Fylkir - des. 2020, Síða 17
17FYLKIR - jólin 2020
°
°
tvisvar í viku, og svo súrmatur.
Glatt var yfir matarborði á kvöldin
og fréttir sagðar af sjó og úr bæjar-
lífi. Eftir mat var oft tekið í spil og
hlustað á útvarp, auk ýmissa verka
fyrir heimilisrekstur eða útveginn.
Heimilisvinir voru margir, ekki
síst eftir að börn fóru að stálpast.
Þorsteinn og Elínborg fóru á seinni
árum sjaldan af bæ, hann þó frem-
ur, en nokkrir nánir vinir komu til
þeirra, sumir á föstum tímum, t.d.
Guðmundur Böðvarsson smiður
hvern sunnudag, og Ragnheiður
og Ólafur á Flötunum voru nán-
ast eins og partur af fjölskyldunni.
Engilbert málari, bróðir húsfreyju,
kom oft. Enn fremur voru tíðir
gestir Jónatan í Breiðholti, Stefán
í Skuld, Scheving í Heiðarhvammi
og Erlendur á Gilsbakka. Sigurlaug
og Thomas Thomsen frá Sólnesi,
en hann rak Thomsens-smiðju
(síðar Steinasmiðju) við Urðaveg,
og börn þeirra voru miklir heimil-
isvinir og höfðu búið í Laufási um
skeið. Og margir aðrir, sem dvalist
höfðu í Laufási eða unnið með
þeim hjónum, komu í heimsókn
og litu inn. Alltaf átti Elínborg nóg
í búri. Gott nágrenni var kringum
Laufás, ekki síst var góður sam-
gangur við Bólstaðahlíð sem var
næsta hús að kalla og Ásgarðsfólk.
Gamlir íbúar hússins, vertíðar-
menn hjá Þorsteini, karlar úr
sveitunum sunnanlands, ekki síst
undan Fjöllunum, komu jafnan við
í Laufási ef þeir áttu leið um Eyjar,
enda kærleiksband milli hjónanna
og flestra þeirra sem hjá þeim
unnu, lengur eða skemur. Einn
nánasti samverkamaður Þorsteins
á Unni VE var Geir Guðmundsson
á Geirlandi. Hann var hjá honum
samfellt 18 vertíðir, lengst af mót-
oristi. Milli þeirra ríkti gagnkvæm
virðing.
Elínborg og Þorsteinn voru raun-
góð og réttu mörgum bæjarbúum
hjálparhönd, þeim sem nauðug-
lega voru staddir eða bjuggu við
sára fátækt og erfiðleika. Ýmist var
það mjólk úr fjósinu, fiskur, kjöt
eða aðrar nauðsynjar. Barnabörn
minnast þess er þau voru send
með poka í vissa staði. Urðu þau
þó að þegja vandlega um því að
ekkert mátti fréttast.
Öllum fannst Laufásfólkið glatt,
vinsamlegt, duglegt, áreiðanlegt,
reglusamt og hjálpsamt. Þar var
enginn til vandræða.
Endalokin 1973
Húsið Laufás stóð á sínum trausta
stalli allar götur fram til 1973. Það
þótti um margt sérstakt, ekki að-
eins fyrir það hve glæsilegt það
var, stórt og í góðu standi, heldur
líka hve orðstír húsráðenda var
mikill.
Eftir að Þorsteinn Jónsson lést
1965 og Elínborg, ekkja hans, varð
ein eftir á aðalhæðinni í Laufási
bjó Ólafur Jónsson, dóttursonur
hennar, hjá henni nokkur ár. Allt
var því óhreyft þar frá fyrri árum er
ósköpin dundu yfir aðfaranótt 23.
janúar 1973. Dagný og Bogi, ásamt
tveim börnum þeirra, Guðnýju og
Erlendi, bjuggu á loftinu þegar
eldur kom upp í Helgafellsöxl.
Guðný var 14 ára þegar eldgos-
ið hófst. Hún var látin sofa niðri
hjá ömmu sinni á dívan í svefn-
herbergi hennar, en hafði annars
gömlu skrifstofu afa síns beint á
móti sem aðstöðu fyrir sig til að
læra og sinna sjálfri sér.
Allt var að venju og með kyrrum
kjörum í Laufási mánudagskvöldið
22. janúar 1973. Hvasst var úti og
það heyrðist á húsinu, hvein í og
veggir dúuðu, en slíkt sætti ekki
tíðindum þar á bæ. Fjölskyldan
öll borðaði kvöldmatinn saman
í stóra eldhúsinu niðri eins og
vant var, en Dagný var ekki heima
þennan dag, hún hafði brugðið sér
„suður“ með systur sinni til að vera
í sjötugsafmæli Þórhildar, elstu
systurinnar.
