Bæjarins besta - 09.01.1991, Síða 7
BÆJARINS BESIA
7
hraðakstri tímabilið frá mars
1988 til mars 1990. Það sem
vakti einna mesta athygli í
þessari samantekt lögregl-
unnar var að ölvunarakstur
hafi ekki aukist þrátt fyrir til-
komu bjórsins en margir áttu
von á hinu öfuga.
í júní greindum við svo frá
því að aflaskipið Guðbjörg
ÍS 46 hafi verið í öðru sæti af
ísfisktogurum landsins hvað
varðaði meðalskiptaverð-
mæti á hvern úthaldsdag
fyrstu fjóra mánuði ársins.
Guðbjörg var einnig með
næst hæsta aflaverðmæti
minni ísfisktogara eða 107,2
milljónir króna.
Félagar í Slökkviliði ísa-
fjarðar í fullum skrúða heim-
sóttu Kristján Reimarssonar
slökkviliðsmann föstudags-
kvöld eitt í lok maí. Tilefnið
var að færa honum gjöf frá
félagi slökkviliðsmanna fyrir
27 ára starf í slökkviliðinu en
Kristján var að flytjast bú-
ferlum til Reykjavík.
Mánudaginn 25. júní var
allt Slökkvilið ísafjarðar
kallað út að skemmu við
Vinamynni. Eldur logaði
glatt í skemmunni og lagði
mikinn reyk frá brunastað
niður á Skutulsfjarðarbraut-
ina og inn fjörðinn. Tölu-
verðar skemmdir urðu á
skemmunni og þeim munum
sem inni í henni voru. Tveir
13 ára unglingar ollu brunan-
um en þeir voru að fikta með
eld í skemmunni.
Júlí
í fyrsta tölublaði júlímán-
• Veiðar gengu vel hjá Guðbjörgu og var hún í öðru sæti afla-
hæstu ísfisktogara eftir fyrstu fjóra mánuði ársins.
aðar sögðum við frá því að
haldinn hefði verið fram-
haldsaðalfundur íbúasam-
taka Hnífsdælinga en til-
gangur þeirra félagsskapar
er að vinna að framfara,
hagsmuna, félags, æskulýðs-
og menningarmálum í Hnífs-
dal. Á fundinum var fyrsta
stjórn þess kjörin en hana
skipa þau Örn Smári Gísla-
son, formaður, Sigurður R.
Guðmundsson, Sigrún C.
Halldórsdóttir, Anna M.
Antonsdóttir og Halldór Ás-
geirsson.
Sjóstangaveiðifélag Isa-
fjarðar hélt sjóstangaveiði-
mót dagana 6. og 7.júlí.
Róið var frá Bolungarvík og
voru 33 keppendur skráðir
til keppni víðs vegar af land-
inu. Áflinn í þessu móti var
frekar slakur ef miðað er við
árin á undan en venjulega
hefur veiðst frá 4 tonnum
upp í 6 tonn. Að þessu sinni
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHUSIÐ A ÍSAFIRÐI
Atvinna
Óskum eftir að ráða nú þegar,
eða eftir nánara samkomulagi:
Sjúkraliða eða starfsfólk
við aðhlynningu á legudeild.
Starfsmenn í búrstörf á
legudeild og ræstingar.
Hafið samband við hjúkrunar-
forstjóra og/eða ræstingarstjóra í
síma 94-4500 og aflið ykkur frek-
ari upplýsinga.
veiddist aðeins 2,5 tonn sem
var með því minnsta frá upp-
hafi.
Fjórir strákar úr hjóla-
klúbbnum Baulu lögðu af
stað hjólandi frá ísafirði 11.
júlí og hjóluðu umhverfis
landið. Ferðin gekk í heild
sinni vel þrátt fyrir að ýmis
óvænt atvik hafi sett mark
sitt á ferðalagið. Leiðin sem
félagarnir fjórir lögðu af
baki var um 15-16000 km.
Tilraunaveiðar á smásíld
hófust í Arnarfirði í júlí.
Leyft var að veiða 50 tonn af
síld og gilti veiðileyfið í hálf-
an mánuð. Það var Norður-
fiskur hf., í Keflavík sem
fékk leyfið en Ýmir BA 32
var notaður við veiðarnar.
Miðvikudaginn 4. júlí dró
lögreglan á Isafirði upp sil-
unganet sem lagt hafði verið
við mynni Tungudalsár. I
netinu voru m.a. fjórir æðar-
ungar og reyndust tveir
þeirra á lífi. Þeir voru skorn-
ir úr og voru frelsinu fegnir.
Sunnudaginn 8. júlí varð
vinnuslys um borð í Hafdísi
ÍS sem stödd var í ísafjarðar-
höfn. Par slitnuðu niður
fiskikassar við hífingu og
hrundu ofan á mann í lest.
Hann reyndist með áverka á
höfði og ökkla en ekki alvar-
lega. Athygli vakti á slysstað
að enginn starfsmanna við
löndun notaði öryggishjálm.
