Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Side 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Side 10
Elsku hjartans Meyjan mín, Venus er svo sterk yfir öllu hjá þér og lyftir þér upp í gleði og meiri gleði. Og hvað vill maður annað en að líða vel og vera hamingjusamur? Ekki neitt! Svo gleðin heldur í báðar hendur þínar og þú finnur ástríður til að gleðjast með öðrum yfir því sem þeir hafa áorkað. Það er náttúrlega alfarið þitt að vita og velja hvar þú vilt vera í þessu kapphlaupi lífsins. En eft- ir 20. desember er vinna og heilsa í fyrirrúmi og að setja sig í gamla góða keppnisskapið ef þú vilt ekki að aðrir drattist fram úr þér. Þetta er valkostur, en þú klárar allt sem þú ætlar þér og það er sko alveg nóg. Í fortíð þinni er fólgin mikil viska, þú ákveður að nota hana mun betur en áður til að útkoman verði þín besta framtíð. Það er eins og hjartsláttur þinn gefi þér þann rytma og skilning að sjá til hvers vegna þú ákvaðst að koma hingað til jarðar. Ekkert er alveg tilviljun, heldur ratar þú ýmsa vegi til þess að enda á hárréttum stað sem til- gangur þinn er fólginn í. Þú velur þér foreldra áður en þú kemur hingað á jörðina, svo alveg sama hvort þér finnst það vera jákvæð eða neikvæð reynsla er hún til þess að sýna þér hvað þú getur. Stór uppgjör eru ekki í kortunum, en eftir 21. desember færðu möguleika til að brjótast út úr að- stæðum ef þær hafa pirrað þig. Ég dreg fyrir þig tvö spil úr bunkanum góða og þar færðu töluna fjóra sem sýnir að þú ræður og svo er mynd af hjartastöðunni þinni sem segir að þú getir talað skýrar, þá færðu það sem þú vilt. Hitt spilið er með fjölskyldu og ástartölunni á, tölunni sex, sem sýnir þig gleðjast í sigri og frama. Gleðin heldur í hendur MEYJAN | 23. ÁGÚST 22. SEPTEMBER Elsku Vogin mín, eins og þú veist mætavel eru nauðsynjar sálarinnar ekki keyptar fyrir peninga. Þar af leiðandi geturðu líka séð að lífið er bara fengið að láni. Að vinna mikið er það besta sem þú getur gefið sálinni þinni í desember. Og þá þarf það ekki endilega að vera vinna sem gefur peninga, heldur að klára það sem þú átt ólokið og vera sífellt að gera eitthvað. Þá munu áhyggjurnar ekki þvælast fyrir þér og þær geta steindrepið mann ef þær þvælast fyrir okkur. Þú ert í nógu miklu peningaflæði, svo vertu opin og hugrökk, því það er miklu betra. Ég var að segja að peningar skiptu kannski ekki öllu, en það er betra að grenja á Saga Class en aftast í strætó, því peningar skapa ekki hamingju en geta samt haft róandi áhrif á taugakerfið. Merkúr dansar yfir þessu tímabili hjá þér, enda verður mikið fjör. Hann fær þig til að taka skemmtilega áhættu og sýnir þér hvernig þú getur komið þér aftur og aftur á óvart; hvaða kar- akter þú hefur að geyma. Ástin getur verið hættuleg, þú gætir brennt þig ef þú ert að leita að of mikilli spennu. Taktu bara eitt og eitt skref í ástinni, ekki stökkva á einhvern bara til að stökkva. Ég ætla að draga fyrir þig tvö spil og fyrra spilið segir þú sért að vonast eftir einhverju sér- stöku. Þetta tengir töluna átta, sem getur verið vinna, heimili eða eitthvað af mikilli stærðar- gráðu. Þessi von mun verða að veruleika áður en og öðruvísi en þú býst við. Svo færðu töluna sjö og mynd af tvíburaturnum. Þetta táknar andlega leið sem þú ert að skoða með sjálfan þig í huga. Þetta segir þér líka að þú þurfir að vera þolinmóð (sem er alls ekki þín helsta dyggð!) og einnig að skipuleggja vel. Settu kraftinn í verkið, þá uppskerðu kraftaverk. Kraftur skilar kraftaverki VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER Elsku Sporðdrekinn minn, þú þarft að muna það núna að enginn er betri en annar. Kirkjugarðarnir eru fullir af fólki sem við héldum að væri ómissandi. Þú skalt skoða að þér gengur miklu betur ef þú ert þinn eigin herra, hvort sem það er í starfi, skóla eða í ástinni. Láttu ekki aðra hindra þig eða hefta, því þá ertu ekki frjáls. En frelsinu fylgir ábyrgð og þess vegna færðu svo oft þá tilfinningu til þín þú óttist það. Svo segðu NEI við sjálfan þig hátt og skýrt og svo við þá líka sem vilja hefta þig. Það hefur verið mikið að gerast, bæði gott og slæmt, eins og táknin jin og jang tákna bæði gott og vont, en gefur jafnvægi. Þú skalt leggja meiri rækt við ástina og fjölskylduna, þá færðu marg- falda uppskeru og hamingju í lífinu. Þú finnur betur á þér hverjir styðja þig og hverjir eru sannir vinir. Erfiðleikar sem eru búnir að vera í kringum þig tengt öðru, jafnvel nátengdu fólki eru alls ekki eins miklir og þú bjóst við, svo þakkaðu fyrir það. Ég ætla að draga fyrir þig tvö spil og þú færð spil með tölunni 14, í því býr leiðtogi og þrjóska. Þrjóska getur verið það besta sem einkenn- ir þig, en getur einnig táknað það versta. Þetta spil þýðir þolinmæði, svo þú átt að leyfa tímanum að vinna með þér og trúa að allt muni ganga vel. Þetta táknar líka réttvísi sem er það sama og líftrygging þín, og hlýðni sem er þá líka iðgjaldið að henni. Þú færð líka hjartagosa í spilunum mínum og táknar það unga manneskju sem hefur mikil áhrif á þig og þetta spil gefur mikið innsæi, hjálpar þér að horfa á hluti frá réttu sjónarhorni og örvar huga þinn. Þú átt eftir að nýta þér svo vel allt sem hefur gerst og þú finnur að lífsorkan verður sterkari. Veikindi minnka eða hverfa og þú færð kraft og hugrekki flugdrekans. Rækt við ást og fjölskyldu SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 21. NÓVEMBER 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2020 Elsku Krabbinn minn, horfðu vel í kringum þig því hamingjan er þar sem þú ert. Þú átt eftir að mæta svo fallegum örlögum, sama hvaða leið þú ert að fara og hvort sem þú vilt fara hana eða ekki. Allt upphaf og breytingar eru hjá þér, svo vertu þakklátur þótt þú sért bú- inn að upplifa sársauka. Ég ætla að draga fyrir þig tvö spil og þú færð töluna fimm sem er tákn breytinga fyrir fjármál og veraldlega vegferð. Og það er svo merkilegt að þú dregur líka spaðaþristinn sem hjálpar þér að efla þriðja augað og næmni sem laðar til þín ást. Það er eins og þú sért búinn að borða eplið af skilningstrénu, skilur sjálfan þig og aðra betur og áttar þig betur á því sem þú þarft að gera. Þú sérð að það eru bara ósköp einfaldar breytingar sem verða hamingja þín. Maður heldur oft að pollurinn sem maður er að vaða yfir sé dýpri en hann er í raun. En það kemur þér á óvart að þú ert með réttu tækin og tólin til að berjast við alla dreka, hvort sem þeir eru utan eða innan huga þíns. Þú ert heppinn í fjármálum, en átt það til að eyða um efni fram. Það er alveg sama þó þú tapir fé, það mun alltaf leita til þín aftur. Þú hefur ríka hugsun og það er allt sem þarf. Hvort sem þú ert karl eða kona þá leitarðu svo sannarlega eftir félaga í baráttunni og þegar þú finnur hinn helminginn af sálinni þinni ertu trygglyndið og trúfestan uppmáluð. Þú ert samt alveg yndislegur daðrari, en meinar ekki neitt með því. Það eru lítil kraftaverk bú- in að vera að myndast í kringum þig, taktu mjög vel eftir þeim því sú heild myndar hið stóra kraftaverk