Elínborg var á 90. aldursári og
enn þá býsna spræk, en þó var far-
ið að gæta ýmissa marka ellinnar.
Hún hafði yndi af spilum. Guðný
spilaði við hana, oftast marías og
rússa, en þess á milli lagði hún
kapal, heklaði líka talsvert og sinnti
um heimilisstörf eins og þörf var á.
Sjón var farin að daprast og Guðný
las þá fyrir ömmu, m.a. talsvert af
ástarsögum.
Kvöldið fyrir gosið vakti Bogi,
skipstjóri í Laufási, lengi fram eftir
til að heyra veðurfregnir. Veðrið var
að ganga niður. Er líða tók fram yfir
miðnætti varð hann var ókyrrð-
ar og þegar ofan á hana bættist
undarlegur hvinur fór hann á stjá.
Var þá ekki um að villast. Bogi átt-
aði sig strax á að eldur var kominn
upp og jörð að rifna austan við
Kirkjubæi frá suðri til norðurs og
þangað var ekki langur vegur. Bogi
vakti son sinn og kallaði niður til
dóttur sinnar. Guðný reyndi að
vekja ömmu sína, en hún vildi ekki
hlusta á „þessa vitleysu“ né gegna
því að fara á fætur. Það gerði hún
ekki fyrr en Anna, dóttir hennar, og
Leifi komu úr næsta húsi, en vildi
samt helst ekki trúa augum sínum
né því að hún væri í vöku.
En stuttu síðar mátti gamla kon-
an, Elínborg í Laufási, ganga út
úr húsi sínu í síðasta sinn eftir 60
ára búsetu þar og viðburðaríkt líf
innan veggja þess. Hún fór með
„ættarskipinu“ Gullbergi til Þor-
lákshafnar, langa sjóferð í leiðinda-
veðri, en þar í höfninni tóku dætur
hennar á móti henni. Hún fór svo
til Þórhildar austur í Fljótshlíð og
var þar fram á sumar, en síðustu
mánuði í Hafnarfirði hjá Ebbu og
Bárði. Elínborg bar ekki barr sitt
eftir eldgosið, þráði það eitt að
komast heim. Svo var heilsu henn-
ar komið veturinn á eftir að hún
gat ekki verið ein og svaf Steinunn
Bárðardóttir hjá ömmu sinni síð-
ustu vikurnar. Elínborg í Laufási
lést í byrjun marsmánaðar 1974.
Þegar sýnt þótti næstu dægur eft-
ir að gosið hófst hvert stefndi var
flestu bjargað úr húsinu. Voru þar
að verki ættingjar og niðjar Lauf-
áshjóna og fluttu þeir búslóðir af
Laufástorfunni með Gullbergi VE
til Reykjavíkur. Eitthvað mun þó
hafa orðið eftir á háaloftinu í Lauf-
ási, t.d. gamlar kistur. Sífellt lagðist
meiri og þyngri gosaska á Laufás
eins og önnur hús við Austurveg-
inn. Er leið á marsmánuð stefndi í
voða í austurbænum og að kveldi
föstudagsins 23. mars og fram á
nóttina urðu mestu áföll og tjón
í gosinu þegar um og yfir 60 hús
fóru á fáum klukkustundum undir
hraunbreiðuna sem þá vall fram.
Degi áður eða tveim var Ólafur
Jónsson í húsi afa síns og ömmu
við annan mann. Grófu þeir sig inn
til að sækja síðustu muni og skriðu
loks út um þakgluggann með
dót í fanginu, síðustu menn sem
stóðu undir þaki þessa glæsilega
og sögufræga húss. Gífurlegt farg
hvíldi á húsinu og Ólafur minnist
þess hve það titraði mikið og skalf,
líkt og grátekki væri.
Laufástorfan
Niðjahópurinn frá Laufási er stór,
sennilega á 4. hundrað manns,
fæstir í Vestmannaeyjum, e.t.v. að-
eins 20. Tvö systkinanna, Þórhildur
og Fjóla, komust yfir hundrað ár í
aldri. Ástþór lést í febrúar á þessu
ári, en síðust alsystkina kvöddu
Dagný (2016) og Bera (2019). – Sr.
Sváfnir Sveinbjarnarson prófastur,
sonur Þórhildar, er elstur niðjanna,
92 ára gamall.
