Morgunblaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 28
Enzymedica býður uppá
öflugustumeltingarensímin á
markaðnum en einungis eitt hylki
meðmáltíð getur öllu breytt.
Betri melting – betri líðan
● Ensím eru nauðsynleg fyrir
meltingu og öll efnaskipti líkamans.
● Betri melting, meiri orka, betri líðan!
● 100% vegan hylki.
● Digest Basic hentar fyrir börn
Gleðilega
meltingu
Útsölustaðir: Flest apótek, heilsuhillur stórmarkaða.
Hljómsveitin Valdimar heldur tónleika í Hljómahöllinni í
kvöld kl. 20 sem verður streymt í beinni útsendingu á
Facebook-síðum Valdimars, Hljómahallar og Víkur-
frétta. Undanfarin ár hefur myndast hefð fyrir því að
Valdimar haldi tónleika í Hljómahöllinni á þessum degi
en ekki tókst að halda tónleikana í fyrra vegna anna hjá
hljómsveitinni við undirbúning 10 ára afmælistónleika í
Hörpu sem þurfti svo að hætta við vegna farsótt-
arinnar. Nú verða hins vegar haldnir tónleikar sem
njóta má í streymi.
Tónleikum Valdimars streymt
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 365. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Þýska handknattleiksfélagið Kiel varð í gærkvöld Evr-
ópumeistari karla í handknattleik í fjórða sinn og í
fyrsta sinn í átta ár með því að sigra Aron Pálmarsson
og félaga hans í Barcelona, 33:28, í úrslitaleik í Köln.
Aron náði sér ekki á strik í leiknum frekar en samherjar
hans og mátti sætta sig við silfurverðlaunin en hann
lék í níunda sinn í undanúrslitum eða úrslitum keppn-
innar, oftar en nokkur annar hefur gert. »22
Kiel Evrópumeistari í fjórða sinn
ÍÞRÓTTIR MENNING
Þar sem aldrei var rætt um at-
burðinn gekk lífið sinn vanagang
eftir að búið var að hreinsa bæinn,
að sögn Egils. „Það fennti fljótt í
sporin, en fólkið bar harm sinn í
hljóði.“ Hann segir að aurskriðurnar
á Seyðisfirði nú fyrir jólin snerti
strengi hjá fólki og minni á atburð-
ina fyrir um 37 árum. „Ógnin leynir
sér ekki og auðvelt er að setja sig í
spor fólksins fyrir austan. Eftir tvö
flóð héldu sumir íbúar á Patreksfirði
að fjallið væri að koma niður og
bjuggu sig undir dauðann. Engin
áfallahjálp var í boði og margir hafa
aldrei náð sér andlega.“
Egill var mikill íþróttamaður,
spilaði meðal annars körfubolta með
Skagamönnum og Ísfirðingum, en
1994 lenti hann í bílslysi með þeim
afleiðingum að hann skaddaðist á
mænu og hefur ekki getað gengið
síðan. Það aftraði honum samt ekki
frá því að þjálfa 12 til 20 ára ung-
menni í körfubolta hjá Breiðabliki í
Kópavogi í átta ár. „Það gekk von-
um framar,“ segir hann.
Undanfarinn aldarfjórðung hefur
hjólastóll verið helsta hjálpartæki
Egils. „Það er vont en venst ótrú-
lega fljótt,“ segir hann og leggur
áherslu á mikilvægi æðruleysisins.
Hann sníði sér stakk eftir vexti, geri
það sem hann geti og hugsi ekki um
hitt. „Ég ákvað strax að sætta mig
við stöðuna og halda áfram með lífið
frekar en að lifa í svartnætti og velta
mér upp úr orðnum hlut. Það eru
enda bara tvær leiðir; að vera dapur
og sár eða vera glaður og halda
þakklátur áfram með það sem mað-
ur hefur.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Íslendingar hafa alla tíð lifað með
náttúruhamförum og eru reglulega
minntir á það. Í krapaflóðunum á
Patreksfirði, sem féllu um miðjan
dag laugardaginn 22. janúar 1983,
létust fjórir, þar af eitt barn. 33 urðu
heimilislausir og 19 hús skemmdust
mikið eða eyðilögðust auk annarra
mannvirkja og bíla.
„Lítið hefur verið fjallað um þessi
flóð,“ segir Egill St. Fjeldsted, sem
ólst upp á Pat-
reksfirði og hef-
ur fylgst með af-
leiðingum
flóðanna á bæinn
og samfélagið.
Hann skrifaði
um þau lokarit-
gerð til MA-
gráðu í sagn-
fræði við Há-
skóla Íslands 2017 og hefur nú gefið
út myndskreytta bók, Krapaflóðin á
Patreksfirði 1983. „Við fengum
strákana en misstum stelpuna.“
Mikil snjókoma var á Patreksfirði
í lok árs 1982 og byrjun 1983 en síð-
an gerði úrhellisrigningu og féll þá
flóð niður Geirseyrargil og um
tveimur tímum síðar annað niður
farveg Litladalsár. Mikil mildi þótti
að manntjón varð ekki meira, en
margir íbúar voru að búa sig undir
að fara á þorrablót um kvöldið.
Egill byggir frásögnina á við-
tölum við 70 manns auk annarra
heimilda. Einhverra hluta vegna
hafi flóðin ekki mikið verið rædd, en
sumir viðmælendur hafi viljað vekja
athygli á því sem hafi gerst. „Því tók
ég fleiri og fleiri viðtöl og efnið end-
aði í bók.“
Engin áfallahjálp
Fjölskylda besta vinar Egils lenti
í flóðinu og bjargaðist vinurinn
ásamt foreldrum sínum, var grafinn
út úr eldhúsinu, en sex ára systir
hans lést. „Skömmu áður en flóðið
skall á húsinu þeirra hringdi hann í
mig og bað mig um að koma til sín,“
rifjar Egill upp. „Ég var á leiðinni út
úr dyrunum, þegar annar vinur
minn hringdi og vildi að við færum í
körfubolta. Ég skipti um skoðun í
ganginum og fór í íþróttahúsið.“
Hörmungar og lífsgleði
Bók um krapaflóðin á Patreksfirði Egill St. Fjeldsted
segir auðvelt að setja sig í spor fólks á Seyðisfirði
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Egill St. Fjeldsted Krapaflóðin á Patreksfirði í janúar 1983 gleymast ekki.