Lögmannablaðið - 2016, Blaðsíða 22

Lögmannablaðið - 2016, Blaðsíða 22
22 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/16 Þann 3. nóvember sl. héldu Lögfræðingafélag Íslands og FLF - félag lögfræðinga í fyrirtækjum athyglisverðan fund um rafræn viðskipti og sönnun og komust færri að en vildu. Framsögu hafði Ásgeir Helgi Jóhannsson hdl., deildarstjóri hjá Landsbankanum, og auk þess var Hörður Helgi Helgason hdl. hjá Landslögum með stutt innlegg. Fundarstjóri var Birna Hlín Káradóttir hdl. hjá Fossum mörkuðum. KALLAÐ EFTIR BREYTINGUM HÁDEGISFUNDUR UM RAFRÆN VIÐSKIPTI OG SÖNNUN Hinn rafræni nútími Við búum í rafrænum heimi. Nær allir löggerningar tengjast rafrænum aðgerðum, jafnt einföld vörukaup sem flóknari afleiðuviðskipti. Við notum öll tölvuna til að greiða fyrir löggerningum, stórum sem smáum, flóknum sem einföldum. Þegar kemur að starfi lögfræðingsins og aðkomu hans að framkvæmd og fullnustu þessara löggerninga, þá flækjast málin eins og Hörður Helgi og Ásgeir minntu okkur á. Rauði þráðurinn í erindi Ásgeirs Helga var hvort unnt væri að rafvæða ferlana alla leið, frá gerð löggernings, framkvæmd hans og fullnustu, jafnvel fyrir atbeina dóm- stóla. Vissulega væri búið að rafvæða góðan hluta en spurningin var: Komumst við alla leið? Lánaferlar fjármálafyrirtækja Ásgeir Helgi tók lánaferla fjármálastofnana sem dæmi um rafvædda ferla. Umsóknir eru rafrænar, unnið er með þær á skjá starfsmanna og þær fluttar yfir í lánakerfi við samþykkt. Þegar kemur að útgáfu skuldabréfs þá kemur inn skot á pappír. Skuldabréfið er prentað út, undir- ritað, sett í þinglýsingu og varðveitt í skjalaskáp – eftir innskönnun, til að eiga aðgengilegt eintak af skjalinu. Áfram heldur framkvæmd lánsins rafrænt, lánakerfið reiknar gjald dagana og skráir greiðslur, sem berast oftast rafrænt. Þannig gæti ferlið klárast farsællega án frekari aðkomu pappírsins – þar til frumrit skuldabréfsins yrði sótt í skjala skápinn, stimplað uppgert og sent í pósti til lántakans. Að mati Ásgeirs er þetta reyndin með stóran hluta þeirra lána sem verið er að veita í dag. Hin lánin, þessi sem ekki eru greidd á réttum tíma og krefjast því frekari aðkomu lögfræðinga, flækja myndina. Innheimtuferlarnir eru áfram undirbúnir rafrænt en gögnin prentuð út og send í pósti. Þegar kemur að fullnustunni færist ferlið alfarið yfir á pappír. Gögnin eru vissulega undirbúin í tölvu en prentuð út, jafnvel í mörgum eintökum og með þau ekið á milli staða til þess að kröfuhafi nái fram rétti sínum gagnvart lántaka. Fullnusturéttarfarið byggir á því að pappír sé reiddur fram á réttum stöðum og á réttum tíma. Breyting á þinglýsingarlögum sem greiðir fyrir þinglýs- ingu rafrænna skjala er í undirbúningi hjá innan ríkis- ráðuneytinu og væri vel ef þeirri breytingu fylgdi fullnustu- band ormur, þar sem gerðar yrðu viðeigandi breytingar á fullnusturéttarfarinu til þess að unnt væri að klára fullnustu með rafrænum hætti. Áhyggjurnar sem lögfræðingar hafa í dag eru, að mati Ásgeirs, hvort lántakar þurfi áfram, þrátt fyrir breytingar á þinglýsingarlögum sem gerir þinglýsingu veðréttar rafræna, að undirrita skuldabréfin á pappír til þess að unnt verði að fullnusta þau með réttum hætti. Að réttindin samkvæmt skuldabréfinu séu tengd við frumrit skuldabréfsins – eintakið sem prentað er á löggiltan skjala- pappír og varðveitt í eldvörðum skjalaskápum.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.