Minnihluti bæjarstjórnar
Bolungarvíkur sendi frá sér
um miðjan júlí kæru til fé-
lagsmálaráðherra vegna at-
kvæðagreiðslu bæjarstjórnar
um hvort ráða skyldi Ólaf
Kristjánsson sem bæjar-
stjóra. Ástæða kærunnar var
sú að Ólafur greiddi sjálfum
sér atkvæði og tryggði sér
þar með aframhaldandi setu
sem bæjarstjóri.
Þriðjudagsmorguninn 17.
júlí var ekki happadrjúgur
fyrir smábátaeigendur á
Flateyri. Þá urðu þrír bátar
.Ó.K
4 • VÖNDUÐ VINNA
Guðm. Óli Kristinsson
húsasmíðameistari
Bolungarvík S 7462
Hákur:
Alltérið
framundan
Árið 1991 er gengið í
garð með öllum þeim
væntingum sem við ger-
um okkur um farsæld og
hamingju til handa okkur
öllum sem einstaklingum
og þjóðinni allri. Það er
ekki friðvænlegt úti í
hinum stóra heimi.
Saddam Hussein skelfir
heiminn allan í brjálæði
sínu með hótunum og
djöfulgangi. Samstaða er
með stærstu og voldug-
ustu ríkjum heims um að
standa gegn Irak. Fátækt
eykst í heiminum um leið
og ríkustu þjóðirnar verða
ríkari. Aldrei hafa fleiri
börn dáið úr hungri en
um þessar mundir.
Hvernig er ástandið á
íslandi? Verður framhald
á þeirri þróun að fátækt
aukist? Hver verður
framtíð „þjóðarsáttar-
innar" margrómuðu?
Eitt er víst að kosningar
til alþingis fara fram í vor.
Hver niðurstaðan verður
er ekki gott að spá um. En
af úrslitum kosninganna
ræðst margt. Þar á meðal
hvernig næsta ríkisstjórn
verður skipuð. Hvernig
mun hún svo standa að
því að leysa þann vanda
sem safnast hefur upp í
þeirri verðstöðvun sem
kennd er við þjóðarsátt?
Þessum spurningum
verður ekki svarað hér, en
það er deginum ljósara að
vandamálin verða mörg.
Þrátt fyrir upptöku
staðgreiðslu 1988 og
virðisaukaskatt 1990 telja
margir að misrétti í
skattamálum sé langt frá
því að vera útrýmt. í þeim
efnum er gjarnan bent á
lága skatta ýmissa at-
vinnurekenda, sem þó
sýni þess engin merki í
sjáanlegum lífstíl að þeir
búi við slæm kjör. Auk
þess hefur verið bent á
skattlagningu fyrirtækja
sem dæmi um það sem
betur megi fara. Fjár-
málaráðherra, Ólafur
Ragnar Grímsson hefur
látið vinna skýrslu um
skattlagningu fyrirtækja
og kemur fyrsta breyt-
ingin til framkvæmda á
þessu ári.
Aukið misvægi
í kjörum fólks
Menn hafa sjaldan eða
aldrei verið sammála um
skattamál. Staðgreiðslan
hefur lagað margt í
skattlagningu launþega
ef
frá er talin mikil hækkun
skattprósentu síðustu
þrjú árin. Þannig er komið
á meira jafnvægi meðal
launþega.
Dæmið stendur allt
öðruvisi þegar atvinnu-
rekendur og þeir sem
stjórna fyrirtækjum eru
athugaðir. Þar er um ým-
iskonar hlunnindi að ræða
sem launþegar hafa engin
tök á að njóta fyrir utan
beinar tekjur, sem
stundum eru lágar eins
og fyrr var getið. Má þar
nefna bílahlunnindi,
húsnæðishlunnindi, frían
síma og margt fleira.
Þetta bætist allt við það
að lægstu laun í landinu
eru lág og duga engan
veginn fyrir nauðþurftum
ef marka má yfirlýsingar
starfsmanna félags-
málastofnana fyrir jólin.
Með þessum orðum er
ekki verið að lasta góð
kjör eins eða neins. Hins
vegar er verið að benda á
það að misvægið í kjörum
fólks er kannski orðið svo
mikið að til deilna kunni
að koma af þeim sökum
við lok þjóðarsáttar. Hvað
varðar skattana eru menn
yfirleitt aðeins sammála
um eitt. Það er að þeir
sjálfir borgi of mikið en
hinir of lítið.
Það bíður ríkisstjórna
þessa nýbyrjaða árs að
taka á þessum vanda og
mörgum öðrum.
Ef við lítum okkur nær
eru vandamál Vestfirð-
inga mörg og nauðsyn
legt að ná samstöðu um
lausn þeirra. Samgöngur
eru þar einna efst á blaði.
Jarðgangnagerð hefst á
árinu og ber það hæst. En
í dekkri kantinum eru
heilbrigðismálin efst á
blaði með læknaskorti og
vinnudeilum. Vonandi
leysist þetta allt.