Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Síða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Síða 14
ir Rögnvaldur, en hann hefur einmitt þurft að vera í brúnni nýverið þar sem Víðir er í ein- angrun heima með Covid. „Við erum um fimm sex í almannavarnadeild og fólk er oft hissa á að heyra það; það heldur við séum miklu fleiri. Trúlega verðum við tíu í byrjun næsta árs, en við höfum ráðið fólk í tímabundin störf núna í Covid.“ Bjóstu við að lenda í heimsfaraldri? „Nei, þótt maður hefði kannski átt að gera það. Við fylgdumst vel með fréttum strax í jan- úar og ég man ég hugsaði að þetta gæti orðið eitthvað,“ segir hann. „Það voru líka snjóflóð fyrir vestan og jarð- skjálftar á Reykjanesinu í upphafi árs og svo slæmt veður. Rögnvaldur segir alltaf: „Það er bara núna sem er svona mikið að gera, það er bara núna.“ En það er alltaf eitthvað,“ segir Helga Rósa. Hræddur við að sjá lík Ætlaðir þú alltaf að verða lögga? „Nei nei. Ég var bara vandræðabarn í Bol- ungarvík og hefði örugglega verið greindur með eitthvað ef það hefði verið gert þá,“ segir hann og brosir. Rögnvaldur segist hafa róast á unglingsár- unum en vissi lítið hvað hann vildi verða þá. Hann ákvað þó að klára stúdentspróf og fór í Menntaskólann á Ísafirði en endaði í Iðnskól- anum í rafvirkjun. Hann sótti svo um sum- arvinnu hjá lögreglunni á Ísafirði. „Þetta var um vetur og fullsnemmt að sækja um sumarvinnu en þá vantaði mann í afleys- ingar um helgar. Það var frekar spes að þurfa svo að hafa afskipti af félögunum sem voru að djamma um helgar,“ segir hann og brosir út í annað. „Svo fékk ég vinnu um sumarið og þá ákvað ég að þetta væri sniðugur kostur og kannski spilaði skólaleiði inn í. Ég þurfti annaðhvort að taka fjögur ár í viðbót í rafvirkjun eða tvær annir í lögregluskólanum, sem var þá námið,“ segir hann. „Ég fæ svo fljótt leið á hlutum þannig að þetta hentaði mér vel. Vinnutíminn var breyti- legur; dagar, helgar og kvöld og enginn dagur var eins. Fyrir svona sveimhuga er þetta frá- bært. Maður var alltaf að lenda í einhverju nýju,“ segir Rögnvaldur. Hann segist þó hafa verið í byrjun mjög hræddur við að sjá lík. „Auk þess var ég mjög hræddur við að sjá blóð. Svo var ég allt í einu kominn í þetta starf og maður skiptir bara um gír. Við erum oft fyrst á vettvang. Það léttir öllum þegar löggan er komin þannig að maður þarf að standa sig. Þannig að ég „feikaði það þar til ég meikaði það“. Korktappi í helvíti Rögnvaldur var ekki búinn að vera lög- reglumaður lengi þegar snjóflóðin féllu í Súða- vík og Flateyri. „Ég lenti líka sjálfur í snjóflóði árið 1994 á löggubíl. Ég náði að bakka upp í snjóflóðið þannig að það slapp,“ segir Rögnvaldur. Hann viðurkennir að snjóflóðin fyrir vestan hafi tekið á. „Ég var ræstur út um morguninn en hefði átt að vera í fríi. Ég hélt það væri vegna þess að einhver hefði ekki komist til vinnu vegna ófærðar. En þegar ég kom á staðinn kom ann- að á daginn. Mitt fyrsta verkefni var að smala saman áhöfninni á Fagranesinu. Ég þurfti að keyra út um allan bæ og finna menn og keyra niður í skip og svo var þar fullt af björg- unarfólki að fara af stað. Svo