Svo fór að fjögur börn þeirra El-
ínborgar og Þorsteins byggðu hús
sín á Laufáslóðinni eða þar í kring,
og að auki bjuggu Dagný og Bogi
á efri hæðinni hjá þeim. Anna og
Jón Guðleifur bjuggu vestan við
Laufás, á Austurvegi 3, og Gísli í
kjallaranum hjá þeim eftir að hann
varð einn. Bera og Ingólfur byggðu
fyrir austan, á Austurvegi 7. Hin-
um megin við götuna, á Austur-
vegi 4, bjuggu Ebba og Bárður
og austan við þau, á Austurvegi 6,
reistu Ástþór og Guðrún sitt hús.
Aðeins Fjóla og Jón yngri bjuggu
í Reykjavík og Þórhildur í Fljóts-
hlíð, en allir aðrir „í túninu heima“.
Eins og gefur að skilja varð sam-
gangur systkinanna og foreldra
þeirra mikill, allt fram að eldgosinu
þegar allt tvístraðist. Börn þeirra
systkina léku sér mikið saman og
böndin héldust sterk milli þeirra.
Elínborg minnist t.d. sameiginlegs
flatkökubaksturs fjölskyldnanna í
kjallaranum á Laufási fyrir þjóðhá-
tíð, jól eða ef eitthvað stóð til, svo
og þegar silfur þeirra var fægt fyrir
stórhátíðir og við önnur sameigin-
leg verkefni ættarinnar.
Barnabörnin í nágrenni Laufáss
sóttu talsvert til afa og ömmu sem
voru þeim hlý og góð og gjafmild.
Og á túninu léku þau sér gjarnan.
Minnast sum þeirra þess þegar afi
kallaði krakkana inn og lét þá lesa
fyrir sig. Hann hélt að þeim bókum
og hvatti þau til að lesa og læra
og vildi fylgjast með framförum
þeirra í námi.
....................................................................
Höfundur þakkar Elínborgu Jóns-
dóttur (Vm.) fyrir alla aðstoð við
samantektina, svo og sr. Sváfni
Sveinbjarnarsyni yfir ábendingar og
minningar um afa sinn. Enn fremur
Steinunni Bárðardóttur, Elínborgu
Jónsdóttur (Rvík) og Guðnýju Boga-
dóttur fyrir upplýsingar og lán á
myndum og þeim Gísla Má Gísla-
syni, Þorsteini Ingólfssyni og Gísla
B. Björnssyni fyrir yfirlestur o.fl. Allt
eru þetta barnabörn Laufáshjóna.
Pétur Ármannsson arkitekt veitti
mikilvægar upplýsingar um húsa-
gerðina, vinnubrögð húsasmíða-
meistara og benti á frekari fróðleik
um sveitser-stíl. Heimildir voru sótt-
ar í greinar Önnu Þorsteinsdóttur frá
Laufási og prentuð viðtöl við hana.
Til Skjalasafns Vestmannaeyja,
þeirra systra Jónu og Hrefnu, var
gott að leita, svo og Þjóðskjalasafns,
að ónefndum Kára Bjarnasyni, um
eldri skjöl og myndir. Mikið gagn
var að ýmsum prentuðum heimild-
um, þar á meðal bókum Þorsteins
í Laufási þótt í þeim sé sárasjaldan
vikið að einkahögum eða heimilis-
lífi. Sigríður Haraldsdóttir og Mar-
grét Sigurðardóttir í Reykjavík veittu
upplýsingar um Ágúst Johnson og
lánuðu myndir. Og eru þá ónefndar
vefslóðirnar timarit.is og heimaslod.
is — þær miklu gullnámur. Margir
aðrir, sem of langt mál væri að telja,
hafa sinnt kvabbi höfundar og eru
þeim færðar þakkir.
Helgi Bernódusson
Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson:
Í lundaveiði með afa í Miðkletti
Fyrstu ferð mína til Vestmanna-
eyja fór ég 14 ára (1942) með
vélbátnum Gísla Johnsen sem
var notaður til ferjuferða milli
Vestmannaeyja og Stokkseyrar.
Þetta var fyrsta sjóferð mín og
ævintýraleg reynsla í endur-
minningunni. Líklega hefi ég
verið þarna í fylgd með móður
minni, Þórhildi Þorsteinsdóttur
Jónssonar formanns í Laufási í
Vestmannaeyjum.
Þegar kom út fyrir skerja-
garðinn við Stokkseyri valt
báturinn nokkuð á öldunni og
þegar nálgaðist Þrídranga var
ég farinn að finna til velgju og
nokkurra óþæginda, en slapp
þó við uppköst. Sama varð þó
ekki sagt um samferðakonu
eina sem var svo sjóveik að hún
lá með hljóðum og uppköst-
um og hrópaði þess á milli í sí-
fellu: „Ó, ó, hendiði mér í sjóinn,
hendiði mér í sjóinn.“ Fleiri voru
sjóveikir og hölluðu sér öðru
hvoru út yfir borðstokkinn.
