Fylkir - des. 2020, Blaðsíða 13
13FYLKIR - jólin 2020
°
°
Laufás var eitt reisulegasta timbur-
húsið á Heimaey áður en Eldfells-
hraunið lagðist yfir Austurbæinn.
„Eitt fallegasta húsið í Vestmanna-
eyjum“ segir Guðjón Ármann Eyj-
ólfsson í Gosbókinni sinni góðu frá
1973.
Frá Laufási var dásamlegt út-
sýni til allra átta. Úr norðurglugga
blasti við sjálfur Heimaklettur og
eins sá yfir hluta hafnarinnar og
svo Víkina, innsiglingarleið báta
og skipa. Í austur gat að líta Elliða-
ey og Bjarnarey og upp á land til
Eyjafjallajökuls. Í góðu veðri gladdi
Mýrdalsjökull augað og fjöllin
þar austur frá, allt að Dyrhólaey.
Helgafell og grónar brekkur þess
voru í suður en til vesturs mátti sjá
yfir byggðina á Heimaey, allt út að
Hamri, og þar undan vestureyjar
flestar.
Austurvegur 5
– Vilborgarstaðavegur
Laufás var járnklætt timburhús,
stóð við Austurveg og var númer
5, þ.e. norðan megin eða neðan
við götuna. Húsið var á hæðar-
dragi og naut sín afbragðsvel
á steinsteyptum kjallara, tvílyft,
með stórum kvisti sunnan megin
á þakinu en minni kvisti norðan
megin. Sex myndarlegir gluggar
voru langsum að sunnanverðu og
að götunni en fjórir norðan megin,
auk útbyggingar, sem stundum
var kölluð „bíslag“. Þar var geng-
ið inn í húsið hvunndags. Á stafni
austan megin voru tveir gluggar
á efri hæð. Vestan megin voru
aðaldyr hússins með snotrum
umbúnaði og gengið upp tröpp-
ur að þeim með handriði, upp á
steyptan pall. Undir honum var
farið inn í kjallaraíbúðina. Sunnan
megin á kjallara vissu jafnmargir
gluggar í suður og á aðalhæð, en
þrír í norður, og þeim megin var
líka kolalúga, auk inngangs undir
bíslaginu. Á vesturgafli voru tveir
gluggar á efri hæð og tveir minni
utar við þá. Á suðurkvisti voru tveir
gluggar. Háaloft var yfir öllu hús-
inu, geymsluloft, með stafnglugga
vestan megin og í suðurkvisti, auk
lítils þakglugga norðan megin,
yfir stiganum. Húsið var gulmál-
að, gluggaumbúnaður hvítur og
brúnleitur skrautbekkur utan á
húsinu milli hæða. Byggingarlag-
ið var vel þekkt í Eyjum og raunar
víða um land.
Austan við íbúðarhúsið var út-
bygging frá norðri til suðurs og
hefur hún myndað skjól fyrir aust-
anáttinni sem áreiðanlega hefur
oft verið hvöss á Laufáshólnum.
Þar var syðst hjallur, svo hlaða en
fjós norðanmegin með haughúsi
og brunni framan við í túninu.
Utan á útbyggingunni var svo enn
annað hús, hesthús, og brunnur
sunnan við það og áfastur því. Í
Laufási bjó „útvegsbóndi“, eða
fremur útvegsbændur, með út-
gerð og bústofn, kýr og rollur, hest
og hænsn.
Á lóðinni voru þrír vatnsbrunnar
þar sem rigningarvatni var safnað.
Brunnar voru notaðir fram til þess
að vatnsleiðsla var lögð milli lands
og Eyja 1968 og dreifikerfi um
kaupstaðinn.
Tún Laufáss voru mikil, einkum til
suðurs og austurs, og þau slegin
og hey hirt meðan skepnur voru
enn á bænum. Þessi tún urðu
góðar byggingarlóðir er stundir
liðu fram. Féð, sem ekki var margt
í Laufási, gekk að sumri og lengi
fram á haust í Heimakletti og
Suðurey. Kartöflugarður var suð-
austur af húsinu.
Í Laufási var, eins og á flestum ís-
lenskum heimilum til sveita fram á
síðustu öld, rekinn sjálfsþurftarbú-
skapur. Fólkið var sjálfu sér nægt
um nær alla hluti og flest sem með
þurfti, fæði og klæði, heimafengið.
En mikið búsílag var fiskurinn og
hin gjöfula útgerð. Það var annar
svipur á Laufási en þurrabúðum
niður í Sandi. Laufás var sem óðal,
stórt, landmikið, með bústofn og
þar voru margar kynslóðir, einn
„únívers“ eða heimur út af fyrir sig.
