Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Qupperneq 12
H elga Rósa og Rögnvaldur buðu blaðamanni inn á fallegt heim- ili þeirra í Garðabænum einn dimman og kaldan eftirmiðdag í nóvember. Á heimilinu er líf og fjör, enda búa þar þrír fallegir bræður, þeir Bjartur þriggja ára, Ari fimm ára og Már sjö ára. Drengirnir fóru upp að leika til að gefa for- eldrum smá næði til að spjalla við gestinn. Hjónin hafa staðið í ströngu þetta árið og þurft á öllum sínum styrk að halda, en bæði eru þau í krefjandi störfum þar sem kórónuveiran hefur leikið stærra hlutverk en hjá okkur hinum. Náðu saman í Eyjum Helga Rósa hefur unnið á bráðamóttökunni, með nokkrum hléum, frá 2003 þegar hún byrj- aði þar sem hjúkrunarnemi. Á þeim tíma kom hún einnig við á þeim ólíkum stöðum Neskaups- stað, Indlandi og Kanada þar sem hún kláraði meistaranám. Helga Rósa tók við sem aðstoð- ardeildarstjóri 2012 en í mars á þessu ári tók hún við sem deildarstjóri og er þar með orðin yfirmaður um þrjú hundruð manna. „Ég tek við í mars og við tekur Covid og verk- föll.“ Rögnvaldur, sem þurfti að taka stutt símtal, er sestur hjá okkur. Hann er alltaf á vaktinni, enda nóg að gera í almannavarnadeildinni um þessar mundir. Við hefjum spjallið á léttari nót- um; látum Covid bíða um stund. Blaðamaður vill vita hvernig parið kynntist, en þau hafa verið saman frá 2008, en höfðu rekist á hvort annað löngu áður, með reglulegu millibili. Rögnvaldur segist fyrst hafa séð Helgu Rósu þegar hún bjó í Neskaupstað, en hún ekki tekið eftir honum þá. „Við vorum með stóra æfingu á Seyðisfirði; æfingu fyrir ferjuslys. Við vorum búin að und- irbúa það í langan tíma og fara nokkrar ferðir austur og hitta alla aðila sem hægt var. Ég hélt ég væri búin að hitta alla sem kæmu að æfing- unni en á þessari æfingu komu fjórar konur, hjúkkur frá Neskaupstað,“ segir hann. „Og björguðum öllu,“ segir Helga Rósa og brosir. Svo liðu tvö þrjú ár og aftur lágu leiðir þeirra saman á æfingu á Sauðárkróki. „Þá kom þyrlan með greiningarsveit frá Landspítalanum og hún var þar á meðal. Þá kveikti ég og vissi að ég hafði hitt hana áður,“ segir hann. „Ég hafði líka eitt sinn farið í heimsókn niður í samhæfingarstöð og þar man ég eftir þér en þú ekki eftir mér,“ segir hún og hlær. „Síðan var það augnkontaktið í Vestmanna- eyjum árið 2008; við munum bæði eftir því,“ segir Helga Rósa kímin. Sú ferð varð þeim ör- lagarík. „Hún kom inn á veitingastað og ég man ég starði,“ segir hann og Helga Rósa segir vini þeirra hafa í kjölfarið plottað að koma þeim saman, en þarna var hópur fólks á almannavarnaæfingu. Hún segir það hafa verið augljóst; þau hafi verið látin sitja saman og send saman að ljósrita gögn. „Ég fattaði ekki neitt; það er ástæða fyrir því að ég er ekki rannsóknarlögreglumaður,“ segir hann og brosir. Fáum borgað fyrir svartsýni Rögnvaldur hefur verið í lögreglunni í 28 ár, þar af síðustu fimmtán ár í almannavarnadeild. Hann segir að í starfinu felist að halda utan um æfingar og þjálfunarmál fyrir alla viðbraðsaðila eins og lögreglu, slökkviliðsmenn, björgunar- sveitir og Rauða krossinn. Einnig sinnir hann gerð áætlana, kennir námskeið og sækir fundi og námskeið á erlendum vettvangi. „Við gerðum heimsfaraldursáætlun árið 2006 og þurftum að nota hana 2009 þegar svínaflens- an gekk hér,“ segir hann og segir þau hafa til dæmis skoðað vel spænsku veikina. „Við fáum borgað fyrir að vera svartsýn. Við hugsum um allt það versta sem gæti gerst og reynum að undirbúa okkur fyrir það, en það er allt á bak við tjöldin. Enda er best að fólk geti verið rólegt í sínum lífum og við getum svo brugðist við ef á þarf að halda,“ segir hann. Helga Rósa segir þau á bráðamóttöku hafa þurft að undirbúa sig hratt