Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2020 Þ að er ekki gefið að glíman við kór- ónuveiruna kenni okkur neitt sem komi í veg fyrir svipaðar hremm- ingar síðar. Og þegar talað er „um okkur“ í þessu sambandi þá er átt við nærheiminn allan. Því að Ísland væri í sæti áhorfandans þegar þau lönd sem við skiptum helst við myndu skella öllu í lás. Óljós atbeini og enn óljósari ábyrgð Við tókum því ekki ákvörðun um að setja Flugleiðir í þrot. En ekki heldur fyrirtækið sjálft og fallist var á tvennt í senn að um neyðarstöðu hefði verið að ræða og að hún yrði verri ef ekkert yrði að gert. Um leið var horft til þess hvernig annars staðar var brugðist við. Ábyrgir valdhafar í kringum okkur fengu gjarnan lagaheimildir, oftast tímabundnar, til að þrengja að þegnum sínum með áður óþekktum aðferðum vegna neyðarástands sem skollið var á og ætla mátti að færa mundi þjóðunum enn meira tjón að öðrum kosti. Lagasetningin hér gekk aðallega út á heimild til rík- isstjórnar til fjárhagslegra aðgerða. Þrengingarnar voru í formi tilmæla og tillagna til ráðuneytis sem taldar voru rúmast innan núverandi ramma. Reyndar er þróunin sú að við fáum flest lagafyrirmæli frá Brussel og þau eru gerð að óbreytanlegum lögum með aðferð sem ekki væri tæk við lagasetningu sem við sjálf stæðum að. Lögin fá skemmri skírn eins og væru þau ómerkilegar þingsályktanir sem engan binda og forseti fær ekki tilboð um að undirrita. Og í framhaldi af einni af seinustu alvarlegu mein- gerðunum af þessari tegund þá setja menn saman pantaða skýrslu sem utanríkisráðuneytið borgar fyrir um að nú sé ekki lengur í gildi fyrirvarinn sem gerði EES-samninginn tækan gagnvart íslenskri stjórnar- skrá. Og einhver virðist ímynda sér að þetta eintal og spjall við sjálfan sig hafi eitthvert gildi! Forsenda EES-samningsins er sú að Ísland sé ekki aðildarland að ESB en hafi sérstakan samning og um hann gildi íslensk lög. Þar er út frá því gengið að Ís- land taki sjálfstæða ákvörðun um að taka tillögur inn í sinn rétt eða hafna þeim. Viðurkennt og ekki að því fundið að þegar slíkt sé gert geti skrifstofumenn ESB brugðist við með þeim hætti sem þeir kjósi. En þau viðbrögð megi þó aldrei vera í ríkari mæli íþyngjandi fyrir Ísland en það er íþyngjandi fyrir ESB að Ísland hafni einni af óteljandi tilskipunum frá Evrópusam- bandinu. En í rauninni var þetta ekkert samnings- atriði. Þegar frá EES-samningnum var gengið vissu aðilar beggja vegna borðs að þessi höfnunarréttur væri bæði ótvíræður og viðurkenndur. Og ekki síður voru allir meðvitaðir um að væri hann ekki fyrir hendi þá yrði enginn EES-samningur. Í sambandi við ótrúlega og ósvífna og dapurlega af- greiðslu á svoköllum orkusamningi þá „var ákveðið“ að ganga út frá því að Ísland gæti ekki lengur tekið ákvörðun um hvað landið innleiddi af óendanlegum sendingum frá Brussel og hvað ekki. Sjálfstæðisflokkurinn, af öllum flokkum, gekk fram fyrir skjöldu og borgaði fyrir það að einhver hugsaði upphátt að sá sami teldi að ekki væri lengur tækt að hafna einu né neinu sem frá Brussel kæmi. Og fékk greitt fyrir. Það breytir engu í þessu sambandi. Vandinn fyrir alla þá sem hlupu á sig og niðurlægðu sjálfa sig, og það sem verra er eigin flokk í leiðinni, er sá að stjórnarskránni verður ekki breytt með þessum hætti. Meira að segja trallararnir, sem töldu að þeim hefði verið ætlað að breyta stjórnarskránni, þótt hún taki annað fram sjálf, hefðu ekki látið sér detta þvílíkt í hug. Þótt minni háttar stjórnmálamenn á Íslandi haldi ekki vatni frammi fyrir skrifstofumönnum í Brussel, þá er ekkert í stjórnarskránni sem segir að persónu- legur aumingjadómur veiti undanþágu frá henni. Stjórnarskráin skiptir þarna öllu máli, rétt