Lögmannablaðið - 2016, Síða 35

Lögmannablaðið - 2016, Síða 35
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/16 35 SITJA ALLIR VIÐ SAMA BORÐ? FLOSI H. SIGURÐSSON HDL. réttindi sem það hefur, forsjá barna þeirra. Er um miklu mikilvægari réttindi að ræða heldur en þau hvort leggja eigi fjárkröfu á einhvern eða ekki, t.d. vegna galla á fasteign. Aðilar eiga að vera jafnir við öflun sérfræðilegra álitsgerða Undirritaður getur ekki skilið hvers vegna aðilar forsjár- sviptingarmála geta ekki haft sömu réttindi og aðrir til þess að sýna fram á að kröfur þeirra skuli taka til greina fyrir dómi. Munurinn á þessum málum og almennum einkamálum felst í því að þetta eru flýtimeðferðarmál og ættu möguleikar aðila að vera takmarkaðri að tefja málið verulega, s.s. með framlagningu ítrekaðra matsbeiðna og yfirmatsbeiðna. Af dómaframkvæmd Hæstaréttar virðist þó ekki vísað til þessa sjónarmiðs heldur fyrst og fremst að gagnaöflunin sé þarflaus vegna fyrirliggjandi skýrslu sálfræðings, sem í flestum ef ekki öllum tilvikum er verktaki viðkomandi sveitarfélags. Þá má jafnframt benda á að við gerð skýrslna sálfræðinga er almennt ekkert samráð haft við lög mann matsþolans, hafi matsþolinn yfir höfuð lögmann sér við hlið, hvorki varðandi framkvæmd, gerð eða val á matsmanni. Í einhverjum tilvikum getur lögmaður, ef hann leggur sig sérstaklega eftir því, fengið að taka einhvern þátt í vali á matsmanni en almennt er aðkoma lögmanns að öðru leyti takmörkuð og starfsmenn barnaverndaryfirvalda taka ekki til greina athugasemdir lögmanns varðandi gerð matsins. Þessu er þveröfugt farið ef gert er dómkvatt mat undir rekstri málsins, hafa þá báðir aðilar sama aðgang að matsmanni, matsmaðurinn er annaðhvort valinn af aðilum sameiginlega eða dómstóllinn velur sjálfur matsmann án aðkomu aðila málsins. Þá geta lögmenn komið að athuga- semdum varðandi gerð matsins, hverja rætt skuli við, hvað leggja skuli áherslu á, o.s.frv. Er þetta gert til þess að tryggja hlutleysi matsmannsins við gerð matsins. Úrbóta er þörf Lausn þessa vandamáls er vandfundin. Einn möguleikinn felst í því að Hæstiréttur víki frá fyrri dómafordæmum í málum í framtíðinni vegna þeirra sjónarmiða sem rakin hafa verið í umfjöllun þessari, en það gerir Hæstiréttur auðvitað endrum og sinnum. Hinn möguleikinn er að lögfesta nýtt ákvæði í barnaverndarlög sem staðfestir rétt málsaðila til þess að afla matsgerðar dómkvadds mats- manns um for sjárhæfni sína, matsmanns sem hefur samráð við báða aðila um framkvæmd matsins, í hverju matið skuli felast, hverja rætt skuli við þegar matið er framkvæmt o.s.frv. Telur undirritaður þó ankannalegt ef lögfesta þarf rétt aðila á tilteknu réttarsviði til þess að njóta réttinda sem eru í samræmi við meginreglur einkamálaréttarfars. Hugsanlega er það þó eina mögulega úrræðið.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.