sem breytir lífi þínu og líðan. Litlu kraftaverkin KRABBINN | 21. JÚNÍ 22. JÚLÍ Elsku Tvíburinn minn, það hefur allt verið töluvert út og suður í lífsmeng- inu þínu og þú ert ekki alveg viss um hvernig þú átt að sópa lífinu saman. En það er mín staðfasta skoðun að þetta fallega tungl sem var í tvíburamerkinu rétt fyrir mánaðamót geri líf þitt svo miklu auðveldara. Þú hristir þig til, fangar hugrekkið og manst það að mótbyr er styrkur flugdrekans til að fljúga hærra og það tákn er sent þér. Hugrekki felst í því að kæra sig kollóttann um hvort eitthvað er að óttast og það er bara óttinn sem einmitt getur stoppað þig. Þinn sanni sig- urvegari er að koma í ljós og sá sem gengur sigurbrautina er aldrei hræddur, því þá væri hann ekki sigurvegari. Það er svo margt og mikið og svo miklu meira en þú heldur sem býr í þér. Sálin þín er eins og Kringlan þar sem allt milli himins og jarðar fæst og sálin hefur allt það merkilega sem þig vantar. Ákvörðun er allt sem þarf, þú segir við sjálfan þig: ég ætla að taka ákvörðun um þetta eða ákvörðun um hitt og þá spretta vængirnir fram og þú flýgur hærra. Það eru svo margir alveg heillaðir af þér og hafa sterka skoðun á því hvað þú getur. Hlust- aðu aðeins meira á þær manneskjur og steingleymdu því sem braut þig niður síðustu mánuði, það er alveg óþarfi að muna of mikið. Það eru galdrar yfir ástinni fyrir þá sem vilja bjóða henni heim. Vertu hugrakkur og ein- lægur, því þá myndast engir veggir eða hindranir í kringum hana. Velferð þín verður miklu betri en þú vonaðist eftir, en þú þarft að taka nokkrar ákvarðanir og teygja þig aðeins lengra, þá verður galdurinn þinn. Ákvörðun allt sem þarf TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ Elsku Ljónið mitt, þú ert búinn að vinna ýmsa sigra og tapa nokkrum sinn- um líka. Skoðaðu fyrst og fremst það sem þú hefur gert vel, því þá gengur betur í því. Ekki dæma þig fyrir nokkurn skapaðan hlut, því þú átt það til að vera dómharðasta merkið. Desember er svo öflugur inni í lífi þínu, sérstaklega í kringum 13., 14. og 15. desember. Þú sérð að allt lagast eftir þann tíma og einu vopnin sem þú færð í hendurnar eru heiðarleiki og frumleiki. Fram að þeim tíma verður eins og þú sért á skautasvelli og sért ekki búinn að æfa þig nógu vel. Æfingin skapar Íslandsmeistarann og aukaæfingin skapar heimsmeistarann. Þú finnur það í sálu þinni að eitthvað óvenjulegt er að fara að gerast, þú verður eins og á verði. Og þar ertu nákvæmlega bestur; að vera á tánum og tékka á öllum möguleikum. Þetta ár endar svo vel fyrir þig að þú getur sagt að 2020 hafi verið árið sem breytti þér og lífinu til hins betra. Þú skalt baða þig í auðmýkt og passa að blása ekki á annarra manna kerti til að þitt skíni skærar. Þegar þú finnur auðmýktina færðu þjónustulundina og þegar þú eflir þjónustuna við það fólk sem er í kringum þig. Þú hleypir öðrum fram fyrir í biðröð, heldur á pokum fyrir þá sem hafa of marga að halda á og býður þig jafnvel fram sem sjálfboðaliði. Allt þetta eflir hjartað, ástina og frjósemina. Hrein ást mun skína á þig þegar þú finnur þessar tilfinningar í hjarta þínu. Það opnast og þú elskar meira og meira. Erfiðleika og vandamál sem þú getur tengt úr öðrum tíma muntu ekki kalla mistök, heldur sjá að það er reynsla sem gerir þig að þessari dásamlegu manneskju sem þú ert að þróast í að verða. Öflugur desember LJÓNIÐ | 23. JÚLÍ 22. ÁGÚST Taktu ákvörðun þá finnur þú gleðina. Knús og kossar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.