eins og hún gerði þegar frá EES-samningnum var gengið. Sama gildir hér Það vill svo til að tengsl okkar við svokallaðan Mann- réttindadómstól Evrópu lúta sömu lögmálum. Ísland gat ekki undirgengist niðurstöðu hans að óbreyttri stjórnarskrá. Því var það sérstaklega tekið fram að landið yrði ekki bundið af niðurstöðum þaðan. Sem þýðir að Ísland getur horft á það sem þaðan kemur og eftir atvikum gert eitthvað með það eða ekki. Hafi þingið ekki talið ástæðu til þess, eftir að send- ing kemur að sunnan, að breyta löggjöfinni með hlið- sjón af aðfinnslum þá nær málið ekki lengra. Verði sama mál tekið upp í þessum hópi syðra á ný þá hefur ríkið ekkert annað erindi í þann sal nema að benda á að íslenska ríkið sé óbundið af niðurstöðum MDE, sem hafi verið viðurkennt af báðum aðilum þegar tengsl urðu þar á milli. Það hafi skoðað fyrr- greinda niðurstöðu og talið ástæðulaust að bregðast við. Báðum aðilum hljóti að vera skylt að virða það. Þetta mál er því ekki flókið. Þó eru þeir lögfræðingar, og einkum þó hálf-lögfræðingar, sem fer fjölgandi, sem verða svo smáir og uppburðarlitlir í námunda við erlent vald að þeir telja að ekki skuli fylgja stjórnar- skrá landsins í námunda við það. Páll kvaddur Í dag er Páll Pétursson, bóndi, þingmaður og ráð- herra, borinn til grafar. Úr þessum ranni er hugsað hlýlega til kynna og náins samstarfs við Pál. Auðvitað hafði á ýmsu gengið í löngum kynnum. Páll var öfl- ugur baráttujaxl í sínum flokki og gegndi þar mikil- vægum trúnaðarstörfum, áður en hann tók við ráð- herradómi, svo sem formennsku í þingflokki Framsóknarflokksins samfellt í 14 ár og tvívegis var hann í forsæti Norðurlandaráðs. Á því skeiði gekk mikið á og stjórnmálalíf landsins var sumt með hreinum ólíkindum. Titringurinn um stjórnarmyndun í lok ársins 1979 litaðist af því að í loftinu lá að skilyrði mundu hugsanlega skapast til að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn, burðarflokk landsins. Nýr formaður Framsóknar, Steingrímur Her- mannsson, var líklegri til að ganga til slíks leiks en Ólafur Jóhannesson hefði verið, þótt hann skærist ekki úr leik að lokum. Slíkur klofningur yrði mikið al- vörumál. Allt annað en þegar flísar á borð við Borg- araflokk eða Viðreisn myndu klofna frá sama flokki. Þegar rétt er haldið á slíku, þá veldur það ekki var- anlegum skaða og er fremur fært til bókar sem hreinsunaraðgerð en slys, þegar frá líður. En það uppbrot sem varð reyndist stórbrotið. Því lauk með því að varaformaður Sjálfstæðisflokksins varð for- sætisráðherra og formaður sama flokks leiðtogi stjórnarandstöðu, með tilheyrandi togstreitu og hatri um allan flokk. Þáverandi leiðtogum vinstriflokkanna, eins og Steingrímur vildi merkja sinn flokk þá, var vorkunn að telja að Sjálfstæðisflokkurinn myndi aldr- ei bera sitt barr eftir slíkt. Páll Pétursson fær aukin áhrif Á þessum ótrúlegu árum tekur Páll Pétursson við for- ystuhlutverki í þingflokki sínum og næstu árin urðu miklar sviptingar á ný. Stjórnarmyndanir tóku marga mánuði og slíkar stjórnir sprungu með hvelli rúmu ári síðar. En segja má, að sé horft til áhrifa á stjórn- málasviðinu hafi Framsóknarflokkurinn getað vel við unað, enda hafði hann setið við enda ríkisstjórnar- borðsins í rúm 10 ár eða sem áhrifamikill leikandi við það borð í önnur 10 ár, frá því að skeiði Viðreisnar lauk. Samstarfsmaður kvaddur og hugsað til baka ’ Það vill svo til að tengsl okkar við svo-kallaðan Mannréttindadómstól Evrópulúta sömu lögmálum. Ísland gat ekkiundirgengist niðurstöðu hans að óbreyttri stjórnarskrá. Því var það sérstaklega tekið fram að landið yrði ekki bundið af nið- urstöðum þaðan. Reykjavíkurbréf04.12.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.