Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.01.1991, Page 2

Bæjarins besta - 09.01.1991, Page 2
 Vestfirðir: Fréttakorn Kristinn efstur í fyrri hluta forvals Kristinn H. Gunnarsson í Bolungarvik var efstur í fyrri hluta forvals Alþýðubandalags- ins á Vestfjörðum vegna komandi alþingis- kosninga. ikristinn fékk 50 atkvæði en Lilja Rafney Magnúsdóttir sem hafnaði í öðru sæti fékk 39 atkvæði. í næstu sætum urðu þau Bryndís Frið- geirsdóttir og Magnús Ingólfsson með 34 atkvæði. Unnar Þór Böðvarsson og Þóra Þórðardóttir fengu síðan 24 atkvæði hvort. Atkvæði í forvalinu greiddu 85 manns sem svarar til 55,6% en 153 voru á kjörskrá. Hver þátttakandi mátti nefna allt að sex nöfn og fengu 67 manns tilnefningu. Tíu nýir kennarar hefja störf á vorönn Tíu nýir kennarar hófu störf á vorönn í Menn- taskólanum á ísafirði sem hófst á mánu- Cdaginn. Þeirtíu nýju stundakennararsem nú hefja störf við skólann eru: Gunnar Jónsson sem kennir tryggingafræði, Einar Garðar Hjaltason sem kennir verkstjórn, Kristján Bjarni Guðmunds- son sem kennir raflagnafræði, Björn Jóhannesson sem kennir lögfræði, Þóra Karlsdóttir sem kennir islensku, Þórir Þrastar- son sem kennir blikksmíði, Helga Friðriksdóttir sem kennir líf- fræði, Finnbogi Hermannsson sem kennir dönsku, Hafsteinn Sigurðsson sem kennir skíðagreinar og Bryndis Schram utanrjkisráðherrafrú og fyrrverandi kennari og skólameistari við MÍ sem kennir leiklist sem valgrein. Mokstur hafinn á fjallvegum Allir fjallvegir á Vestfjörðum voru áfærir um síðastliðna helgi. Mokstur yfir Breiðadals- heiði hófst á mánudag og var mokað alla leið til Þingeyrar. Mikill skafrenningur vará heið- um á mánudag og einbeittu Vegagerðar- menn sér að því að halda heiðinni opinni þann daginn. Mokst- ur yfir Botnsheiði til Suðureyrar hófst því ekki fyrr en á þriðju- dag. ísafjarðardjúp og Steingrímsfjarðarheiði voru jeppafær- ar á mánudag og var áætlað að hefja mokstur þessum leiðum í gærdag. Aðrir fjallvegir á Vestfjörðum voru ófærir og ekki var vitað hvenær mokstur hæfist á þeim þegar þetta er ritað á mánudag. Áfengi og tóbak selt fyrir 20 milljónir í desember Áfengi og tóbak var selt fyrir 19,9 milljónir króna hjá Áfengis og tóbaksverslun ríkisins á (safirði í desember síðastliðnum. Er þar um töluverðan samdrátt að ræða frá árinu áður en þá seldist áfengi og tóbak fyrir rúmar 21,3 milljónir króna. Þá má einnig geta þess að áfengi og tóbak hef- ur hækkað um nær 10% á árinu sem segir sína sögu um sam- dráttinn. Ekki var hægt að fá nánari sundurliðun á sölunni fyrir útkomu þessa blaðs og munum við greina nánar frá sölunni á síðasta ári í næsta blaði. Félagsmalastjori segir upp Guðjón Brjánsson félagsmálastjóri (safjarð- arkaupstaðar hefur sagt upp störfum og mun væntanlega hætta í lok þessa mánaðar. Ást- æðan fyrir uþþsögn Guðjóns mun vera sú að ekki hefur verið komið á móts við tillögur hans um starfstilhögun í félagslegri þjónustu, einkum varð- andi æskulýðsmálefni, af hálfu bæjaryfirvalda. Guðjón hafði áður sagt upp störfum en það var fyrir rúmu hálfu ári, en dró þá uppsögn sína til baka í trausti