Bæjarins besta - 09.01.1991, Blaðsíða 6
BÆJARÍNSBESIA
SMA
A UGL YSINGAR
Skoda
Til sölu er hvítur Skodi, ’88.
Ekinn aöeins 10.000 km.
Upplýsingar í 0 4784.
Til leigu
Til leigu er verslunar- eöa
lagerpláss í Hlíðarvegs-
blokkinni (nr. 3). Upplýsing-
ar i 0 4784.
Húsnæði óskast
Óska eftir 3ja herb. íbúö á
leigu sem fyrst. Þarf að vera
á Eyrinni. Upplýsingar í 0
4634 eftir kl. 18.
Vélsleði
Til sölu er Polaris Indy Trail
vélsleði, árg '87 'í góðu
standi. Ekinn 5200 mílur.
Upplýsingar í 0 96-62523.
Skautar
Til sölu eru lítið notaðir
svartir skautar nr. 34. Upp-
lýsingar í 0 4782.
Skíði
Til sölu eru Kástle skíði,
1.60 með Salomon binding-
um. Einnig Koflach skíða-
skórnr37. Uppl. I 0 3840.
Ibúðtilsölu
Til sölu er 3ja herb. íbúð í
Sundstræti. Góð kjör. Upp-
lýsingar í 0 3707.
Húsnæði í boði
Til leigu er góð 3ja herb.
íbúð í Stórholti á ísafirði.
Upplýsingar í 0 91-
674446.
Húsnæði í boði
Til leigu er íbúð að Vitastlg
13, efri hæð i Bilungarvík
frá næstu mánaðamóturm.
Upplýsingar í 0 4870.
Húsnæði í boði
Tilleiguer2-3jaherb. íbúðá
Eyrinni. Uppl. gefur Svan-
björn í 0 3726 eða 4323.
Vélsleði óskast
Óska eftir ódýrum vélsleða.
Upplýsingar gefur Bjarni f
0 7160.
Talstöð
Óska eftir að kaupa litla CB-
talstöð. Upplýsingar gefur
Ármann I 0 7548.
Fundið
Lyklakippa fannst við Kaup-
félagshornið á Nýársdag.
Eigandi getur vitjað hennar
á afgreiðslu BB.
Escort
Til sölu er Ford Escort 1300
'82. Upplýsingar í 0 4700 á
kvöldin.
Húsgögn
Vantar hillur og hjónarúm.
Útlit skiptir ekki máli. Upp-
lýsingar í 0 4717.
Dagmamma
Okkur vantar dagmömmu
fyrir 2ja ára strák eftir há-
degi. Upplýsingar veita Ey-
rún eða Haukur í 0 4036.
Á aðalsafnaðarfundi sem
haldinn var um miðjan maí
var samþykkt tillaga frá
sóknarnefndinni þess efnis
að söfnuðurinn tæki af skar-
ið og ákvæði hvort hann vildi
að byggð yrði ný kirkja á
lóðinni á horni Hafnarstræti
og Sólgötu eða á hinu svæð-
inu sem skipulagið gerði ráð
fyrir kirkju. Samþykkt var
að söfnuðurinn myndi kjósa
um þetta samfara sveitar-
stjórnarkosningunum 26.
maí.
Fiskiðjan Freyja hf. gerði
upp skuldir sínar að fullu við
Suðureyrarhrepp í maí.
Heildarskuldin nam um 50
milljónum króna og voru 20
milljónir greiddar í pening-
um en 27,5 milljónum króna
var breytt í hlutafé. 2,5 millj-
ónir króna voru felldar niður
vegna óvissuþátta í skulda-
reikningnum.
Fimm listar voru í kjöri
við sveitarstjórnarkosning-
arnar á Suðureyri þ.e. B listi
framsóknarmanna og lýð-
ræðissinna kjósenda, E listi
Alþýðuflokks og annarra fé-
lagshyggjumanna, Z listi
Nýs vettlings, H listi óháðra
kjósenda og G listi Alþýðu-
bandalags.
Um 30 rúður voru brotnar
í Grunnskólanum á Isafirði
eina helgina í maí. Ungling-
ar á aldrinum 14-15 ára voru
grunaðir um verknaðinn.
Halldór Margeirsson
skrifstofustjóri Islandsbanka
á fsafirði var ráðinn banka-
stjóri í stað Högna Þórðar-
sonar en hann lét af störfum
sem bankastjóri 15. júní eftir
45 ára gæfuríkt starf hjá Út-
vegsbanka íslands og síðar
íslandsbanka.
BB lét gera skoðanakönn-
un um úrslit sveitarstjórnar-
kosninganna um miðjan
maí. Niðurstaða úr þeirri
skoðanakönnun var sú að
um 38% kjósenda voru óá-
kveðnir. Hringt var í 185
manns sem valin voru af
handahófi og þau spurð
tveggja spurninga. Ef aðeins
var tekið tillit til þeirra sem
tóku afstöðu í könnuninni
átti Alþýðuflokkurinn að fá
25% atkvæða, Framsóknar-
flokkurinn 7,9%, Sjálfstæð-
isflokkurinn 28,95%, Al-
þýðubandalagið 7,9%,
Sjálfstætt framboð 15,79%
og Kvennalistinn 14,48%.
