Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Page 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Page 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2020 Við þekkjum öll þetta fólk. Þau eru vinirokkar, fjölskylda eða vinnufélagar. Oftskemmtilegasta fólkið, skynsamt og mikil gleði sem fylgir því. Af og til kannski smá vesen á því og stundum gerir það eitthvað sem okkur finnst pínu bjánalegt en gera það ekki allir? Smám saman tökum við eftir því að þetta gerist kannski fulloft. Við sýnum því þol- inmæði, því það er það sem maður gerir við vini sína. Smám saman verður til einhvers kon- ar mynstur sem segir okkur að þegar liðið er á kvöldið sé kannski mesta skynsemin að færa sig aðeins frá því. Það er eins og það breytist í aðra manneskju. Við erum hætt að kippa okkur upp við sögur um kvöld sem enduðu á versta veg en það verður augljóst að hér er vandamál á ferð. Veikindadögum fjölgar. Upp rennur sú stund að við gerum okkur grein fyrir því að þetta ástand getur ekki talist eðlilegt og viðkomandi sé hreinlega veikur. Það nær jafnvel svo langt að allir sjá það nema sjúklingurinn sjálfur. Hann er alkóhólisti. Ég hef ekkert vit á alkóhólisma þótt ég þekki mörg dæmi. En ég er mjög áhugasamur og vinir mínir sem hafa hætt að drekka hafa samviskusamlega svarað spurningum mínum, sem sumar eru sennilega frekar bjánalegar. Vinur minn, sem er mér sérlega kær, hefur sagt mér frá hverju skrefi í þessu ferli – frá fullkomnu vonleysi til bata. Um leið hefur mér fundist einstaklega merkilegt að fylgjast með því hvernig hann hefur nýtt þetta ferli til að finna og rækta sínar bestu hliðar. Ég er nokkuð viss um að hann, og reyndar fleiri vinir mínir, væru ekki til ef ekki væru til samtök sem heita SÁÁ. Samtök sem eiga sér merkilega sögu. Stofnuð af fyllibyttum fyrir rúmum 40 árum. Á tímum þegar það þótti aumingjaskapur að hafa ekki stjórn á drykkju sinni eða ná í það minnsta að fela hana nógu vel til að komast í gegnum daginn. Mér finnst ég vera ungur maður en ég var þó orðinn ellefu ára þegar þessi samtök voru stofnuð. Fram að því var reynt að koma fólki til Bandaríkjanna í meðferð – á Freeport. Það var dýrt og alls ekki á allra færi. Því fylgdi líka skömm enda almennt litið á alkóhólisma sem aumingjaskap frekar en sjúkdóm. Það er líka merkilegt að hugsa til þess að saga kvennabaráttu á Íslandi er tengd alkóhól- isma órjúfanlegum böndum. Fyrstu kvenna- samtökin börðust fyrir áfengisbanni. Dag- launamenn drukku út launin sín og fjölskyldur sultu. Heimilisofbeldi var daglegt brauð. Það hefur margt breyst en alkóhólism- inn er ekki að fara neitt. Ekki frekar en meðvirknin sem fylgir honum og heldur áfram að lita líf fjölskyldna um allt land og allan heim. Það er enn til fólk sem lítur þannig á að svo fremi sem það geti stundað vinnu, þá sé allt í lagi og þetta komi engum við. Kannski breytist það einhvern tímann. Á þessum skrýtnu tímum getur SÁÁ ekki safnað peningum með því að selja álfa og í gærkvöld var söfnunarþáttur þar sem unnið er að því að ná í pening til að geta haldið rekstr- inum áfram og haldið áfram að skila fólki aftur út í samfélagið. Ég gef með glöðu geði og það er enn hægt. Ég geri það fyrir vini mína sem hafa náð bata og líka þá sem náðu honum aldrei. Kannski sérstaklega þá. Og svo er líka sjálfsagt að velta því bara fyrir sér hver staðan væri ef við vær- um í sömu sporum og við vorum fyrir rúmlega 40 árum. Það er ekki spennandi tilhugsun. ’Upp rennur sú stundað við gerum okkurgrein fyrir því að þettaástand getur ekki talist eðlilegt og viðkomandi sé hreinlega veikur. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Að skila fólki Ekki svo að skilja að ErlendurHaraldsson hafi verið einn ábáti að kynna málstað Kúrda fyrir minni kynslóð þegar hún var að komast til vits og ára, en hann var það sem kalla má primus motor. Ég hef oft hugsað út í það hverju það sætti að þau okkar, sem fædd er- um um miðja öldina sem leið, vissum eins mikið og raun bar vitni um tilvist Kúrda suður í álfum, sum að sjálf- sögðu betur að sér en önnur, en all- flest höfðum við þó haft einhverja nasasjón af þessari fjallaþjóð. Og þarna kemur að Erlendi Har- aldssyni sem andaðist í vikunni sem leið tæplega níræður að aldri. Hann hafði numið sálarfræði í Þýskalandi og í Bandaríkjunum, gert dulsálar- fræði að sérgrein sinni og skrifað um hana og birt á mörgum tungumálum. En það eru Kúrdaskrif Er- lendar sem ég stað- næmist við. Hann hafði lagt land und- ir fót í orðsins fyllstu merkingu, haldið til Bagdad höfuðborgar Íraks og þaðan norður á bóginn til átaka- svæðanna þar sem frelsissveitir Kúrda háðu baráttu í vörn og sókn gegn íraska hernum. Um ferð sína skrifaði Erlendur leiftrandi lýsingu í bók sem Skuggsjá gaf út árið 1964 og bar heitið Með uppreisnarmönnum í Kúrdistan. Hann skrifaði einnig nokkrar ítarlegar greinar í Samvinn- una sem á þessum árum var fjörugt og víðlesið tímarit. Þetta gleyptum við mörg í okkur og miðluðum svo öðrum eftir atvik- um. Þannig seytlaði út fróðleikur um Kúrda. Bók Erlendar rifjaði ég nýlega upp eftir að vinur minn einn færði mér hana að gjöf. Stóð til af okkar hálfu að fá fund með meistaranum til að hlýða á frásagnir hans. Ég hafði hitt Erlend fyrir ekki svo ýkja löngu og vissi að hann var enn í fullu fjöri. Þá var hann nýkominn úr heimsókn til Barzanis þjóðarleiðtoga íraskra Kúrda. Réð ég af lýsingum hans á móttökum þar syðra að honum hefði verið tekið með kostum og kynjum enda vinur valda- ættarinnar og nánast sendiherra Kúrda í Evrópu fyrr á tíð. Meðan á Þýskalandsdvöl Erlendar stóð var hann nefnilega um árabil formlegur talsmaður Kúrda í norðanverðri Evr- ópu og varaforseti Alþjóðasambands Kúrda. Þegar ég hef hitt íraska Kúrda á fundum í Evrópu um málefni Kúrda, sem ég hef marga sótt, þá hafa menn af minni kynslóð og eldri allir þekkt til Erlendar og haft um hann viðurkenningarorð. En Erlendur Haraldsson var ekki einn um að miðla upplýsingum um Kúrda af þekkingu og innblæstri. Þar stöndum við einnig í þakkarskuld við Dag Þorleifsson, rithöfund og blaða- mann, sem hélt til Kúrdistan undir lok sjöunda áratugarins, nokkru síðar en Erlendur. Birti hann greinar um ferðir sínar og almennt um málefni Kúrda í Þjóðviljanum og víðar á þess- um árum. Í mín eyru nefndi Erlendur þá Dag Þorleifsson og Pál Kolka lækni gjarn- an í sama orðinu sem öfluga málsvara Kúrda. Sagði Erlendur að Páll hefði verið þeirra dugmestur í að safna fé til stuðnings Kúrdum. Fleiri nefndi hann til sögunnar. Í grein í Samvinn- unni frá árinu 1968 rifjar Erlendur það upp að árið 1966 hafi verið stofn- að sérstakt Kúrdavinafélag undir for- ystu Helga Briem sendiherra sem hafi verið manna fróðastur um sögu Kúrda. Hann segir líka frá því að þetta vináttufélag hafi að frumkvæði Páls Kolka haft sam- band við Íslands- deild Rauða kross- ins og hafi það leitt til þess að Al- þjóðarauðikrossinn hafi farið að veita hlutskipti Kúrda aukna og velviljaða athygli. Ekki ætla ég mér þá dul að fara hér inn í flókna sögu Kúrda og marg- breytileikann sem er að finna hjá þessari fjölmennu þjóð sem telur tug- milljónir og býr í fjórum ríkjum. Það sem ég vildi sagt hafa er hve ánægðir menn á borð við Erlend Har- aldsson, Dag Þorleifsson og þeirra líkar mega vera með sín verk sem skiluðu sér inn í vitund heillar kyn- slóðar. Nú gúggla menn og fá upp ótal slóðir með miklum upplýsingum. Unga kynslóðin hefur meiri mögu- leika til að afla sér fróðleiks en mín kynslóð sem var háð því að fá blaða- greinar og bækur inn á sitt borð. En tilefnið og hvatningin til að gúggla þarf að vera til staðar. Eftir sem áður þarf einhvern sem kyndir upp, skrásetur og miðlar. Við þurfum með öðrum orðum enn á þeim að halda sem tendra forvitnina og glæða áhugann. Það gerði Erlend- ur Haraldsson svo sannarlega. Þess vegna verður minning hans í háveg- um höfð. Erlendur, Kúrdar og mín kynslóð Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’Unga kynslóðin hef-ur meiri möguleikatil að afla sér fróðleiksen mín kynslóð sem var háð því að fá blaða- greinar og bækur inn á sitt borð. En tilefnið og hvatningin til að gúggla þarf að vera til staðar. Erlendur Haraldsson og Mustafa Barzani í Kúrdistan árið 1964. STOFNAÐ 1956 Ísafold 41 fundarstóll m. örmum 5.415 kr. m.vsk Tilboðsverð Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is 3 Fjöldi áklæða í boði ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.