Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Qupperneq 8
Elsku hjartans Bogmaðurinn minn, þú hefur enga þolinmæði fyrir leiðindum og
veist ekkert verra en að láta tímann líða og að láta þér leiðast. Þessi mánuður verður sko alls ekki
rólegur, en hann gæti byrjað með blankalogni og engu sérstöku.
Það eina sem þú skynjar er að þú sért að rífast inni í þér, svipað og þegar ég segi: Þú ert óþolandi,
Sigga, það er allt svo ömurlegt, þá heyri ég eins og aðra rödd segja: Hættu að vorkenna þér, drífðu í
þessu strax og þá byrja báðar Siggurnar að hlæja.
Það hafa verið töluverðar breytingar hjá þér sem þú gætir að sumu leyti ekki verið ánægður með.
Það eina sem þú þarft að gera er að gefa þessu öllu sem er að gerast þolinmæði og þá verður þú
ánægðari og ánægðari með breytingarnar, hvort sem það tengist fljótfærni eður ei.
Á eftir logninu kemur stormurinn, og það er þinn stormur. Þú getur feykt þér áfram á undan
vindinum, verið sæll og ánægður með húsnæði og starf og fundið á þér að þú sért á réttri leið. Þetta
tekur kannski smátíma, en þú hefur nóg af tíma. Næstu tveir mánuðir færa nær þér svo margt og
mikið og þú verður að vera tilbúinn til þess að láta ekkert á þig fá, því það er engin ástæða til.
Í fjármálum finnurðu sniðuga leið til þess að létta þér lífið, ekki treysta öllum fyrir hugsunum þín-
um, því það er betra að misstíga sig með fótunum en tungunni. Þú skalt líka halda þeim leyndar-
málum sem þér er treyst fyrir hjá þér, því sagan segir að þá þjóð veit ef þrír vita.
Þegar nýtt tungl hefur göngu sína 14. desember halda þér engin bönd og þú ferð að plana ferða-
lög, sama hvað hver segir. Ástin er nálægt hjarta þínu, opnaðu fyrir hana og gefðu henni tækifæri ef
þú ert á lausu, en ef þú ert það gæfusamur að hafa ástina í lífi þínu skaltu bara ríghalda í hana því þú
ert heppinn.
Tíminn er nægur
BOGMAÐURINN | 22. NÓVEMBER 21. DESEMBER
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2020
Elsku Steingeitin mín, þetta eru svo sannarlega merkilegir tímar sem þú ert að
fara inn í næstu 40-50 daga, það er eins og allt ætli að gerast á þinni vakt. Allt réttlæti er fólgið í
sannleikanum í kringum þig, þú finnur svo mikla nauðsyn til að brjótast út úr vanamynstri sem hef-
ur verið að tefja þig um langan tíma. Vaninn er eins og snjókorn sem smátt og smátt hylja jörðina og
þegar nóg er komið af þeim kemur snjóflóð. Þú stendur rétt fyrir framan það og hvort sem þú vilt
eða ekki og þá þarftu að brjótast út úr vananum. Þetta verða þín mestu gæfuspor um langan tíma.
14. desember á nýju tungli muntu fara að finna að fólk snýr sig næstum úr hálslið þegar þú gengur
framhjá. Þú dregur að þér ástina, svo opnaðu augun svo þú sjáir hana.
Hinn 21. desember fer sólin inn í steingeitarmerkið og þá kemur sá kraftur inn að þér finnist að
þú getir allt, og það er hárrétt. Þú verður svo hissa á því hversu margir leita til þín og hvort sem það
er manneskja sem á erfitt, vinir eða fjölskylda, þá gefurðu tíma þinn svo óeigingjarnt.
Þú þarft ekki að ljúga neinu, hvorki um líf þitt né aðstæður. Ein lítil lygi dregur nefnilega að sér
sjö aðrar og þá festistu í neti. Maður man nefnilega það sem er satt og með sannleikann að vopni eru
þér allir vegir færir, hvort sem það tengist vinnu, verkefnum eða uppgjöri. Þú ert að leggja af stað í
ævintýri sem þig hefði ekki órað fyrir að væri á vegi þínum.
Ég dreg fyrir þig tvö spil, annað spilið gefur töluna tvo sem segir að þú eigir að stjórna og mynda
liðsheild, því það er að vera stjórnandi. Hún sýnir líka að þú lokar dyrum að baki þér, heldur á lykl-
inum að lífinu og ert að opna aðrar dyr. Spil númer tvö hefur töluna níu sem gefur þér vellíðan og
sýnir að óskir þínar geti ræst. Þetta gæti opnað fyrir tengingar út um allan heim, sem gæti til dæm-
is byggst á einni persónu sem verður á vegi þínum eða litlu atriði, sem sýnir hvað heimurinn er lítill.
