Bæjarins besta - 08.05.1991, Blaðsíða 9
BÆJARINS BESIA • Miðvikudagur 8. maí 1991
9
Aðal-
fundur
Aðalfundur
Verslunarmannafélags ísafjarðar
verður haldinn fimmtudaginn
16. maí 1991 kl. 20.30
áHótel ísafirði.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
samkvæmt 15. grein
lagafélagsins.
2. Kosning fulltrúa á 18. þing L.Í.V.
3. Önnurmál.
Kaffiveitingar.
Stjórnin.
Bolungarvíkurkaupstaður
Ljósabekkir til sölu
Til sölu 2 Bermuda ljósabekkir. í hvorum
bekk eru 20 perur auk andlitslampa.
Upplýsingar gefur bæjartæknifræðingur í
síma 7113.
Tæknideild
Bolungarvíkurkaupstaðar.
• Lena Hreinsdóttir og María Finnsdóttir fræða 5 ára börn á ísafirði um mikiivægustu um-
ferðarreglurnar.
Isafjörður:
Umferðarfræðsla
5 og 6 ára barna
SÍÐASTLIÐINN mánu-
dag fór fram í Grunn-
skólanum á ísafirði fyrsti
hluti umferðarfræðslu 5 og 6
ára barna á norðanverðum
Vestfjörðum. Námskeiðið
sem er fólgið í því að vekja
athygli vestfirskra barna á
mikilvægustu umferðarregl-
unum er haldið á vegum
bæjar- og sveitarfélaga á
norðanverðum Vestfjörðum
auk lögreglunnar og Um-
ferðarráðs.
Leiðbeinendur á nám-
skeiðinu eru þær Lena
Hreinsdóttir og María
Finnsdóttir frá Reykjavík.
Hafa þær tengt námskeiðið
Umferðarskólanum „Ung-
um vegfarendum" en hann
þekkja flest börn. Þá hafa
þær sýnt börnunum kvik-
mynd, brúðuleikhús auk
þess sem börnin fá heim
með sér blað þar sem þau
eru látin teikna sinn eigin
reynsluheim. BB leit við á
námskeiðinu á mánudag og
tók þá meðfylgjandi mynd-
ir.
-s.
• Lögreglumaður færir börnunum „umferðarpoka“ að
gjöf.
Fróðleikskorn:
Réttur til setu
í óskiptu búi
MEÐ óskiptu búi er
átt við það, að það
hjóna er lengur lifir geti
við andlát hins að ákveðn-
um skilyrðum uppfylltum
og með sérstöku Ieyfi
skiptaráðanda fengið leyfi
til þess að fresta
búskiptunum á búi hins
látna. Grundvallarhugs-
unin að baki reglunum
um óskipt bú er sú, að
stuðla beri að því að sem
minnst fjárhagsleg röskun
verði á stöðu ekkju eða
ekkils við andlátið, þ.e. að
langlífari maki geti eftir
sem áður notið allar eign-
ir búsins og ekki þurfi að
skipta með honum og öðr-
um erfingjum. Hagsmun-
um fjölskyldunnar er í
flestum tilvikum best
borgið með þessu fyrir-
komulagi, enda kunna
skipti að valda mikilli
röskun á högum langlífari
maka.
Reglurnar um óskipt bú
eru í erfðalögunum sem
eru nr. 8 frá árinu 1962.
Þessi lagaákvæði hafa þó
breyst allnokkuð á síðustu
árum og þá á þann veg að
heimild eftirlifandi maka
til setu í óskiptu búi hefur
verið rýmkuð frá því sem
áður var.
Eftir lát annars hjóna á
eftirlifandi maki rétt á að
sitja í óskiptu búi með
sameiginlegum niðjum
beggja, nema því aðeins
að hið látna hafi mælt svo
fyrir í erfðaskrá að skípti
skuli fara fram. Eftirlif-
andi maki þarf því ekki
samþykki barna eins og
áður þurfti. Maki þarf
hins vegar samþykki
Björn
Jóhannesson
lögfræðingur
skrifar um
lögfræði
stjúpniðja eða þeirra sem
fara með lögráð þeirra ef
þeir eru ekki lögráða,
nema hið látna hafi í
erfðaskrá mælt fyrir um
rétt langlífari maka til
setu í óskiptu búi. Skipti
skulu ætíð fara fram ef hið
látna hefur kveðið á um
slíkt í erfðaskrá.