eftir hádegi var ákveðið að senda annað skip og ég og annar lögreglumaður fórum þá með. Hans hlutverk var að taka við vettvangsstjórninni en ég átti að gera allt annað. Ég var þarna í öllu; leit- arstjórninni og að reyna að koma á fjar- skiptum, en við þurftum að brjótast inn í bíla þar sem við vissum að væru bílasímar. Svo var ég úti að moka. Ég var þarna í nokkra daga því ég gat ekki hugsað mér að sigla til baka,“ segir hann. „Ég hélt þetta væri mitt síðasta þarna á leið- inni, en varð þó ekki sjóveikur. Ég skorðaði mig af í brúnni hjá skipstjóranum en skipið var eins og korktappi í helvíti,“ segir hann og seg- ist venjulega verða sjóveikur um borð í bátum sem eru í höfn. „Þannig að ég bauð mig fram í að vera áfram, þar til hlíðin myndi opna fyrir bílum,“ segir hann. „Þetta hefur örugglega haft heilmikil áhrif á mann en maður fattaði það ekkert á þessum tíma. Ég vann ekki úr neinu; þetta gerðist bara. Mér var boðin áfallahjálp en vissi ekki hvað ég átti að segja. Ég var eitthvað svo ung- ur og vitlaus, en auðvitað sat þetta í manni.“ Hryllingur hefur áhrif Helga Rósa hefur einnig séð og upplifað margt sem situr í sálinni. „Ég man það að fyrst var maður „spældur“ þegar komu í hús erfið slys ef maður var ekki á vaktinni. Maður var að missa af. En þetta breytt- ist með aldrinum og eftir að ég átti strákana. Ef ég þarf ekki að sjá hlutina, sækist ég ekki eftir því. Ég er búin að sjá nógu mikinn hrylling og það gleymist aldrei. Og þótt maður sé rólegur og faglegur, þá hefur það áhrif. Þess vegna skiptir miklu máli að heilbrigðisstarfsfólk sé hraust á sál og líkama og það sé haldið vel utan um það. Þetta eru oft ekki auðveldar aðstæður sem við erum að horfa á fólk í,“ segir hún. „Það situr stundum hryllingur í manni.“ Helga segir starfsfólkið fá stuðning þegar það hefur horft upp á hræðilega hluti. „Verst er þegar börn eiga í hlut, fólk sem lent hefur í bruna, eða þegar eru hópslys. Sumir hlutir eru erfiðari en aðrir. Stundum er nóg að hóa í starfsfólk og fara yfir hlutina en í sumum til- vikum fá þau viðrun, eða jafnvel lengri stuðn- ing frá fagaðilum innan spítalans.“ Það þarf að hjálpa fólki Rögnvaldur hefur einnig upplifað að þurfa að leggja sig í hættu fyrir aðra. „Í vinnunni hef ég oft lent í lífshættu, en ég er enginn adr- enalínfíkill. Þetta er vinnan manns og þetta eru verkefni sem þarf að leysa. Það er einhver í vanda og það þarf að hjálpa fólki. Maður gerir það bara,“ segir hann og segist oft hafa þurft að fara inn á hættuvæði snjóflóða. „Ég hef líka þurft að nálgast og tala við vopnað fólk. Eitt sinn var einn með tvo hnífa og það var ekkert hægt að hlaupa í burtu. Ég þurfti bara að tala manninn til og vona það besta. Róa ástandið. Þetta gerðist fyrir löngu og kannski fannst manni maður líka ódrepandi sem ungur maður,“ segir Rögnvaldur og bros- ir. Hvernig sofið þið á nóttinni með allar þessar minningar í kollinum? „Það eru aðallega hroturnar í Rögnvaldi sem halda fyrir mér vöku,“ segir Helga Rósa og hlær. „Svo eigum við þrjá stráka sem koma stund- um upp í. En auðvitað koma af og til upp mál sem sitja í manni og ég man eftir málum sem ég sofna með á koddanum og vakna með að morgni. En það er ekki oft,“ segir Helga Rósa. „Við eigum líka svipaðan reynsluheim og það er gott að tala saman um svona mál,“ segir Rögnvaldur. Er bara talað um Covid á kvöldin þessa dag- ana? „Nei, nei. Það er frekar talað um hvað sé í mat- inn og hver á að græja kuldaskóna og hver á að baða börnin. Það er ekki pláss fyrir annað þegar maður er með mörg börn og stórt heimili.