Í Vestmannaeyjum vorum við
svo hjá afa mínum Þorsteini og
ömmu minni Elínborgu í Laufási
líklega í vikutíma eða svo. Mér er
óglöggt í minni það sem gerðist
þessa daga nema einn daginn
tók afi mig með sér í lundaveiði
í Miðkletti. Við gengum vestur
á Eiði og svo upp í Heimaklett
um klungur og króka uns kom
upp í snarbrattar grasbrekkur.
Þar var götuslóði út í Miðklett.
Fórum við yfir eggina og niður
að hamrabrún norðanmegin.
Þarna var smábás á blábrúninni
og hægt að skorða sig með fót-
festu á báðar hliðar. Afi kom sér
fyrir með háfinn sem var með
löngu tréskafti. Lundinn var á
flugi, fjöldi fugla og flugu mest
í hringi upp að bjargbrúninni
og aftur út til hafsins. Afi hélt
háfnum niður með berginu en
þegar fugl kom í færi sveiflaði
hann háfnum upp og aftan að
fuglinum sem þá fataðist flugið
og lenti í netinu. Væri háfnum
sveiflað upp framan við fuglinn
tókst honum yfirleitt að sneiða
fram hjá honum.
Þorsteinn afi kunni greinilega
lag á þessu og fangaði hvern
fuglinn af öðrum, sneri úr háls-
lið og kastaði upp til mín en ég
setti í poka. Þar kom að hann
vildi kenna mér veiðibrögðin,
skipti um stöðu við mig, lét mig
fara niður í básinn í bjargbrún-
inni og rétti mér háfinn. Þrátt
fyrir þjakandi lofthræðsluna
tókst mér í nokkrum tilraunum
að slysa fjóra lunda og koma
þeim í hendurnar á afa, sem
hrósaði mér fyrir tilburðina.
Hann batt svo pokana saman
og bar í bak og fyrir á niðurleið.
Þegar við komumst svo niður
úr klettaklungrunum fór afi að
segja mér frá fengmesta veiði-
deginum sem hann hefði upp-
lifað: Hann hafði þá róið árla
morguns og hlaðið bátinn og
komið fengnum í land. Síðan
róið aftur og fullhlaðið í annað
sinn og landað og gert að afl-
anum með mönnum sínum. Var
því lokið fyrir miðjan dag. Veð-
urblíða var og datt honum þá í
hug að bregða sér í lundaveiði
í Miðkletti, á sama stað og við
höfðum nú verið. Gekk þar allt
að óskum og þegar hann var að
leggja af stað niður með feng
sinn varð honum litið yfir sund-
ið milli lands og Eyja. Sér hann
þá dautt stórhveli á reki norður
af Heimakletti, hraðar sér heim-
leiðis, kallar út skipshöfn sína og
siglir „út á Eyjarsund“. Þar setur
hann í hvalinn og dregur fyr-
ir Klettsnefið og inn í höfnina,
allt inn í Botn, þar sem hann var
skorinn og unninn.
Þetta taldi hann óefað mesta
afladaginn á sjómannsævi sinni.
Laufás við Austurveg 5 á fyrstu dögum gossins í janúar 1973. Á
myndinni má sjá hús Önnu og Leifa (t.h.), nr. 3, og hús Beru og Ing-
ólfs (t.v.), nr. 7.
Laufás í gosinu. Myndin er sennilega tekin í febrúar-mars 1973
þegar mikilli ösku hafði rignt yfir austurbæinn. Norðurhlið Laufáss
sést vel frá Grænuhlíð, milli húsanna nr. 8, sem Angantýr Elíasson
frá Hlaðbæ og Sigríður Björnsdóttir frá Bólstaðarhlíð áttu, og nr.
10 þar sem Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari frá Skuld, og Jakobína
Guðlaugsdóttir í Geysi bjuggu. – Sigurgeir minnist þess þegar gamli
maðurinn, Þorsteinn í Laufási, kom út snemma á morgnana, signdi
sig og pissaði svo móti rísandi sól í austri.
Leifarnar af Laufási þegar hraun
og aska úr Eldfelli hafði lag
húsið í rúst í lok mars 1973.
Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson,
prófastur á Breiðabólstað
í Fljótshlíð, elsta núlifandi
barnabarn Laufáshjóna, 92
ára, sonur Þórhildar.