Sand-guttar eins og sá sem hér
skrifar horfðu með undrun á þetta
stóra og fallega hús ofar á Eyjunni,
það vakti áhuga og forvitni. Hver
var saga þess og þeirra sem þar
bjuggu?
Elínborg og Þorsteinn
Á þessu höfuðbóli bjuggu mynd-
ar- og merkishjón, Elínborg Gísla-
dóttir húsfreyja og Þorsteinn Jóns-
son, skipstjóri og útgerðarmaður,
einn svipmesti brautryðjandi vél-
bátaútgerðar í Vestmannaeyjum,
rithöfundur síðar á ævi, riddari af
Fálkaorðunni 1929 í tíð Kristjáns
X., konungs Íslands og Danmerkur,
og heiðursborgari Vestmannaeyja
á sjötugsafmæli sínu 1950.
Um Þorstein Jónsson (f. 1880)
hefur margt verið ritað og mikill
ljómi er yfir nafni hans, ekki síst
fyrir bækur hans stórmerkar, For-
mannsævi í Eyjum (1950) og Alda-
hvörf í Eyjum (1958). Í formálsorð-
um fyrir fyrri bókinni rekur Jóhann
Gunnar Ólafsson, fyrrv. bæjarstjóri
í Eyjum, fræðimaður og aldavinur
Þorsteins, æviferil hans og þarf
litlu við þau orð að bæta. Þorsteinn
var raunar fæddur í Austur-Land-
eyjum, í Gularáshjáleigu, skammt
sunnan við Gunnarshólma, en
fluttist með bláfátækum foreldr-
um sínum til Eyja á þriðja ári og
ólst upp á Vilborgarstöðum við
kröpp kjör. Jón Einarsson, faðir
hans, útvegsbóndi, var kenndur
við húsið Hraun sem hann byggði
síðar og stóð fram að gosi þar sem
mætast Vestmannabraut, Heima-
gata og áður Landagata. Hann var
kunnur maður í Eyjum á sinni tíð.
Þorsteinn Jónsson lést 1965, 85 ára
að aldri, og var þá margt fagurt og
gott um hann ritað.
Um Elínborgu (f. 1883), þá
myndarlegu og glæsilegu konu,
er færra á blaði. Hún lést rúmlega
níræð, 4. mars 1974, þá búandi í
Hafnarfirði, og engin minningar-
grein var skrifuð um hana svo vit-
að sé. Hún bjó ekkja í Laufási þegar
eldurinn kom upp í janúar 1973
og mátti hrekjast undan honum
með dóttur sinni, Dagnýju, og fjöl-
skyldu hennar sem bjó á efri hæð-
inni hjá henni. Elínborg var systir
Engilberts Gíslasonar, hins kunna
og ágæta listmálara í Eyjum. Ef-
laust muna margir rosknir Eyja-
menn eftir honum við afgreiðslu-
störf í málningarvöruversluninni
í kjallara Viðeyjar, ævagömlum
að sjá. Hann var fæddur 1877,
lést 1971. Myndir hans frá Eyjum
eru margar og hanga víða uppi
hjá Vestmanneyingum. Foreldrar
þeirra Elínborgar og Engilberts,
og þriggja annarra systkina, voru
Gísli Engilbertsson, verslunarstjóri
í Juliushaab-verslun og síðar á
Tanganum, og kaupmaður þar um
hríð, og Ragnhildur Þórarinsdótt-
ir. Þau voru bæði Sunnlendingar
og höfðu flust til Vestmannaeyja
1869. Allt var þetta fólk því grónir
Vestmanneyingar en með rætur
undir Eyjafjöllum, í Landeyjum og
Fljótshlíð.
Laufássystkinin
Þau Elínborg og Þorsteinn eignuð-
ust 12 börn og ólu líka upp einn
dótturson sinn. Þau giftu sig 1903,
að fengnu kóngsbréfi til hjóna-
vígslu, og áttu fyrst heima á loftinu
á Hrauni, þá nýbyggðu húsi for-
eldra Þorsteins, Jóns Einarssonar
og Þórunnar Þorsteinsdóttur.
Laufássystkinin, börn Elínborgar
og Þorsteins, eru:
1. Þórhildur f. 1903. Hún var
prestsfrú á Breiðabólstað í
Fljótshlíð, gift sr. Sveinbirni
Högnasyni, prófasti og al-
þingismanni. Þau eignuðust
fjögur börn. Þórhildur var
kirkjuorganisti og söngstjóri.
