Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Page 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Page 15
að fólk geti heimsótt fjölskyldu og vini sína á sjúkrahús og elliheimili og í sumum tilvikum hefur fólk ekki náð að kveðja deyjandi ástvini eins og það hefði viljað. Helga fékk að reyna það á eigin skinni. „Það getur verið mjög flókið, íþyngjandi og erfitt að eiga aðstandendur sem eru veikir inni á spítala. Það hafa verið svo mikil höft og heim- sóknarbönn. Við erum með strangt heimsókn- arbann á bráðamóttökunni en ég skil líka að við þurfum að vera sveigjanleg en um leið að gæta öryggis. Fjórum mínútum eftir að við fáum að vita að Rögnvaldur er líka með Covid fæ ég sím- tal frá spítalanum þar sem mér er sagt að pabbi minn hafi veikst illa. Hann hafði legið inni með endurteknar lungnabólgur, en var ekki með Co- vid. Hann hafði farið í litla aðgerð á þriðjudeg- inum en fær þarna mjög alvarlega slag- æðablæðingu. Ég kemst ekki til hans þar sem ég var í einangrun en systir mín var sem betur fer til staðar. Pabbi varð mjög veikur og deyr svo nokkrum dögum síðar. Þetta var erfiðast við að vera fastur heima. Þetta er búið að vera alls konar, þetta ár,“ segir Helga alvarleg í bragði. Fékkstu ekki að kveðja hann? „Jú, ég fékk að fara á mánudeginum þegar ljóst var í hvað stefndi, klædd öllum hlífðarbún- aði. Ég fékk að kveðja. Hann var ekki með með- vitund en hann brást aðeins við mér og ég held að hann hafi vitað af mér. Það var alveg nauð- synlegt að fá þessa stund, en þetta var mjög sárt.“ Grét bara í símann Þau hjón urðu ekki mjög veik en Helga segist hafa orðið mjög svefnlaus fyrst um sinn, enda hrædd um að hafa smitað aðra, ekki síst inni á spítalanum. „Ég veit ekki alveg hvað voru streitueinkenni vegna pabba og hvað voru Covid-einkenni.“ Rögnvaldur segir þau hafa skipst á að hugsa um drengina og vera „hálfmeðvitundarlaus inni í rúmi“. Hjónin voru með ýmis einkenni á víxl og bæði misstu þau bragð- og lyktarskyn sem þau segja vera nánast komið aftur. „Maður fær ekkert pásu frá börnunum. Við vorum öll innilokuð í rúmar tvær vikur en gát- um stundum sent strákana út á trampólín,“ seg- ir Helga Rósa og hlær. „Það var mjög notalegt að finna hlýjuna frá fólki en fólk var að koma með púsl, spil, leir og eitthvað heimabakað. Fólk kom á gluggana að vinka,“ segir hún. Ákveðið var að bíða með útförina þar til fjöl- skyldan væri laus úr prísundinni og var faðir hennar jarðaður mán- uði eftir andlát hans. „Það var líka mjög erfitt; það máttu bara þrjátíu koma. Pabbi var mjög virkur í fé- lagsstarfi og vina- margur,“ segir hún. „Það var mjög súr- realískt að vera búin að hugsa um Covid með einum eða öðrum hætti í langan tíma en vera svo komin á hinn endann,“ segir Rögnvaldur. „Já og að vera orðin aðstandandi einhvers og geta ekki komið inn á spítalann,“ segir hún. Hjónin segjast hafa reynt í byrjun að sinna vinnunni úr einangrun, en gefist fljótt upp á því, enda með nóg á sinni könnu. „Ég var að reyna að taka símtöl en þegar ég sá í hvað stefndi með pabba grét ég bara í sím- ann. Samstarfsfólkið mitt sagðist redda hlut- unum, en ég er með ofboðslega gott fólk í kring- um mig,“ segir hún. Með snöruna um hálsinn? Helga Rósa segir það áfall að greinast og annað og verra áfall að missa föður sinn og það á innan við viku frá greiningu. „Ég upplifði stundum svona tilfinningu: „Er ég með snöruna um hálsinn? Er Rögnvaldur að fara að deyja líka? Verða strákarnir líka veik- ir?