Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Side 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2020, Side 32
SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 2020 Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík Sími 554 6969 lur@lur.is • lur.is MADE INDENMARK Lama rúmin eru vönduð, falleg og þekkt fyrir að veita heilbrigðan og góðan svefn. Þau hafa verið framleidd í Danmörku síðan 1939. Hægt er að fá þau með eða án stillanlegum botni. Í boði eru þrír litir á áklæði og margar tegundir fóta og rúmgafla. Lama Premium rúmin eru með sérstakan mjóbaks- stuðning og meiri dýpt fyrir axlir. Ef þú vilt að öxlin detti meira ofan í dýnuna er Premium línan fyrir þig. LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL Jólatónleikar Baggalúts í Háskólabíói hafa verið fast- ur liður á aðventunni hjá mörgum landsmönnum síð- ustu árin. Að þessu sinni sópaði kórónuveiran dag- skránni út af sviðinu en aðdáendur Baggalúts þurfa þó ekki að örvænta en í kvöld, laugardagskvöld, og næstu tvö laugardagskvöld mun sveitin flytja öll sín bestu jólalög, auk fjölda annarra sígildra og nýrra jólalaga í Ríkissjónvarpinu. Í þáttunum verður ilm- andi og unaðsgefandi jólafílingur, að sögn Baggalúts, en von er á spriklandi gestagangi í Hveradölum. „Góðir Íslendingar. Upp með sprittið. Upp með grímurnar. Upp með jólaandann. Niður með pestina. Sjáumst á RÚV. Og grímulaus með hringlaga sól- skinsbros í troðfullu Háskólabíói í desember 2021. Það koma samt jól,“ segir í fréttatilkynningu frá Baggalúti. Baggalútur kann að klæða sig eftir árstíðum. Ilmandi og unaðsgefandi jólafílingur með Baggalúti Kósíheit í Hveradölum er yfirskrift þriggja kvölda jólatónlistarveislu sem Baggalútur stendur fyrir á RÚV. Hún hefst í kvöld, laugardagskvöld. „Árla morguns í fyrradag barst manni einum hjer í bænum sím- skeyti frá Englandi, beiðni um, að hann sendi með flugpósti, skyr handa fárveikum manni, sem liggur í sjúkrahúsi þar í landi.“ Víkverji flutti þjóðinni þessa merku frétt á þessum degi fyrir sjötíu árum, 6. desember 1950. „Sjúklingur þessi hafði komið til Íslands og neytt hjer þessa þjóð- arrjettar okkar,“ hélt Víkverji áfram. „Maðurinn brá við og út- vegaði skyrið, en sendi ekkert svar við símskeytinu. — Þar yf- irsást honum líklega, því klukkan 5 síðdegis, sama dag kom árjett- ing á símskeytinu. Skyrið fór með Gullfaxa í gærmorgun. Seg- ið svo, að Ísland hafi ekkert að bjóða!“ Einnig kom fram hjá Víkverja að skortur hefði verið á nýjum fiski í bænum og það svo, að margir teldu til stórvandræða, sem ekki höfðu bragðað nýjan fisk vikum saman. „Síldveið- arnar hafa að vonum dregið úr öðrum fiskveiðum. Er það ein ástæðan fyrir neyslufiskleysinu í bænum og önnur, að afli hefir verið tregur það sem af er vetri,“ sagði Steingrímur Magn- ússon í Fiskhöllinni sem var manna fróðastur um þessi mál. GAMLA FRÉTTIN Pantaði skyr flug- leiðis Skyr er, var og verður herramannsmatur, fyrir fullfríska sem sjúka. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason ÞRÍFARAR VIKUNNAR David Beckham athafnamaður Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari Nikolaj Coster-Waldau leikari

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.