Morgunblaðið - 30.12.2020, Blaðsíða 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2020
Axels og hann er því þriðji ættlið-
urinn. „Foreldrar mínir komu inn í
reksturinn 1977 og urðu eigendur
1998, og við Heiða komum inn í
starfið 2006 og eigum núna stöðina
með foreldrum mínum. Þegar for-
eldrar mínir tóku við breyttu þau
rekstrinum í blómaræktunarstöð,
en áður var blönduð ræktun, bæði
grænmeti og blóm. Við erum með
8.000 fermetra í blómarækt og
framleiðum um tvær og hálfa millj-
ón blóma á ári fyrir íslenskan
markað. Við höfum verið í fjöl-
breyttri ræktun, ekki bara með
rósir eða liljur heldur erum við með
margar tegundir af blómum og
gerum okkar eigin blómavendi og
virðisaukum þannig vöruna sem
hefur tekist einstaklega vel og gef-
ið okkur smá forskot inn á mark-
aðinn.“ Axel selur mikið af blómum
til stórmarkaða og segir að blóm
séu orðin neysluvara í dag, en salan
hafi aukist jafnt og þétt. „Við vor-
um að stækka stöðina í sumar og
ég held að það séu ennþá tækifæri
á markaðnum að stækka og gera
betur.“
Blómabóndinn er greinilega að
gera eitthvað rétt því garðyrkju-
stöðin Espiflöt hlaut landbún-
aðarverðlaun Íslands fyrir árið
2020.
Fjölskylda
Eiginkona Axels er Heiða Pálrún
Leifsdóttir, f. 21.8.1984, hjúkr-
unarfræðingur og garðyrkjubóndi.
Börn Axels og Heiðu eru Auðunn
Torfi Sæland, f. 22.3. 2004;
Lilja Björk Sæland, f. 26.4. 2007;
Adda Sóley Sæland, f. 22.1. 2010 og
Áki Hlynur Sæland, f. 29.3. 2015.
Systkini Axels eru Eva Sæland, f.
4.10. 1978 og Ívar Sæland, f. 31.10.
1983.
Foreldrar Axels eru hjónin
Sveinn Auðunn Sæland, f. 29.10.
1954 og Áslaug Sveinbjarnardóttir,
f. 25.7. 1956, garðyrkjufræðingar
og meðeigendur Espiflatar ehf.
Axel Sæland
Sigrún Sigurðardóttir
húsfreyja á Hofsstöðum íGarðabæ
Gísli Jakobsson
sjóm.og b.á Hofsstöðum íGarðabæ
Sigríður Gísladóttir
húsfr.og b.á Hofsstöðum íGarðabæ
Sveinbjörn Jóhann Jóhannesson
búfr.og b. á Hofsstöðum íGarðabæ
Áslaug Sveinbjarnardóttir
garðyrkjufræðingur á
Espiflöt II
Kristín Jóhannesdóttir
húsfreyja í Fagradal á Hólsfjöllum
Jóhannes Eyjólfsson
bóndi í Fagradal á Hólsfjöllum
Klara Ólafía Benediktsdóttir
verkakona í Reykjavík
Gústaf Sigurbjarnason
vann hjá Pósti og síma í Reykjavík
Hulda Sæland
húsfr.og garðyrkjukona á Espiflöt I
Eiríkur Ágúst Sæland
garðyrkjufræðingur á Espiflöt I
Sigríður Eiríksdóttir Sæland
ljósmóðir í Hafnarfirði
Stígur Sæland
lögregluþjónn í Hafnarfirði
Úr frændgarði Axels Sæland
Sveinn Auðunn Sæland
garðyrkjufræðingur á
Espiflöt II
„VIÐ FUNDUM MÁLVERKIÐ Á EBAY,
BORÐIN Á BLAND OG LAMPANN Á
KIRKJUBASAR.”
„YFIRMAÐURINN ÞINN VILDI EKKI AÐ ÞÚ
HEFÐIR ÁHYGGJUR AF ÞVÍ AÐ VERKEFNIN
HRÚGUÐUST UPP, SVO HANN RAK ÞIG.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... yndisleg.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HVERS VEGNA ERU MÝSNAR Í
BOÐHLAUPI INNI Í ELDHÚSI?
OG AÐ ÞVO BÍLINN MINN? OG
AÐ GERA ARMBEYGJUR?
OG HVAÐ VARÐ UM KIPPUNA AF
ORKUDRYKKNUM?
ÉG HELD AÐ ÞÚ
SÉRT BÚINN AÐ
RÁÐA GÁTUNA,
SHERLOCK
ÉG ÆTLA AÐ FÁ
FRANSKAR KARTÖFLUR!
HVERS VEGNA FÓRUM VIÐ
ÞÁ Á SKANDINAVÍSKAN
VEITINGASTAÐ?
Bjarni Stefán Konráðsson setti áfacebook á aðfangadag:
Þótt oft sé dimmt í desember
og dúri löngum sólin,
helga birtu beri þér
blessuð, heilög jólin.
Hann rifjar upp, að Rósberg heit-
inn Snædal hafi sagt við sig: „Vertu
skáld“ fyrir tæpum fjörutíu árum.
Síðan hafi hann leiðrétt eina stöku
eftir sig og sagt: „Þetta máttu aldr-
ei gera aftur.“ Þannig hafi Rósberg
leiðbeint sér fyrstu skrefin og það
orðið sér ómetanlegt veganesti.
Í vor komu sex bækur út eftir
Bjarna Stefán hjá Bókaútgáfunni
Hólum. Ein nefnist Ljóð, ein Ljóða-
sögur, tvær Söngljóð og tvær
Stöku-vísur.
Nú hef ég þessar sex bækur fyrir
framan mig og er búinn að fletta
þeim og lesa. Þær fara vel í hendi
og eru smekklega uppsettar. Mér
þykja þær góðar og vel kveðnar og
tek hér sýnishorn úr Stöku-vísum.
Það er létt yfir þeim og myndmálið
óvænt:
Flestar kenndir frá mér sneru,
fimbulkuldi hjartað þvingar.
Og forskalaðar orðnar eru
allar mínar tilfinningar.
Í morgun upp á Mosfell bar
mig í veðrabáli.
Ögn þá hærra en áður var
yfir sjávarmáli.
Glaðleg er mín ytri hlið,
allt í þessu fína.
Í gleði minni geng þó við
grátstafina mína.
Það er stutt í sveitamanninn:
Kyngir niður kafamjöll,
kann ég það að meta.
Bóndinn gefur býsnin öll
búfénu að éta.
Bjarni Stefán var að fara til
Kölnar eftir eitthvert jólafríið á
Frostastöðum í Skagafirði, senni-
lega 1986:
Nú kveð ég þennan kæra fjörð
um kaldan dag á vetri.
Engan stað á okkar jörð
annan veit ég betri.
Bjarni Stefán er kominn suður:
Á mig leitar einhver hrollur,
ónot ég í huga finn.
Á Esjunni er hvítur kollur
og komið frost í huga minn.
Hér er lífsreynslusaga:
Marga daga myrka leit,
mér sem færðu hlekki.
Já, það er margt sem myrkrið veit
og margt sem það veit ekki.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vel kveðið og skemmtilega