“ En við reyndum að hugsa bara um einn dag í einu. Svo létti manni aðeins þegar okkur fór að skána á áttunda degi,“ segir Helga Rósa. Strákarnir sluppu sem betur fer við veikindi og hjónin virðast engan hafa smitað. „Og ég er ofboðlega þakklát fyrir það. Ég veit að fólk getur ekki stjórnað því en ég get ekki ímyndað mér vanlíðanina sem fylgir því,“ segir hún og segir örfáa hafa þurft að fara í sóttkví vegna þeirra. „Það var mikið stress að bíða eftir því að vita að þessir aðilar hefðu ekki smitast. Það er ekki hægt að rekja neitt smit í vinnunni minni til okkar,“ segir Helga Rósa og Rögn- valdur segir það sama gilda um hans vinnustað. „Ég get ekki ímyndað mér líðan starfsfólks Landakotsspítala, hún hlýtur að vera skelfileg. En ég skil þetta samt, aðstaðan er ekkert alltaf til fyrirmyndar. Eins og hjá okkur eru kaffistofur allt of litlar og ég hef þurft að vera eins og norn með prik að passa upp á tveggja metra regluna. Ég hef þurft að taka út stóla, skipta fólki í matarhléum og breyta fundarherbergjum í kaffistofur.“ Hvernig er staðan núna á bráðamóttökunni, er eitthvað að róast? „Nei, það er meira að segja mjög þung staða í dag. Það að Landakot hafi svolítið stöðvast þýð- ir að flæði sjúklinga innan spítalans minnkar. Það vantar þessa hringrás. Í morgun biðu 25 sjúklingar eftir að leggjast inn á spítalann og við erum að taka á móti hundrað manns á dag. Hvert eigum við að setja fólk sem er að koma? Spítalinn er fullur því nú er Landakot ekki að taka við neinum til endurhæfingar,“ segir hún. „Hvað spítalann varðar þá finnst mér við hafa verið í stórsjó svo lengi. Það hefur oft áður verið neyðarástand á bráðamóttökunni vegna inn- lagnakrísu og fráflæðisvanda. Það var hörm- ung. Svo kemur Covid og þá opnaðist úrræði á Sléttuveginum fyrir aldraða sem létti aðeins á,“ segir hún. „Það vantar úrræði; það er vandamálið að það getur enginn tekið við sjúklingum. Það vantar hjúkrunarheimili og meiri heimahjúkrun.“ Fólk þarf að fara varlega Hvað gerið þið að loknum erfiðum vinnudegi til að pústa og slaka á? „Þá sofnar konan mín yfir sjónvarpinu og ég fer út að ganga eða geng frá á heimilinu,“ segir Rögnvaldur sem segist gera ráð fyrir að líf fólks verði undirlagt af Covid langt fram á næsta ár. Þið eruð ekki að hrósa happi alveg strax? „Nei, nei. Ég fæ borgað fyrir að vera svart- sýnn manstu,“ segir Rögnvaldur og brosir. Hvað ætlið þið að gera í næsta fríi? „Ég á alla vega nóg frí inni því síðasta sumar var alltaf verið að kalla mig inn úr fríi,“ segir Rögnvaldur. Helga Rósa segist hafa fengið smá frí í sum- ar, sem hafi verið kærkomið. „Ég fór meira að segja ein austur í viku, í heilsuviku. Ég stundaði göngur á fjöll, jóga og nudd á hverjum degi,“ segir hún og segir það hafa verið endurnærandi. „Við stefnum á að fara til Danmerkur næsta sumar. Við látum okkur dreyma um það,“ segir Rögnvaldur. „Já eða að fara í sólarlandafrí. Ég sé það fyrir mér,“ segir Helga Rósa dreymin á svip. Hún segir þau aðeins rólegri nú í jólavertíð- inni þar sem þau eru búin með Covid. „Ég er aðeins farin að finna fyrir létti. Ég finn að ég er rólegri að fara út þar sem við erum búin með þetta, þótt við förum auðvitað varlega ’Ég hugsaði með mér að égværi að fá smá hálsbólgu ogákvað að drífa mig í sýnatökusvo ég gæti fengið neikvætt svar svo ég gæti mætt í vinnuna. Svo kom jákvætt svar seinna um kvöldið. Þetta var rosalegt sjokk. Ég bara trúði þessu ekki! 6.12. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 pinnamatur Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, tilbúið fyrir veisluborðið Fagnaðir Hólshraun 3 · 220 Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.