2. Unnur, f. 1904; dó rúmlega
fertug af nýrnabilun, bjó við
heilsuleysi lengi. Hún var gift
Runólfi Runólfssyni, vélstjóra
og útgerðarmanni frá Bræðra-
tungu í Eyjum. Þau eignuðust
sjö börn.
3. Gísli, f. 1906. Var giftur Ráð-
hildi („Hillu“) Árnadóttur Finn-
bogasonar skipstjóra frá Norð-
urgarði, síðar Hvammi. Gísli var
áður verkstjóri í Hraðfrystistöð
Vestmannaeyja hjá Einari ríka
Sigurðssyni en síðar einn af
þrem stofnendum og stjórn-
endum Fiskiðjunnar. Þau áttu
einn kjörson.
4. Ásta, f. 1908; lést barnlaus 26
ára að aldri.
5. Jón (eldri), f. 1910, lést 13 ára
gamall úr taugaveiki sem geis-
aði í Eyjum og víðar 1923.
6. Fjóla, f. 1912, húsfreyja í
Reykjavík. Hún var gift Harald
St. Björnssyni sem m.a. rak um-
boðs- og heildverslun. Hann
var sonur Baldvins Björns-
sonar gullsmiðs í Eyjum og
bróðir Hauks stórkaupmanns
og Björns Th. listfræðings. Þau
eignuðust þrjú börn.
7. Ebba (eldri), f. 1916. Hún lést
10 ára gömul. Hún var mállaus.
8. Anna, f. 1919, húsfreyja. Hún
var forustukona í félögum
kvenna í Eyjum, var gift Jóni
Guðleifi Ólafssyni frá Garð-
stöðum, verkstjóra og út-
gerðarmanni. Þau eignuðust
fjögur börn. — Anna hlaut
titilinn „Eyjakona aldarinnar“ í
könnun Frétta í ársbyrjun árið
2000.
9. Bera, f. 1921, húsfreyja í Eyj-
um, giftist Ingólfi Arnarsyni
vélstjóra og járnsmið, síðar
útgerðarmanni og fram-
kvæmdastjóra Útvegsbænda-
félagsins. Þau eignuðust þrjá
syni.
10. Jón (yngri), f. 1923. Hann flutt-
ist ungur til Reykjavíkur og var
verkstjóri þar. Hann bjó þó í
Eyjum (í Garðinum) í nokkur ár
Hús og fólk IV:
Laufás - höfuðból í Vestmannaeyjum
Laufás í Vestmannaeyjum, byggt 1912. Myndin er frá því um 1930. Austan megin við húsið má sjá í
Vatnsdal, en vestan megin Hof, Sætún, Gamla-Skálholt, Gíslholt, Landagötu 18 (með flötu þaki), og Sól-
nes. Fjær sér í Höfn og Fúsahús við Bakkastíg. Skipið á Víkinni gæti verið Dronning Alexandrine.
Þorsteinn Jónsson (1880-1965) í
Laufási á efri árum. Upphaf vél-
bátaútgerðar í Vestmannaeyj-
um er tengd nafni hans og því
er Unnur I hóf veiðar á vertíð-
inni 1906. Þorsteinn var kjörinn
heiðursborgari Vestmannaeyja
1950, á sjötugsafmæli sínu.
Húsfreyjan í Laufási, Elín-
borg Gísladóttir (1883-1974),
innborin Vestmanneyingur,
fædd á Tanganum. Elínborg var
skörungur og stjórnaði lengi
stóru útvegsheimili. Hún var í
forustusveit í félögum kvenna í
Eyjum, Eykyndils og Líknar.
Fjölskyldan í Laufási, nokkru fyrir 1950. Standandi (f.v.): Harald St.
Björnsson, Fjóla, kona hans, Jón Guðleifur Ólafsson (Leifi) og Anna,
kona hans, Gísli, Bera og maður hennar, Ingólfur Arnarson, Dagný,
Jón og Ebba. Sitjandi (f.v.): Þórhildur, Þorsteinn, Elínborg Jónsdóttir
(milli afa og ömmu), Elínborg Gísladóttir og Ástþór. Öll á myndinni
eru látin nema Elínborg Jónsdóttir, og fjögur systkinanna voru
dáin þegar myndin var tekin. Fjölskyldan hefur stillt sér upp í „betri
stofunni“. Á veggnum má sjá danskar myndir, og sú í miðið hangir
nú uppi í stofu hjá Elínborgu á Hraunslóð 2. Á henni stendur letrað:
„En ung kone venter sin mand hjem fra søen.“
GREINARHÖFUNDUR:
HELGI
BERNÓDUSSON