Samhliða könnuninni um
• Fiskiðjan Freyja gerði upp skuldir sínar við Suðureyrar-
hrepp í maí, bæði með peningum og með hlutabréfum.
sveitarstj órnarkosningarnar
var spurt hvar viðkomandi
vildi hafa nýja kirkju stað-
setta. Sú könnun leiddi í ljós
að 128 eða 69,19% að-
spurðra vildu hafa hana á
núverandi stæði en 31 eða
16.76% á fjarðarsvæðinu.
Föstudaginn 18. maí var
kveðinn upp dómur í máli
Stúdíó Dan sem varð eldi að
bráð á árinu 1989. Niður-
staða dómsins var sú að eig-
andi Stúdíó Dan, Stefán Dan
Óskarsson var sýknaður af
undirrétti en hann hafði ver-
ið ákærður fyrir íkveikju á
fyrirtæki sínu.
Sama dag flutti Rækju-
stöðin hf. á ísafirði í nýtt og
stórglæsilegt húsnæði við
Sundahöfn. Þennan dag átti
fyrirtækið einnig 20 ára af-
mæli og komu fyrrverandi og
núverandi starfsmenn fyrir-
tækisins ásamt ýmsum
velunnurum þess saman í
nýja húsinu til að samfagna
þessum áfanga með eigend-
um þess.
Þá lauk í maí umfangs-
miklum hafnarframkvæmd-
um í Súðavík. Framkvæmd-
irnar hófust árið 1989 með
dýpkun hafnarinnar um 7000
rúmmetra og lauk með bygg-
ingu 45 metra langrar harð-
viðarbryggju og kálfi við
hana. Kostnaður við fram-
kvæmdirnar var áætlaður um
24,5 milljónir króna.
Niðurstöður úr sýnum sem
tekin voru úr þremur frysti-
húsum í maí sýndu að
neysluvatn húsanna var í öll-
um tilfellum óneysluhæft.
Útkoman var einna verst hjá
Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífs-
ATVINNA
Starfsfólk óskast til hótelstarfa.
Upplýsingar gefur hótelstjóri.
dal en þar fundust í 100 ml.
sýni, um 2400 kóligerlar og 2
saurgerlar.
Úrslit sveitarstjórnakosn-
inganna á ísafirði kom mörg-
um á óvart. Mikið fylgishrun
varð hjá Alþýðuflokki en
Sjálfstætt framboðs vann
stórsigur og var orðið annað
stærsta stjórnmálaaflið á Isa-
firði. Úrslit kosninganna
urðu sem hér segir: Sjálf-
stætt framboð fékk 385 at-
kvæði og 19,21% atkvæða.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk
655 atkvæði eða 32,68% at-
kvæða, Alþýðuflokkurinn
fékk 381 atkvæði eða
19,01% atkvæða, Framsókn-
arflokkurinn fékk 272 at-
kvæði eða 13,57% atkvæða,
Alþýðubandalagið fékk 185
atkvæði eða 9,23% atkvæða
og Kvennalistinn fékk 126
atkvæði sem svarar til um
6,23% atkvæða.
menn og Kratar að undirbúa
meirihluta samstarf og voru
tilbúnir með málefnasamn-
ing. En sama dag og undir-
rita átti samkomulagi kom
tilkynning um samruna Sjálf-
stæðiflokks og Sjálfstæðs
framboðs og þar með var
kominn nýr meirihluti sjálf-
stæðismanna á ísafirði.
Vöktu þessi snöggu umskipti
mikla gremju á meðal Al-
þýðuflokksmanna.
Sextíu og sjö ára gamall
Patreksfirðingur lést er sex
tonna trilla hans lenti í
árekstri við 40 tonna bát, El-
esus frá Tálknafirði í mynni
Patreksfjarðar um klukkan
sex á þriðjudagsmorguninn
5. júní.
Ólafur Þór Gunnlaugsson,
þjálfari sunddeildar Vestra
var ráðinn landsliðsþjálfari í
sundi í júní og fram til 1.
september sama ár eftir að
Conrad Cawley, landsliðs-
þjálfari sagði upp störfum.
Konráð Eggertsson eig-
andi Halldórs Sigurðssonar
IS fékk á Sjómannadaginn
viðurkenningu frá Siglinga-
málastofnun ríkisins fyrir
umgengni og fullkominn ör-
yggisútbúnað um borð í báti
sínum. Var þetta í annað
skipti sem þessi viðurkenn-
ing var veitt en árið á undan
fékk skuttogarinn Tálknfirð-
ingur BA viðurkenninguna.
Sá einstæði atburður gerð-
ist í júní að Sólrún ÍS frá
Bolungarvík fékk fýlsegg í
rækjuvörpuna. Skipið var á
úthafsrækjuveiðum og var
statt 40 mílur djúpt út af
Húnaflóa er eggið kom í
• Fostudagin 18. maí flutti Rækjustöðin í nýtt og stórglæsilegt
húsnæði við Sundahöfn.
Júní
Fljótt skipast veður í lofti í
pólitíkinni sem og á öðrum
vígstöðvum. Seinni part maí-
mánaðar voru sjálfstæðis-
vörpuna. Það sem þótti
undrunarvert við þennan
feng var að eggið var heilt
með öllu innihaldi.
Lögreglan á ísafirði gerði í
júní samantekt á ölvunar- og
PARKETÞJÓNUSTA G
PARKETSLÍPUN OG LÖKKUf