Réttlætið í sannleikanum
STEINGEITIN | 22. DESEMBER 19. JANÚAR
Elsku Vatnsberinn minn, þú hefur til að bera svo mikið tákn tilfinninga, en hef-
ur verið svolítið alvarlegur á að líta. En það fer þér ekki að hætta að leika þér, því þá verður hug-
ur þinn þungur og þú eldist bara. En eina ástæðan fyrir því að fólk eldist er að það hættir að leika
sér.
Hafðu engar áhyggjur af veröldinni, því heimurinn hefur ekki versnað, fréttaþjónustan hefur
bara batnað. Þú þarft að nýta þér þá tækni sem þú hefur til að útiloka það sem þyngir anda þinn.
Hvort sem það eru fréttir, fólk eða aðstæður.
Þess vegna þarftu að hleypa barninu út úr hjarta þínu eins og sönnu mikilmenni hæfir. Þegar
þú verður reiður eða óhamingjusamur áttu erfitt með að fela það. Svo þú skalt þurrka þá skoðun
af andliti þínu, brosa og láta öðrum líða vel, þá kippistu í gírinn.
Hlutverk þitt í lífinu er að koma miklu til leiðar, þó það sé bara fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína
eða aðra. Ég ætla að draga fyrir þig tvö spil og fyrra spilið gefur töluna tvo, sem er tilfinningar og
ástríða.
Hún segir líka að í huga þínum sé visst stríðsástand, en það eru bara hugsanir sem þú hefur
leyft að dvelja þar. Hitt spilið gefur hjarta og töluna fimm, sem tengir þig við ástríkt ferðalag og
fyllir þig drifkrafti og fær þig til að sjá skýrt hvað þú þarft að gera. Þú hefur áorkað svo miklu og
á stuttum tíma sérðu að draumar þínir eru að verða að veruleika.
Í ástinni ertu sjálfstæður og magnaður karakter sem dregur að sér elskendur úr öllum áttum.
Þú þarft að passa þig sérstaklega á því að leika þér ekki að ástinni. Það er svo margt sem er að
koma í ljós núna í desember, sem skreytir líf þitt og draumana þína.
Hleyptu barninu út
VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR
Desember
Elsku Fiskurinn minn, þú ert ástríðufullur, hlýr og glæsilegur og líka drep-
fyndinn og drengilegur. Þú hefur svo dásamlega frásagnargáfu og gæðir allar sögur lífi. Vinahóp-
urinn þinn er litríkur og ólíkur og þú ert ávallt fyrstur til að mæta ef einhver á bágt. Þér er gefinn
nægur tími og þú átt að gefa, nota og gleðja tímann þinn en ekki eyða honum.
Besti dagur ævi þinnar er núna, en það er þitt að skapa hann. Þú átt það nefnilega til að skjálfa
yfir fortíðinni, kvarta yfir nútíðinni og hræðast framtíðina.
Þú þolir illa gagnrýni og verður alveg úthverfur ef þú fréttir af henni. En þeir sem eru að gagn-
rýna eru bara að nota lélega aðferð til að hæla sjálfum sér. Svo eina leiðin, elsku Fiskurinn minn,
til að komast hjá gagnrýninni er að segja ekki neitt, gera neitt eða að vera ekki neitt. En það
passar engan veginn inn í þinn karakter.
Svo haltu ótrauður áfram eins og fiðrildið sem hefur fallegustu litina. Þú þarft að vera á mikl-
um hraða, annars fer þér að leiðast. Svo taktu að þér eins mörg verkefni og þú mögulega getur,
því þú færð nægan tíma til að leysa þau öll.
Endurskipuleggðu það sem er að stressa þig, en þú vinnur samt best undir stressi. Þú elskar
að elska og átt auðvelt með það og ekki gleyma því að á sviði ástarinnar muntu þroskast mest.
Ekki vera fáskiptinn og kuldalegur ef þú ætlar að næla þér í ástina, notaðu alla þessa rómantík
sem býr í þér og þú átt eftir að sjá flugeldasýningu.
Þér mun ganga vel á framabrautinni, en átt að setja meiri kraft í félagslífið (sem er algjörlega
bannað). Og það eru mýmargar lausnir til þess að vera í tengingu á þessari tækni- og tölvuöld
sem við lifum á. Þú hefur svo dáleiðandi aðdráttarafl, þess vegna elskar ástin þig.