þess að komið yrði til móts við hann. Guðjón sagði í samtali við blaðið að óvist væri hvað hann tæki sér fyrir hendur er hann léti af störfum sem félags- málastjóri. L BÆJARINSBm • Sóknarnefnd ísafjarðar segir að tillaga Húsafriðunarnefndar um stækkun ísafjarðarkirkju og byggingu safnaðarheimilis frá 1. nóvemher s.l. fullnægi ekki þeim skilmálum sem fram komu í byggingarforsögu sóknarnefndar frá 9. júlí 1990. ísafjörður: Sóknarnefnd hafnadi tillógum Húsafrið- unarnefndar - um endurbyggingu og stækkun ísaf jarðarkirkju á fundi sínum 2. janúar. Samþykkt þess efnis var samþykkt með fimm samhljóða atkvæðum. Einn aðal- maður í stjórn var fjarverandi SÓKNARNEFND ísa- fjarðar samþykkti á fundi sínum 2. janúar síðast- liðinn að hafna tillögum Húsafriðunarnefndar um endurbyggingu og stækkun ísafjarðarkirkju. Á fundin- um var samþykkt eftirfarandi ályktun sem samþykkt var með fimm samhljóða at- kvæðum en einn aðalmaður var fjarverandi og greiddi varamaður hans atkvæði: „Vegna bréfa frá Húsa- friðunarnefnd ríkisins á ár- inu 1990, tillögu að stækkun ísafjarðarkirkju og byggingu safnaðarheimilis frá 1. nóv- ember 1990 og þeirrar um- ræðu sem orðið hefur um kirkjubyggingarmálið á ísa- firði frá því í októbermánuði s.l. ályktar sóknarnefnd eft- irfarandi: 1. Tillaga Húsafriðunar- nefndar um stækkun ísa- fjarðarkirkju og byggingu safnaðarheimilis frá 1. nóv. s.l. fullnægir ekki þeim skil- málum sem fram komu í byggingarforsögn sóknar- nefndar frá 9. júlí 1990. Því skal halda fast við fyrri sam- þykktir sóknarnefndar frá 9. júlí 1990 og 15. nóv. 1990 um að byggð verði ný kirkja og safnaðarheimili á lóðunum á horni Hafnarstræti og Sól- götu. 2. í bréfi frá formanni Húsafriðunarnefndar, dag- settu 28. sept. 1990 er fallist á flutning gömlu kirkjunnar. Þá hefur bæjarstjórn ísa- fjarðar með bréfi dagsettu 15. okt. 1990 heitið liðsinni sínu við að rýma lóð gömlu kirkjunnar. f framhaldi af bréfum þessum áréttar sókn- arnefnd samþykkt sína frá 15. nóv. 1990 um að gamla kirkjan skuli tekin ofan í hlutum og komið fyrir í vörslu til síðari tíma ráðstöf- unar. Sóknarnefnd mun hið fyrsta ráða sérfræðing til að hafa umsjón með ofantöku kirkjunnar. 3. f bréfi Húsafriðunar- nefndar frá 28. nóv. 1990 er talið að koma þurfi bein um- sókn frá sóknarnefnd hyggist hún taka gömlu kirkjuna ofan eða flytja hana. Af þessu tilefni vill sóknarnefnd taka fram að hún er sömu skoðunar og áður sbr. bréf sóknarnefndar til Húsafrið- unarnefndar, dagsett 6. apríl 1990 um rétt ísafjarðarsafn- aðar til að rífa gömlu kirkj- una og að ekki sé hægt að krefja söfnuðinn um að kosta endurbyggingu hennar og varðveislu. 4. Stefna skal að því að halda aðalsafnaðarfund snemma sumars, eða um það bil ári eftir að síðasti aðal- safnaðarfundur var haldinn. “ Undir þessa ályktun rita svo nöfn sín þau Björn Teits- son, formaður sóknarnefnd- ar, Gunnlaugur Jónasson, Gunnar Steinþórsson, Jens Kristmannsson, Auður H. Hagalín, Elísabet Agnars- dóttir, Ólöf Kristjánsdóttir, Ingi Jóhannesson og sr. Karl V. Matthíasson. -s.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.