Lögmannablaðið - 2017, Blaðsíða 23
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/17 23
Framkvæmd í Noregi
Einar kom aftur í pontu og vísaði til framkvæmdar í
Noregi og að mismunandi sjónarmið giltu eftir því hvaðan
hælisleitendur kæmu. Ekki væri brot á reglum um réttar-
öryggi þó hælisumsóknir frá ríkisborgurum tiltekinna
ríkja væru afgreiddar á 48 klst. Miklum fjármunum væri
ráðstafað til málaflokksins á fjárlögum og spurning væri
hvort einhverjir hefðu hagsmuni af aðkomu félagsins i
þessu máli.
Ekki í samræmi við reglur réttarríkis
Ástráður Haraldsson hrl. sagði að margt mætti segja um
skýrsluna og hann væri ekki endilega sammála öllu sem þar
kæmi fram. Hins vegar fæli tillagan að ályktuninni ekki í
sér að fundurinn tæki afstöðu til efnis skýrslunnar heldur
væri með ályktuninni verið að benda á með þessari vinnu
hafi komið í ljós ýmis atriði í framkvæmd sem ekki virtust
samræmi við reglur sem við teldum að ættu að gilda um
réttarríki og alþjóðlegar skuldbindingar um að tryggja eigi
viðeigandi og haldbær úrræði fyrir hælisleitendur. Þá væri
einnig verið að gæta hagsmuna lögmannastéttarinnar.
Það gangi ekki að stjórnvöld fara að bjóða út ýmis réttar-
gæsluverkefni. Slík framkvæmd sé til þess fallin að draga
úr réttaröryggi.
Réttindi borgaranna - hverjir sem þeir eru
Helga Vala Helgadóttir hdl. fagnaði því að félagið væri að
velta þessum málefnum fyrir sér. Hún mótmælti hins vegar
þeim orðum að tilteknir lögmenn væru að hagnast á þessari
afstöðu félagsins. Benti hún á að lögmenn væru oftar en
ekki að vinna þessi mál í sjálfboðavinnu. Starf félagsins eigi
að snúast um réttindi borgaranna hverjir sem þeir eru.
Tillaga samþykkt
Í lok fundar var tillaga að ályktun fundarins samþykkt með
25 atkvæðum gegn tveimur. Hildur Ýr Viðarsdóttir hrl. var
fundarstjóri og Sonja Berndsen hdl. var fundarritari.
Bjarnveig Eiríksdóttir hdl.
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Léttum starfsfólki lífið!
Háaleitisbraut 58–60 • 108 Rvk • haaleiti@bjorg.is • Sími: 553 1380
Við sækjum og sendum fatnaðinn
- sendið fyrirspurnir á haaleiti@bjorg.is
Andri Árnason, hrl.
Edda Andradóttir, hrl., LL.M.
Finnur Magnússon, hrl., LL.M.
Halldór Jónsson, hrl.
Lárus L. Blöndal, hrl.
Sigurbjörn Magnússon, hrl.
Simon David Knight, solicitor
Stefán A. Svensson, hrl., LL.M.
Vífill Harðarson, hrl., LL.M.
Borgartúni 26
105 Reykjavík
580 4400
www.juris.is