Gæðir allar sögur lífi
FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS
Elsku Hrúturinn minn, þú átt það til að vera svo mikill hugsuður og
getur hugsað of djúpt um lífið. En lífið er jafn eðlilegt og dauðinn og því er aðalaðtriðið
að njóta tímans sem þú færð. Ekkert er sóun á tíma sem skilur eftir minningar og það er
ekki hægt að kaupa lífið, það er alltaf gjöf.
Þú ert eins og gömul stytta, það er alveg sama hvaða hamfarir hafa dunið á þér, þá
stendur þú alltaf keikur. Þetta er viss list og með þessu dregurðu að þér það fólk sem
styður það sem þú vilt. Það er eitt sem þýðir alls ekki fyrir þig, sem er að fela þig frá
vinum eða lífinu sjálfu.
Það er svo magnað að þegar þú kallar þá heyrist hærra í þér en í öllum öðrum. Sýndu
réttar tilfinningar, hvort sem það er grátur eða gleði, því þú ert að losa þig við hindranir
og stíflur úr líkama og sál. Það er nefnilega þannig að í því erfiðasta sem við lendum í
opnum við augun og fáum mesta máttinn.
Ég dreg tvö spil fyrir þig og annað spilið hefur töluna sex sem táknar fjölskyldu,
samheldni og minningar tengdar ástinni. Í hinu spilinu færðu hjartafjarkann sem sýnir
grænan íslenskan ópalstein sem færir þér aukna orku, eflir einbeitingu og peninga-
flæði.
Þú finnur svo margt sem virðist hafa verið týnt eða þú hefur verið búinn að gleyma og
gleðst alveg óendanlega yfir litlu hlutunum sem byggjast upp í lífi þínu. Það eru engin
ný ástarævintýri á leiðinni til þín, svo gefðu hjarta þitt og ást í það sem þú hefur, því
hún er mikil og sönn.
Litlu hlutirnir gleðja
HRÚTURINN | 21. MARS 19. APRÍL
Elsku Nautið mitt, þú hefur verið að hugsa mikið á þessum athyglisverðu tímum sem
við lifum á. En þú mátt ekki gefa þér leyfi til að hvílast of mikið eða stoppa, sama hvað gengur á. Því þegar
þú stoppar, þá stoppar tíminn og allt verður ekkert. Þú þarft að skapa gleðina og hafa jól alla daga. Ef þér
finnst enginn vera að hringja í þig og þú ert leiður yfir því, þá hringdu bara sjálfur. Hafðu miklu meira
samband við þá sem koma upp í huga þinn og ef þú hugsar einhvern sérstakan, þá áttu að hringja strax.
Þú ert næmur fyrir öllu umhverfi þínu, svo færðu til í umhverfi þínu til að skapa réttan eða betri
anda. Skiptu um föt oftar en þú vilt, því um leið og þú klæðir þig klæðirðu þig í aðra orku. Ekki hanga
í náttfötunum þó að þú getir það, því þá ertu ekki tilbúinn til að taka á móti nýjum gjöfum.
Hafðu þig til á hverjum degi eins og þú sért að fara í merkilega veislu, því þá skynjar veröldin og
uppspretta alls að þú sért að kalla á eitthvað skemmtilegt og þá byrjar ballið.
Allt annað lætur þig bara dekra þig í þunglyndi, já við dekrum okkur í þunglyndi. Við segjum; það
er allt ömurlegt, það er allt ómögulegt, þetta er versta ár sem ég hef lifað. En þessi orð gera ekkert
annað en að kasta leiðindunum í kringum mann eins og vondum bjúgverpli.
Þú átt að vægja fyrir óvinum þínum því þú átt eftir að græða á því seinna. Reiði er eins og steinn sem
þú kastar í geitungabú, stórhættuleg og sérstaklega fyrir þig. Þetta er vegna þess að þú ert svo tilfinn-
ingaþrungin týpa, svo útilokaðu reiðina og lagaðu hana, alveg sama hvað þú þarft að gera til þess.
Þú ert á tímabili ástarinnar og góð ást verður betri en vond ást getur sprungið. Ekki halda í neitt
sem tengist ástinni ef það hefur verið sífellld hindrun. Þú ert bara á þessari plánetu til að elska og sér-
staklega þig sjálfan. Og þegar þú sérð það verður auðvelt að fá alla þá ást sem þú vilt, þú hrekkur í
gírinn og munt skilja tilgang þinn, hver þú ert og hvert þú ert að fara.
Þú þarft að skapa gleðina
NAUTIÐ | 20. APRÍL 20. MAÍ