Ef bú eftirlifandi
maka er undir gjaldþrota-
skiptum eða ljóst er að
eignir hrökkva ekki fyrir
skuldum verður ekki veitt
leyfi til setu í óskiptu búi.
Sama gildir ef hið langlíf-
ara verður ekki treyst að
fara með forræði búsins
vegna vanhirðu um fjár-
mál þess.
Sá sem óskar eftir leyfi
til setu í óskiptu búi þarf
að sækja um slíkt skrif-
lega til viðkomandi skipta-
ráðanda (sýslumenn og
bæjarfógetar/ borgarfógeti
í Reykjavík.) í umsókn-
inni skal greina nöfn erf-
ingja, kennitölu og dval-
arstað þeirra. Þá skal
fylgja yfirlit yfir eignir og
skuldir beggja hjóna. Sé
heimildin háð samþykki
erfingja eins og áður var
rakin þarf að koma skrif-
legt samþykki þeirra. Sé
rétturinn byggður á erfða-
skrá þarf hún einnig að
fylgja umsókninni. Telji
skiptaráðandi að skilyrði
sé fyrir hendi til setu í
óskiptu búi gefur hann út
leyfisbréf til viðkomandi.
SMÁ
IAIWVtíl![eH:l
Til sölu eru varahlutir í Plymouth Valiant ’67. Upp- lýsingar í 0 4859 í hádeg- inuog eftirkl. 19.
Óska eftir notuðum hús- gögnum til kaups eða gefins, mega þarfnast við- gerðar. Upplýsingar í 0 3268ádaginn.
Óska eftir 3ja herb. íbúð frá og með 1. ágúst nk. Upplýsingar í 0 4679.
Til sölu er Montanatelpna- reiðhjól 24”, 3ja gíra, bleikt og hvítt. Verð 12.000,-Uppl. í 0 3529.
Til sölu er kvenreiðhjól. Upplýsingar í 0 3720.
Til sölu er Nintendo leik- tæki Upplýsingar í 0 3623 á kvöldin.
Óska eftir barnakerru og reiðhjóli. Uppl. í 0 3696.
Til sölu er MMC Sapporo 2,4i '88. Sjálfskiptur með rafm. í öllu, álfelgur, ABS bremsur o.fl. Skipti koma il greina. Uppl. í 0 7346.
Öska eftir að kaupa svala- vagn. Uppl. í 0 7164.
Mánud. 29. apríl tapaðist átekin filma, líklegast á leiðinni frá sjúkrahúsi og niður í bæ. Uppl. í 0 7164.
Til sölu er lítið sófaborð, krómað með glerplötu. Uppl. í 0 3579 eftirkl. 18.
Til sölu er Ford Fairmont 78. 4ra þrepa skipting, góð dekk, 6 cyl. Selst mjög ódýrt. Upplýsingar í 01531.
Eldri borgarar ísafirði. Lokafagnaður félags- starfsins verður haldinn í sal Stjórnsýsluhussins á4. hæð sun. 12. maí kl. 15. Bolvíkingar og Súgfirðing- ar heiðra okkur með nær- veru sinni, skemmtiatr., veitingar og dans. Allireldri borgarar velkomnir.
Til sölu er krossviðs- klæðning í skúffu á Toyota Xtra Cab '91. Ein- nig White Spoke felgur 15”x8”. Upplýsingar í 0 4271 á kvöldin.
Til sölu er bifreiðin í-3406, Mazda 626 GLX, árg. ’88. Ekin 70.000 km. Upplýs- ingar gefur Gunnar í 0 7554 eða 7316.
Bolvíkingar! Samstarfs- félag foreldra og kennara Grunnskóla Bolungarvíkur heldur almennan félags- fund fimmtudaginn 9. maí kl. 20.30 í Grunnskólan- um. Sjá nánargötuauglýs- ingar. Stjórnin.
Óska eftir ísskáp, ódýrum eða gefins. Upplýsingar í 0 91-32916.
Óska eftir 2ja herbergja íbúð á Eyrinni. Upplýsing- ar í 0 3835 eftir kl. 18.
Tapast hefur grár plast- hjólkoppur af Subaru á svæðinu Ísafjörður-Bol- ungarvík. Finnandi hringi í 0 7355.
Til sölu er Murray reiðhjól fyrir 10 ára dreng, verð 5000,-Uppl. í 0 4726.