Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Síða 17
Það var sagt um Framsóknarflokkinn að hann kynni allra flokka verst við sig utan ríkisstjórnar. Hann horfði því jafnan til viðreisnaráranna með hryll- ingi. Sumum var því brugðið þegar nýr foringi Sjálf- stæðisflokksins fékk stjórnarmyndunarumboð aðeins sex dögum eftir kosningar og hafði myndað ríkis- stjórn fjórum dögum síðar. Og Framsóknarflokkurinn var ekki með. Páli Pét- urssyni var ekki skemmt. Og í framhaldinu tók við erfiður tími í þingflokki hans. Steingrímur formaður, sem verið hafði óskeikull foringi fram til þessa, tók að finna fyrir andstöðu. Steingrímur hafði hleypt við- ræðum um EES-samning af stað þótt hann væri í hjarta sínu andvígur honum, en taldi sig þurfa að hafa krata volga og jafnframt láta þá una því hvað Alþýðu- bandalagið gerði iðnaðarráðherra þeirra erfitt fyrir varðandi viðræður um álver við Keilisnes. Kynni á nýju sviði Páll var þungur á brún og stuttur í spuna þegar nýr forsætisráðherra heilsaði upp á hann á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar. Þó var það svo að þessir tveir höfðu átt góð kynni í stjórn Landsvirkjunar þótt meiningarmunur væri um þau verkefni sem þar var einkum við að fást þá. Samskiptin á milli flokka í þinginu voru auðvitað um flest á milli formanna þing- flokkanna, en Páll og forsætisráðherrann áttu þó hægt vaxandi samskipti og hægt batnandi. Páll tók ekki betur í mál sem borin voru upp við hann en hann þurfti. En hann hafði á móti þann eiginleika sem for- ystumenn í stjórnmálavafstri meta mikils. Þegar Páll hefði handsalað niðurstöðu, og jafnvel þá sem hann var ekki fyllilega ánægður með, þurfti mikið að ganga á til þess að sú héldi ekki. Steingrímur spáði opinskátt framan af að stjórnar- samstarfið nýja héldi ekki lengi og pottverjar hans höfðu eftir honum að gamli foringinn væri bjartsýnn og brattur. Sagðist hann þekkja kratana illa ef þeir yrðu ekki farnir að ókyrrast eftir árið. Steingrímur var því allkraftmikill í stjórnarandstöð- unni framan af, þótt þekkt sé að forsætisráðherrar, sem hafa þokkalega lengi vermt þann bekk, kunni illa við sig í hlutverki spyrjenda í þingsal. Og þegar ljóst var orðið að ekkert fararsnið var á ríkisstjórninni dofnaði mjög yfir formanninum og hlutverk Páls fór vaxandi. Teningum kastað En svo hófst þróun sem gerði útslagið. Augu margra flokksmanna voru tekin að beinast að Halldóri Ás- grímssyni, varaformanni flokksins. Innan þingflokksins gerðist andrúmsloftið þyngra þegar Halldór tók að fara fyrir hópi þar sem ræddi opinskátt hvort ekki væri rétt að Framsóknarflokk- urinn myndi draga úr andstöðunni við EES-samning- inn og jafnvel styðja hann á lokametrunum ef niður- staðan yrði heppilegri en stefnt hafði í. Þannig fór að augljóst þótti að rétt rúmur helm- ingur þingflokksins styddi hugmyndir Halldórs um að Framsóknarflokkurinn sæti hjá, en Steingrímur for- maður væri kominn í eins atkvæðis minnihluta varð- andi þetta stórmál. Í þinginu fór ekki fram hjá neinum að loft væri þrút- ið í kringum formann og varaformann, sem hafði verið ríkjandi vandi Sjálfstæðisflokksins ekki löngu fyrr. Svo fór þó að einn af þeim þingmönnum Framsóknar, sem hafði gengist inn á það að sitja hjá um EES, taldi ófært að lyktir þessa máls gengju þannig fram að for- maður flokksins yrði niðurlægður við þá afgreiðslu. Fór þá svo að formaður hlaut 8 atkvæði með sínum málstað en varaformaður 7 atkvæði með sínum. Þess má geta nærri að Páll Pétursson þingflokks- formaður hefur þurft að taka á öllu sínu. En bæði var að honum var ómögulegt sem þingflokksformanni að ganga gegn formanni flokksins, og að auki