Lögmannablaðið - 2017, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 2017, Blaðsíða 14
14 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/17 Hin nýja dómstólaskipan er handan við hornið og það komust færri en vildu á hádegisverðarfund sem Lögmannafélag Íslands og Dómarafélag Íslands efndu til miðvikudaginn 18. október sl. þar sem fjallað var um málsmeðferð fyrir Landsrétti – útfærslu, verklag og önnur praktísk atriði. Fór fundurinn fram á Grand Hóteli og var Mikael Sjöberg, dómari við Eystri-Landsrétt í Danmörku, með framsögu. Fundurinn hófst á ræðu fundarstjóra, Skúla Magnússonar héraðsdómara og formanns Dómarafélags Íslands, þar sem hann rakti sögu Hæstaréttar Íslands sem bæði æðsta dómstóls landsins og áfrýjunardómstóls. Kvað hann Hæstarétt hafa rækt þetta hlutverk sitt með mikilli prýði en að með stofnun Landsréttar myndi eðli Hæstaréttar breytast í ljósi þess að hann yrði æðsti dómstóll landsins eftir breytingarnar en Landsréttur tæki við hlutverki áfrýjunardómstóls. FYRIR KOMU LAG LANDSRÉTTAR Í DANMÖRKU HÁDEGISVERÐARFUNDUR

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (2017)
https://timarit.is/issue/411935

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (2017)

Aðgerðir: