Bæjarins besta - 08.05.1991, Qupperneq 7
BÆJARINS BESIA • Miðvikudagur 8. maí 1991
7
r
~i
Lið BÍ sem nú leggur í harða baráttu á knattspyrnuvellinum.
íþróttir / knattspyrna:
Er þokkalega bjartsýnn
— segir nýr þjálfari Boltafélags ísafjarðar,
Ámundi Sigmundsson um komandi keppnistímabil
NÚ styttist óðum í að keppni hefjist á íslandsmótinu í
knattspyrnu. ísfirðingar taka þar þátt eins og undan-
farin ár, nú í 3.deild eins og síðastliðið sumar, eftir að hafa
rétt sloppið við fall í 4.deild. ísfirðingar mega muna sinn
fífill fegri á knattspyrnusviðinu því árið 1982 unnu þeir sig
upp í 1. deild eftir nokkurra ára veru í 2. deild. Viðveran í
l.deildinni var að vísu ekki löng eða eitt ár, en síöan þá
virðist sem lið Isfirðinga hafi verið á hraðri niðurleið. Lið-
ið rétt slapp við fall í 4. deild síðastliðið sumar og eru
knattspyrnuáhugamenn á þeirri skoðun að nú þurfi breyt-
inga við, breytinga sem leiði liðið upp á við. Ahorfendum á
leiki liðsins hefur farið ört fækkandi samfara slakara gengi
og er það miður, því að öll lið þurfa á mestuin stuðningi að
halda þegar illa gengur. BÍ-liðið er ungt lið sem á framtíð-
ina fyrir sér og er það trú manna að allir leikmenn liðsins
muni gefa allt sitt til þess að sem bestur árangur náist. Ráð-
inn hefur verið nýr þjálfari, Amundi Sigmundsson en hann
lék með ísfirðingum árin 1982 og 1983. Við hittum
Ámunda eftir æfingu með sínum mönnum á sunnudaginn
og forvitnuðumst um sumarið. Við byrjuðum á því að
spyrja hann, hvernig honum litist á komandi keppnistíma-
bil?
Flateyri. Þá er spurning
hvort Guðjón Olafsson
verður með í sumar. Þetta
eru miklar breytingar fyrir
ungt lið. í staðinn cru
komnir tveir Húsvíkingar,
varnarmaðurinn sterki
Helgi Helgason og strákur
sem heitir Elvar. Þá er
Breti, búsettur á ísafirði
kominn til liðs við okkur
auk þess sem ég hef heyrt að
Ragnar Rögnvaldsson, fyrr-
um leikmaður með ÍBI sé
að koma í bæinn og ætli að
spila með. Þá koma þeir
Stefán Tryggvason og Krist-
mann Kristmannsson inn af
fullum krafti en þeir voru
lítið með í fyrra vegna
meiðsla. Þá mun ég einnig
spila með liðinu".
- Finnst þér miklar breyt-
ingar hafa orðið á hér á Isa-
firði síðan þú lékst með
ÍBÍ?
„Jú, það hefur orðið mikil
breyting á. Ég hugsa t.d. að
meðalaldurinn í liðinu sé
svona 4-5 árum lægri en þá.
Þá var mikið af sterkum
jöxlum í liðinu. jöxlum sem
eru nauðsynlegir hverju liði.
Stóru. sterku liðin eru með
mikið af svona mönnum og í
því felst m.a. styrkurinn.
Þessir menn vera að vera til
staðar með þeim yngri til
þess að góður árangur náist.
Því miður er þessu ekki að
dreifa hér en það gerir aftur
á móti dæmið skemmtilegra
fyrir mig. Það er gaman að
fá að taka þátt í að byggja
upp svona ungt lið. Nokkrir
leikmenn liðsins í dag voru í
4.flokk þegar ég var að æfa
þá 1982“.
- Þú varst hér í tvö sumur á
besta skeiði ísfirskrar knatt-
spyrnu. Hvert lá leið þín eft-
ir það?
„Héðan fór ég í Víking og
var þar í tvö sumur. Síðan
hef ég leikið með Val að
einu ári undanskildu er ég
skipti aftur yfir í Víking".
- Er ekki mikill munur að
koma hingað frá svona stór-
um klúbbi sem Valur er?
„Það er það sjálfsagt. Þeir
hafa úr meiri mannskap að
spila og sterkari heild. Ég
held samt að strákarnir hér
séu ekkcrt lakari en margir
hverjir í Val. Það sem skort-
ir hér er það að hafa ekki þá
eldri og reyndari með hin-
um“.
- Er nógu mikil rækt lögð á
yngri flokkana hér?
„Ég get voðalega lítið
dæmt um það enn. Það er til
nóg af strákum hér sem geta
spilað fótbolta. Vandamálið
er bara það að hér vinna
strákar mikið og hafa því
ekki tíma lausan fyrir
knattspyrnuna. Það er til
fullt af strákum hér sem
hægt er að nota. Þcir geta
bara ekki stundað þetta sem
skyldi".
- Nú hefur það verið mál
manna að það sem liðinu
skorti mest sé góöur skorari
til að leggja endapunktinn á
sóknirnar. Hefur þú fundið
einhverja bót á því?
„Þetta er alltaf spurning.
Það skal alveg viðurkennt
að það hefur mikil áhrif á
liðið þegar maður eins og
Jói Ævars fer. maður sem
skoraði 60-70% af mörkum
liðsins síðastliðið sumar.
Þessir hlutir verða bara að
koma t' Ijós. Það eru 11
menn inná þannig að það
verður bara einhver annar
að skora".
- Nú hefur áhorfendum á
leiki liðsins farið ört fækk-
andi undanfarin ár. Ætlar
þú að reyna að snúa þessari
þróun við?
„Ég veit lítið um áhorf-
endafjölda hér en þeim hlýt-
ur að hafa fækkað eitthvað
við það að spila í 3.deild
heldur en þeirri fyrstu. Það
er eðlilegt að áhorfendum
fækki en ef liðið spilar vel
þá koma áhorfendur og það
ætlum við að reyna að gera.
Liðið þarf hins vegar meira
á áhorfendum að halda þeg-
ar illa gengur heldur cn þeg-
ar vel gengur. Menn koma
ekki á leiki þegar illa gengur
en allir eru tilbúnir til stuðn-
ings þegar vel gengur. Þessu
er ckkert öðruvísi háttað
hér en annars staðar" sagði
Ámundi Sigmundsson að
lokum.
Fyrsti leikur BÍ-liðsins á
komandi keppnistímabili fer
fram hér á ísafirði 25. maí
næstkomandi. Þá mæta ís-
firðingar Völsung frá Húsa-
vík en það lið hefur verið í
lægð að undanförnu eftir
mjög gott gengi í nokkur ár.
BB óskar Ámunda og liðinu
velfarnaðar í sumar með
þeirri ósk að þeir uppskeri í
samræmi við það sem sáð
er.
„Mér líst alveg þokka-
lega á sumarið. Mannskap-
urinn er alveg þolanlegur.
Hópurinn hefur verið frekar
fámennur til þessa en mér
sýnist þetta vera allt á réttri
leið, það er heldur að bætast
við hann heldur en hitt. Ég
er samt þokkalega bjartsýnn
þó svo að maður renni blint
í sjóinn hvað varðar getuna
hjá liðinu. Ég held því að
það borgi sig ckki að vera
með of mikla bjartsýni
svona í upphafi móts. Liðið
rétt slapp við fall í fyrra
þannig að allt fyrir ofan
þann árangur er bónus. Við
stefnum að því að gera betur
en í fyrra og það er alveg
nægilcgt takmark".
- Hvernig hefur æfingum
verið háttað hjá liðinu?
„Við byrjuðum æfingar í
lok janúar og þær hafa geng-
ið þokkalega. Við byrjuðum
á æfingum tvisvar í víku en
jukum þær í fjórar í byrjun
mars. Fyrstu æfingarnar
gengu út á lyftingar og aðrar
uppbyggjandi æfingar en
síðan var farið meira út í
leik og tækni. Síðan þá hcf-
ur maður orðið áþreifanlega
var við það að leikmennirnir
eru í lítilli leikæfingu enda
ckkert skrýtið þegar ekki er
hægt að komast á auðan völl
fyrr en í lok apríl. Það er
erfitt að byggja upp gott lið
við svona aðstæður".
- Eru miklar mannabreyt-
ingar í liðinu?
„Já, við höfum misst fjóra
menn og það er spurning
með þann fimmta. Bræð-
urnir frá Bolungarvík, Jó-
hann og Svavar Ævarssynir
er farnir, einnig Ólafur Pet-
ersen og einn strákur frá
Ámundi Sigmundsson.