferðinni ár-
ið 2030. Til að örva fólk til kaupa
á rafbílum er í boði 3.000 evra
styrkur til kaupa á tengiltvinnbíl
og 5.000 evrur til kaupa á hrein-
um rafbíl.
agas@mbl.is
Þýskir framleiðendur í miklu stuði
Daimler er stærst á hinum tiltölulega smáa rafbílamarkaði Þýskalands.
Frökkum rutt úr toppsætinu
Hart er lagt að ökumönnum að hafa
allan varann á sér á svæðum sem
þekkt eru fyrir hjartardýr. Á fengi-
tíma eru þau mun meira á ferðinni
en alla jafnan og flækjast inn á vegi
með aukinni slysahættu.
Þetta segir breska öryggisstofn-
unin GEM Motoring Assist. Sér-
fræðingar hennar áætla að meira
en tvær milljónir hjartardýra sé að
finna í landinu. Úttekt dýravernd-
unarsamtakanna RSPCA sýnir að
um 75.000 þeirra komi ár hvert við
sögu árekstra og að 10.000 þeirra
drepist samstundis. Þar að auki
farist milli 10 og 20 manns í þessum
óhöppum. Fyrirtæki í bílgreininni
áætla að tjón á ökutækjum sé ekki
undir 11 milljónum punda á ári, um
það bil tveimur milljörðum króna.
„Við hvetjum ökumenn til að
skoða vel umhverfið í kring en við
mælum með því við þá að sveigja
ekki frá til að reyna að komast
fram hjá vegna þeirrar auknu
hættu sem snögg stefnubreyting á
ferð hefur í för með sér,“ segir for-
stjóri GEM, Neil Worth. Hann
bætir við að mest láti af athöfnum
dýranna í dögun og við rökkurbil
eða á sama tíma og fólk er að fara í
eða koma úr vinnu. Sé árekstr-
arhættan þá mest á slóðum hjart-
ardýranna.
En það eru ekki bara hirtirnir
sem ökumenn þurfa að gæta að.
Sums staðar í Bretlandi þurfa þeir
einnig að gæta sín á villisvínum,
sem víða hefur fjölgað hratt. Eru
árekstrar við þau algengari í t.d.
Forest of Dean-skóglendinu en við
hjartardýr. Voru villisvínin nær út-
dauð fyrir 400 árum en stofninn
hefur sótt í sig veðrið aftur og er
nú talinn um eða yfir 2.600 dýr. Um
500 drepast í Forest of Dean ár
hvert, annars vegar vegna skot-
veiða og hins vegar vegna árekstra
við akandi umferð.
Villisvín geta orðið 150 kíló að
þyngd fullvaxin sem þýðir að
árekstur bíls og dýrs gæti haft
mjög alvarlegar afleiðingar. Það
gerir þau sérstaklega varasöm að
þau fara á stjá á vegunum eftir að
myrkur er skollið á.
agas@mbl.is
Vendi ekki fyrir hjartardýrin
Tíu þúsund hjartardýr drepast á breskum vegum ár hvert og því ljóst að um meiriháttar vanda er að ræða.