féll honum sú niðurstaða sem formaður fylgdi mun betur en hin. Umskipti Í kosningunum 1995 fór það svo að Alþýðuflokkurinn laskaðist verulega og meirihluti ríkisstjórnarinnar var kominn niður í minnsta mun, svo allt, smátt og stórt, gat orðið honum til vandræða. Samanburður við viðreisnarárin í þessum efnum átti ekki við, enda sýndi saga síðustu tveggja áratuga það svart á hvítu. Þau Halldór Ásgrímsson og hans ágæta kona Sigur- jóna þáðu boð þeirra Ástríðar um að koma til kvöld- verðar í Ráðherrabústaðnum á Þingvöllum. Til þess að tryggja að ekkert kæmi óþægilega á óvart var Halldóri gert aðvart um að forsætisráðherra vildi fá að ræða mál sem honum þyrftu ekki að koma í opna skjöldu. Þessi kvöldstund var hin ánægjulegasta, en í lokin voru þau mál sem legið höfðu í loftinu tekin fyrir af- dráttarlaust og í eindrægni. Nokkur meiningarmunur var um það sem nefnt var, enda þarna ekki eiginlegar stjórnarmyndunarviðræður. Hlustaði hvor um sig á slíkar athugasemdir án þess að bregðast við þeim þar og þá. Forsætisráðherrann fór yfir það, hvernig at- burðarás næstu daga ætti að þróast og hvernig væri rétt að halda utan um hana og hverjir ættu að koma að borðinu og hvenær. Þar var líka meiningarmunur og nauðsynlegt talið að fara þá strax yfir hann svo að ekkert kæmi í bakið á neinum. Eftir nokkra yfirferð hafði þessi þáttur tekið á sig ásættanlega mynd. Og voru mál þá handsöluð. Nýtt tímabil Næstu daga sprungu þessi tíðindi út með hvelli og gekk töluvert á og var mjög sótt að Halldóri, en for- sætisráðherra forðaðist kastljósið og neitaði viðtölum. Fréttamenn upplýstu að „leynifundir“ páskanna hefðu átt sér stað í sumarbústað formanns Framsókn- arflokksins við Álftavatn. Töldu þessir tveir, sem þar áttu að hafa verið, óþarft að leiðrétta það. Það rétta í því efni kom ekki fram fyrr en í minningargrein um Halldór Ásgrímsson löngu síðar. Fáeinum dögum síðar hafði Halldór samband og sagðist ekki telja gagn að því að hafa þetta þóf og gauragang lengri. Þá var farið yfir í trúnaði hvaða hugmyndir oddvitar hefðu, hvor fyrir sig, um ráð- herraskipan. Það var ekki gert af því að neitunarvald væri um það. En það var fróðlegt talið að heyra hvort ein- hverjir annmarkar væru á mannavali að þeirra mati. Halldór spurði sérstaklega um Pál Pétursson, og hvaðst hafa tekið eftir því að þeir forsætisráðherra hefðu stundum rekið hornin hvor í annan. Því var svarað til að það hefði verið í takt við þáverandi hlut- verk beggja. Nokkur kynni höfðu tekist áður og sam- starf verið eðlilegt og heiðarlegt í stjórn Landsvirkj- unar og við umfjöllun um stór verkefni á borði hennar. Því væru engar efasemdir uppi um að Páll yrði traust- ur og öflugur ráðherra. Það gekk allt eftir. Samstarfið við Pál varð mjög gott og á fyrsta ríkis- stjórnarfundinum sagðist forsætisráðherra fagna því að horn þeirra félagsmálaráðherra myndu eiga sam- leið á næstu árum. Glotti nýi ráðherrann við. En hitt er rétt og satt að vinátta þessara tveggja fór vaxandi með hverjum degi sem þeir deildu í ríkisstjórn, en Páll gegndi ráðherradómi í átta ár af sanngirni og styrk. Sigrún Magnúsdóttir, síðari kona hans, var þekkt að góðu úr borgarstjórn þótt þau drægju ekki sama taum þáverandi borgarstjóri og hún. Efldust þau kynni við samveru í ríkisstjórn. Síðar varð hún ráð- herra sjálf. Páll var frændrækinn mjög og þau Ástríður náskyld að mati beggja og stolt af. Forsætisráðherrann naut þessa og að auki nokkuð þess að hafa verið í sveit í Svartárdal, næsta dal austan við. Fari Páll vel og guð blessi hann og hans fólk. Morgunblaðið/Árni Sæberg 6.12. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.