Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Blaðsíða 22
500 gr. hveiti 375 gr. smjör 250 gr. sykur 1 egg ½ tsk. hjartarsalt 2 tsk. vanilludropar Hnoðið allt deigið saman og geymið í kæli í klukkustund. Setjið í hakkavél með stjörnu- járni í stað hökkunarhnífs, og mótið litla hringi. Eins er hægt að setja deigið í sprautupoka og sprauta hringi á plötu með bökunarpappír. Bakið við 250°C í um tíu mínútur eða þar til hringirnir fara að taka á sig lit. Vanilluhringir Þristatoppar 3 eggjahvítur 200 gr. púðursykur 250 gr. þristur (1 poki) Hitið ofninn í 175°C og stillið á blást- ur. Passið að hrærivélarskálin sé alveg hrein. Stífþeytið eggjahvítur og bætið sykri út í og þeytið áfram þar til hann samlagast vel og allt er stífþeytt. Skerið þristinn niður fyrst í helm- ing og svo í sneiðar. Bætið honum út í og blandið varlega saman með sleikju. Setjið bökunarpappír á ofnplötur. Notið tvær teskeiðar til að móta toppa og raðið 12-16 stykkjum á hverja plötu. Bakið í í u.þ.b. 12-14 mín. Frá Facebook-síðu: Matarlyst. 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2020 LÍFSSTÍLL Inniheldur: • Kólín sem stuðlar að: - eðlilegum fituefnaskiptum - viðhaldi eðlilegrar starfsemi lifrarinnar • Mjólkurþistil ogætiþistil sem talin eru stuðla að eðlilegri starfsemi lifrar og galls • Túrmerik og svartur pipar HEILBRIGÐ MELTING Active Liver stuðlar að eðlilegum efnaskiptum Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Góður árangur „Ég er mjög meðvituð um líkamsstarfsemina og veit að fita getur safnast á lifrina. Ég ákvað að prófa Active Liver eftir að ég sá að það er gert úr náttúrulegum efnum. Ég fann fljótlega mun á orkunni og mér finnst auðveldara að halda mér í réttri þyngd. Ég finn líka mun á húðinni en hún ljómar meira og er mýkri. Ég er mjög ánægðmeð árangurinn ogmæli með Active Liver fyrir fólk sem hugsar um heilsuna og vill halda meltingunni góðri.” Jóna Hjálmarsdóttir. 175 gr. hveiti 100 gr. smjör (frekar hart) 60 gr. sykur ½ tsk. hjartarsalt 1 egg 10 möndlur 1 msk. sykur Sáldrið hveiti og hjart- arsalti á borð. Hrærið sykurinn saman við og myljið smjörið þar í. Hrærið eggið með gaffli út í miðju deigs- ins. Deigið er hnoðað þar til það er sprungu- laust og jafnt. Látið á kaldan stað um stund. Deiginu er svo skipt í 4 til 5 hluta og úr hverjum hluta eru gerðar flatar kökur, sem dýft er í hveiti og flattar út svo þunnt sem hægt er. Mótið kringlóttar kökur með glasi. Smyrjið kökur með hrærðu eggi. Saxið möndlur smátt og blandið einni matskeið af sykri sam- an við. Setjið möndlu- og sykurmylsnu á miðjar kökur með te- skeið. Raðið á kalda smurða plötu, eða plötu með bök- unarpappír og bakið við góðan hita (190- 200°C) þar til kök- urnar eru ljósbrúnar. Gyðingakökur 500 gr. hveiti 200 gr. sykur 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. hjartarsalt ½ tsk. kanill ½ tsk. kardimommuduft 200 gr. smjör 1 egg (og annað til að pensla) 150 gr. mjólk sveskjusulta (ca. 600 gr.) Blandið þurrefnunum sam- an á borði og myljið smjör- ið út í. Bleytið síðan með egginu og mjólkinni. Hnoð- ið vel. Gott er að geyma deigið nokkrar klst. Ef það er sett í ísskáp þarf að láta það ná stofuhita áður en það er flatt út. Skiptið deiginu í 4 til 5 hluta sem eru flattir út, ekki mjög þunnt. Skerið út hringlaga kökur með glasi eða móti. Setjið sveskju- sultu í miðju hverrar köku með teskeið en passa að setja ekki of mikið, þá springa kökurnar í bakstr- inum. Hver kaka er brotin saman til að mynda hálf- mána. Pressið barmana saman með gaffli. Raðið kökunum á bökunarplötu með bökunarpappír og penslið hverja köku með hrærðu eggi. SVESKJUSULTA 600 gr. sveskjur smá vatn sykur eftir smekk Sjóðið sveskjurnar í svolitlu vatni þar til þær eru mjúkar. Hrærið í pottinum annað slagið svo ekki brenni við. Hakkið þær síðan í hakkavél eða mat- vinnsluvél. Setjið aftur í pott og hitið með smá sykri á lágum straumi. Smakkið og bætið við sykri ef þurfa þykir. Hálfmánar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.