Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Síða 18
Stórir gluggar, gott ljós og plöntur bæta vinnuaðstöðu Katrínar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á heimili Katrínar í VesturbæReykjavíkur er að finna fjölmargarplöntur. „Því eldri sem ég verð því meiri áhuga hef ég á plöntum. Það kom mér smá á óvart að ég hefði fengið áhuga á því, að vera með fallegar plöntur í kringum mig. Andlega líður mér betur að hafa grænt heima hjá mér, ég finn það. Mér finnst loftgæðin betri heima hjá mér. Ég fæ líka eitthvað út úr því að hugsa um plönt- urnar mínar. Það veitir mér einhverja ánægju,“ segir Katrín sem finnst hlýlegra, notalegra og fallegra heima hjá sér eftir því sem bætist í plöntufjölskylduna. Á einum af stofuveggjunum vekur sér- staka athygli þekja af mánagullsplöntum. Plöntuveggurinn er eins og þeir sem Katrín setur upp á vegum fyrirtækis síns. Norska fyrirtækið Skogluft framleiðir sérhannaða plöntubakka fyrir plönturnar en fyrir- tækinu kynntist hún í Noregi. Mikið rannsakað Plöntuveggurinn heima hjá Katrínu sómir sér vel í stofunni þar sem einnig er að finna heimaskrifstofu hennar. Plöntuveggirnir eru þó ekki síður hugsaðir fyrir fyrirtæki en vísindamenn hafa lengi sýnt áhrifunum áhuga. Katrín bendir til dæmis á rannsókn á vegum NASA frá árinu 1989. „Það er til gömul rannsókn sem gerð var á áhrifum plantna á loftgæði í geimförum. Það var verið að hugsa um hvernig væri hægt að bæta loftgæði inni í rýmum sem geimfarar voru í. Þá kom í ljós að það eru ákveðnar tegundir af plöntum sem hreinsa andrúmsloftið betur en aðrar, segir Katrín. Hún nefnir tegundir á borð við friðarlilju, mánagull og aðra grænblöðunga sem plöntur sem bæta loftgæði. Katrín notar mánagull í veggina sína og ekki bara vegna þess að plantan stuðlar að betri loftgæðum. Hún segir mánagull vaxa nokkuð hratt auk þess sem hún þarf afar einfalda umönnun, litla vökvun og birtu. Þrátt fyrir að Katrín segi að plöntuáhug- inn hafi komið með aldrinum þá býr hún að því að hafa skrifað meistararitgerð sína í Noregi um efnið fyrir níu árum. Ég rann- sakaði hvort plöntur og lýsing myndu bæta afköst, þreytustig starfsmanna og starfs- ánægju. „Ég tók meðal annars viðtal við fram- kvæmdastjóra Google í Noregi. Fram- kvæmdastjórinn hafði fulla trú á því að plöntuveggir á skrifstofum þeirra hefðu haft þau áhrif að veikindadögum hjá hans starfsfólki fækkaði. Hann var algjörlega sannfærður um að tengsl væru þarna á milli. Niðurstöðurnar úr minni rannsókn bentu til þess að fólki liði betur og starfs- þátttaka væri meiri og veikindadagar færri þar sem plöntur voru í skrifstofurýmum. Í Noregi hafa líka verið gerðar rannsóknir á spítölum sem benda til þess að fólki, sem sér gróður út um glugga hjá sér eða er með grænt inni hjá sér, batni hraðar.“ Aukinn áhugi í faraldrinum „Það er aldrei réttur tími til að stofna fyrir- tæki. Það er alltaf ákveðin áhætta en þessi hugmynd var búin að blunda lengi í mér,“ Plöntur fegra og bæta lífsgæði Íslendingar hafa sjaldan eða aldrei haft meiri áhuga á inniplöntum. Plöntur eru þó ekki bara fallegar að sögn Katrínar Ólafar Egilsdóttur sem stofnaði nýverið fyrirtækið Mánagull. Í meistararitgerð sinni í vinnusálfræði í Noregi skoðaði Katrín jákvæð áhrif plantna og síðan þá hefur áhugi hennar á plöntum bara aukist. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir gudrunselma@mbl.is Plöntur stuðla að betri loftgæðum. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2020 LÍFSSTÍLL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.