“ Þetta var rosalegt sjokk Hjónin fengu bæði Covid í október og hafa því heldur betur upplifað að vera báðum megin við borðið. „Ég greindist fyrst,“ segir Helga Rósa en einni og hálfri viku áður hafði komið upp smit í leikskólanum hjá tveimur yngstu sonunum. „Ég hafði verið með þá heima í heila viku og þeir mældust báðir neikvæðir og fóru aftur í leikskólann og ég aftur í vinnuna. Þá var leik- skólinn aftur settur í sóttkví vegna þess að aftur var komið upp smit. Það var einnig smit á deild- inni hjá mér; einn læknir reyndist vera með Co- vid. Ég hafði hitt hann í tvo daga sem hann var smitandi en alltaf með grímu og tvo metra á milli. Ég var algjörlega viss um að hafa ekki smitast af honum og ekki í vinnunni, því ég fer svo ofsalega varlega og treysti hlífðarbún- aðinum. Þessa seinni viku sem strákarnir voru í sóttkví var Rögnvaldur heima með þá en ég í vinnunni,“ segir Helga Rósa sem segist hafa farið að finna fyrir vægum kvefeinkennum á fimmtudegi. „Ég hugsaði með mér að ég væri að fá smá hálsbólgu og ákvað að drífa mig í sýnatöku svo ég gæti fengið neikvætt svar svo ég gæti mætt í vinnuna. Svo kom jákvætt svar seinna um kvöldið. Þetta var rosalegt sjokk. Ég bara trúði þessu ekki! Ég sem fer varlegast af öllum. Það kemur enginn hér inn, við fórum ekki neitt. Bara vinnan, leikskólinn og heim. Ég panta mat úr Krónunni heim. Eina sem við förum er í göngutúr í kringum Vífilsstaðavatn. Við vönd- uðum okkur eins og við mögulega gátum. Morg- uninn eftir fór Rögnvaldur í próf og fékk strax jákvætt svar,“ segir hún en þarna var kominn föstudagur. „Á laugardag fórum við með alla strákana í sýnatöku og það kemur jákvætt hjá þessum elsta, sem er í Hofsstaðaskóla, en hinir yngri voru neikvæðir. Sem mér fannst skrítið því ég var viss um að smitið væri þaðan. Þar voru margir starfsmenn leikskólans að greinast já- kvæðir á þessum tíma,“ segir hún. Viku seinna fóru strákarnir aftur í skimun og þá reynist miðjubarnið vera með Covid. „Þeir voru aldrei með einkenni en mig grun- aði helst þennan þriggja ára, sem greindist aldrei með Covid. Hann kemur mest upp í á nóttunni og er mikill knúsari. Ég lét svo taka blóðprufu og þá reyndist hann vera með mót- efni. Þannig að hann var örugglega fyrstur og smitaði mig og Rögnvald,“ segir hún og segir síðar hafa komið í ljós að þau voru með sömu veirugerð og starfsfólk leikskólans, ekki gerð- ina sem læknirinn var með. Fékk að kveðja í hlífðarfötum Kórónuveirufaraldurinn hefur komið í veg fyrir Helga Rósa og Rögnvaldur eiga þrjá syni, þá Má, Ara og Bjart. Öll fjölskyldan greindist með Covid í október og í sama mánuði lést faðir Helgu Rósu. Morgunblaðið/Ásdís KÓRÓNUVEIRAN 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.