þegar kórónuveiran hélt innreið sína hingað til lands. „Það var rosalega vinna í upphafi því þetta var svo óþekkt. Þetta var kapphlaup að fá nýjar upplýsingar, teikna upp verklagið, búa til leið- beiningar og breyta húsnæði. Þegar maður hugsar til baka sér maður að þetta var tryllt vinna. Manni leið eins og maður væri í mara- þonhlaupi þar sem maður vissi ekki kílómetra- fjöldann og maður hljóp í spretti,“ segir Helga Rósa. Í vor þegar fyrsta bylgjan gekk yfir unnu bæði hjónin mikið. Helga kom þá heim upp úr sex á kvöldin og Rögnvaldur dreif sig þá aftur í vinnu, en auðvitað þurfti að sinna þremur litlum drengjum heima fyrir. „Svona gekk þetta í margar vikur.“ Flækjustigið jókst Helga Rósa var sem fyrr segir nýtekin við sem yfirmaður, en segist hafa dyggan stuðning sam- starfsfólks. „Ég er aldrei ein og þarna eru aðstoðardeild- arstjórar og margir aðrir sem ég get leitað til. En auðvitað var það heilmikil áskorun að standa í brúnni og kollsteypa bráðamóttökunni vegna Covid. Plássið hefur ekkert stækkað en verk- efnunum hefur fjölgað,“ segir Helga Rósa en segir að komur á bráðamótttöku hafi minnkað verulega í faraldrinum, enda fólk ekki að koma með minni háttar vandamál. „Flækjustigið jókst, því við þurftum að taka á móti öllum í raun eins og þau væru með Covid. Við fengum inn í upphafi nokkra sjúklinga með ódæmigerð einkenni Covid sem reyndust síðan vera með Covid og misstum því starfsfólk í sóttkví. Þá tókum við ákvörðun um að sinna öll- um í fullum hlífðarfatnaði. Það gerðum við þarna í upphafi. Það var mjög erfitt, en velvildin sem okkur var sýnd var ótrúleg. Það rigndi inn gjöfum til okkar á kaffistofuna; ís, drykkjum, prótínstykkjum og fleiru. Það gerði mjög mikið fyrir andann,“ segir hún. „Ég er enn að fóta mig í þessu stjórnunar- starfi sem ég er í og finn alveg að ég er enn hjúkrunarfræðingur. Það eru tæplega þrjú hundruð manns sem vinna undir minni stjórn þannig að ég geri ekki annað en að vera stjórn- andi, en sakna þess að vera líka á gólfinu því það er mest gefandi,“ segir Helga sem segist hafa ákveðið strax sem barn að verða hjúkr- unarfræðingur eins og móðir hennar. Snjóflóð, jarðskjálftar, Covid Vinnan hjá Rögnvaldi tók einnig snarpa beygju við tilkomu Covid. „Hjá okkur var allt annað sett til hliðar og öll orkan fór í þetta. Við færðum samhæfing- arstöðina upp á efri hæð í Skógarhlíð og hólfa- skiptum rýminu. Svo bjuggum við til rakn- ingateymi. Ég er enn að vinna að Covid-málum og hef verið að hlaupa í skarðið fyrir Víði og þarf því að sækja alla fundi. Ég þarf að vita hvað klukkan slær ef ég þarf að stíga inn,“ seg- Rögnvaldur Ólafsson og Helga Rósa Másdóttir hafa staðið í ströngu á þessu ári. Bæði leggja þau mikið á sig í sínum störfum í þágu almennings á þessum skrítnu kórónuveirutímum. Morgunblaðið/Ásdís Það situr stundum hryllingur í manni Hjónin Rögnvaldur Ólafsson og Helga Rósa Másdóttir hafið staðið í framlínunni nú í kórónuveirufaraldrinum, hvort á sínu sviði. Hann er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild; hún hjúkrunardeildarstjóri hjá bráðamóttöku í Fossvogi. Faraldurinn hefur ekki bara litað alla þeirra daga í starfi heldur einnig bankað upp á heima, en öll fjölskyldan fékk Covid í október. Í sama mánuði lést faðir Helgu Rósu og fékk hún að reyna á eigin skinni að þurfa að vera fjarri veikum ástvini. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Við fáum borgað fyrir að verasvartsýn. Við hugsum um alltþað versta sem gæti gerst og reyn-um að undirbúa okkur fyrir það, en það er allt á bak við tjöldin. Enda er best að fólk geti verið ró- legt í sínum lífum og við getum svo brugðist við ef á þarf að halda. KÓRÓNUVEIRAN 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.